„Þetta er brot á dýraverndarlögum“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. desember 2014 13:16 Frá Bessastaðatjörn gær. VÍSIR/VILHELM Lögfræðingur með dýrarétt sem sérsvið segir að eigendur og umsjónarmenn hestanna sem drukknuðu í Bessastaðatjörn í síðustu viku hafi orðið uppvísir að hirðu- og kæruleysi og að dýraverndarlög hafi verið brotin. Matvælastofnun hefur hafið rannsókn á málinu en sérfræðingur stofnunarinnar segir málið nánast án fordæma. Hræ hestanna tólf sem drukknuðu í Bessastaðatjörn voru hífð upp úr ísnum í gær og flutt í urðunarstöðina við Álfsnes. Útiganga hesta á Álftanesi hefur lengi verið við líði. Hestarnir sem drukknuðu í tjörninni voru í hópi 24 hrossa sem voru á haustbeit á svæðin á vegum Íshesta og hestamannafélagsins Sóta. Árni Stefán Árnason er lögfræðingur með dýrarétt sem sérsvið. Hann hefur fylgst með Álftanesinu í tvö ár. Hann segir harmleikinn sem átti sér stað í Bessastaðatjörn vera grafalvarlegt mál sem nauðsynlegt sé að rannsaka. „Þarna hefur hirðu- og kæruleysi átt sér stað að mínu mati,“ segir Árni. „Þetta eru brot á dýraverndarlögum varðandi aðbúnað.“ Árni hefur sent inn kvörtun til Matvælastofnunar vegna beitilandsins á Álftanesi þar sem hann benti á ýmsar hættur.Árni Stefán Árnason, lögfræðingur.VÍSIR/STEFÁN„Þetta er mikið flatlendi, ekkert um skjól. Hvergi skjól að sjá fyrir hestana, hvorki manngerð né náttúruleg. Þetta er svæði sem þarf að hafa mikið eftirlit með.“ Segir Árni en hann fullyrðir að Matvælastofnun muni rannsaka málið. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Rannsókn á drukknun hestanna tólf í Bessastaðatjörn sé í raun þegar hafin, gagnaöflun og annað. Í framhaldinu munu sérfræðingar Matvælastofnunar fara á staðinn og skoða aðstæður. Jafnframt verða fulltrúar Íshesta, hestamannafélagsins Sóta og aðrir hlutaðeigandi kallaðir á fund. Árni og Sigríður benda bæði á að aldrei verði hægt að fullyrða hvað átti sér stað á Bessastaðanesinu, af hverju hrossin fóru út á ísilagða tjörnina eða hvenær hvenær ísinn brotnaði.Hræin voru flutt í urðunarstöðina við Álfsnes.VÍSIR/VILHELMLíklegt er að hestarnir hafi lent í hrakningum í óveðrinu sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í síðustu viku og eru grunsemdir um að hrossin hafi verið í leit að skjóli. „Hafi það verið raunin þá er auðvitað um vítavert gáleysi að ræða af hálfu þeirra sem voru með hestana eða þess sem átti að sjá um hestana.“ Hérna vísar Árni í lög um dýravernd þar sem segir að eigendum eða umráðamönnum dýra ber að sjá þeim fyrir viðunandi vistarverum og fullnægjandi fóðri, drykk og umhirðu. Matvælastofnun hefur rétt til að kæra einstaklinga fyrir illa meðferð á dýrum og stofnunin tekur meintar grunsemdir um slíkt til skoðunar. Ef rannsókn leiðir í ljós slíkt hafi átt sér stað er það kært til lögreglu. Sigríður hjá Matvælastofnun bendir á að þegar litið er til sögu hesta á útigangi, í þeirri náttúru sem hér er að finna, þá verði að líta á málið sem afar sérstakt. Sjötíu þúsund hestar eru á útigangi og atvik sem þessi afar sjaldgæf. Tengdar fréttir Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn Svo virðist sem hestarnir hafi farið út á ísinn og hann látið undan. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. 21. desember 2014 14:07 Búið að hífa öll hrossin upp Farið verður með þau á urðunarstöðina við Álfsnes. 22. desember 2014 13:23 Hestarnir mögulega dregnir upp með þyrlu Hugsanlegt er að hestarnir í Bessastaðatjörn verði hífðir upp með þyrlum í dag 22. desember 2014 09:22 „Það líður öllum vel í hjartanu núna“ Aðeins tók um hálfa klukkustund að hífa upp tólf hross sem drukknuðu í Bessastaðatjörn á dögunum. 22. desember 2014 19:57 Matvælastofnun skoðar hvers vegna tólf hestar drukknuðu Hræin voru dregin upp úr tjörninni í gær. 23. desember 2014 09:15 Stefna að því að sækja hrossin á morgun Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. 21. desember 2014 22:10 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Lögfræðingur með dýrarétt sem sérsvið segir að eigendur og umsjónarmenn hestanna sem drukknuðu í Bessastaðatjörn í síðustu viku hafi orðið uppvísir að hirðu- og kæruleysi og að dýraverndarlög hafi verið brotin. Matvælastofnun hefur hafið rannsókn á málinu en sérfræðingur stofnunarinnar segir málið nánast án fordæma. Hræ hestanna tólf sem drukknuðu í Bessastaðatjörn voru hífð upp úr ísnum í gær og flutt í urðunarstöðina við Álfsnes. Útiganga hesta á Álftanesi hefur lengi verið við líði. Hestarnir sem drukknuðu í tjörninni voru í hópi 24 hrossa sem voru á haustbeit á svæðin á vegum Íshesta og hestamannafélagsins Sóta. Árni Stefán Árnason er lögfræðingur með dýrarétt sem sérsvið. Hann hefur fylgst með Álftanesinu í tvö ár. Hann segir harmleikinn sem átti sér stað í Bessastaðatjörn vera grafalvarlegt mál sem nauðsynlegt sé að rannsaka. „Þarna hefur hirðu- og kæruleysi átt sér stað að mínu mati,“ segir Árni. „Þetta eru brot á dýraverndarlögum varðandi aðbúnað.“ Árni hefur sent inn kvörtun til Matvælastofnunar vegna beitilandsins á Álftanesi þar sem hann benti á ýmsar hættur.Árni Stefán Árnason, lögfræðingur.VÍSIR/STEFÁN„Þetta er mikið flatlendi, ekkert um skjól. Hvergi skjól að sjá fyrir hestana, hvorki manngerð né náttúruleg. Þetta er svæði sem þarf að hafa mikið eftirlit með.“ Segir Árni en hann fullyrðir að Matvælastofnun muni rannsaka málið. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Rannsókn á drukknun hestanna tólf í Bessastaðatjörn sé í raun þegar hafin, gagnaöflun og annað. Í framhaldinu munu sérfræðingar Matvælastofnunar fara á staðinn og skoða aðstæður. Jafnframt verða fulltrúar Íshesta, hestamannafélagsins Sóta og aðrir hlutaðeigandi kallaðir á fund. Árni og Sigríður benda bæði á að aldrei verði hægt að fullyrða hvað átti sér stað á Bessastaðanesinu, af hverju hrossin fóru út á ísilagða tjörnina eða hvenær hvenær ísinn brotnaði.Hræin voru flutt í urðunarstöðina við Álfsnes.VÍSIR/VILHELMLíklegt er að hestarnir hafi lent í hrakningum í óveðrinu sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í síðustu viku og eru grunsemdir um að hrossin hafi verið í leit að skjóli. „Hafi það verið raunin þá er auðvitað um vítavert gáleysi að ræða af hálfu þeirra sem voru með hestana eða þess sem átti að sjá um hestana.“ Hérna vísar Árni í lög um dýravernd þar sem segir að eigendum eða umráðamönnum dýra ber að sjá þeim fyrir viðunandi vistarverum og fullnægjandi fóðri, drykk og umhirðu. Matvælastofnun hefur rétt til að kæra einstaklinga fyrir illa meðferð á dýrum og stofnunin tekur meintar grunsemdir um slíkt til skoðunar. Ef rannsókn leiðir í ljós slíkt hafi átt sér stað er það kært til lögreglu. Sigríður hjá Matvælastofnun bendir á að þegar litið er til sögu hesta á útigangi, í þeirri náttúru sem hér er að finna, þá verði að líta á málið sem afar sérstakt. Sjötíu þúsund hestar eru á útigangi og atvik sem þessi afar sjaldgæf.
Tengdar fréttir Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn Svo virðist sem hestarnir hafi farið út á ísinn og hann látið undan. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. 21. desember 2014 14:07 Búið að hífa öll hrossin upp Farið verður með þau á urðunarstöðina við Álfsnes. 22. desember 2014 13:23 Hestarnir mögulega dregnir upp með þyrlu Hugsanlegt er að hestarnir í Bessastaðatjörn verði hífðir upp með þyrlum í dag 22. desember 2014 09:22 „Það líður öllum vel í hjartanu núna“ Aðeins tók um hálfa klukkustund að hífa upp tólf hross sem drukknuðu í Bessastaðatjörn á dögunum. 22. desember 2014 19:57 Matvælastofnun skoðar hvers vegna tólf hestar drukknuðu Hræin voru dregin upp úr tjörninni í gær. 23. desember 2014 09:15 Stefna að því að sækja hrossin á morgun Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. 21. desember 2014 22:10 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn Svo virðist sem hestarnir hafi farið út á ísinn og hann látið undan. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. 21. desember 2014 14:07
Búið að hífa öll hrossin upp Farið verður með þau á urðunarstöðina við Álfsnes. 22. desember 2014 13:23
Hestarnir mögulega dregnir upp með þyrlu Hugsanlegt er að hestarnir í Bessastaðatjörn verði hífðir upp með þyrlum í dag 22. desember 2014 09:22
„Það líður öllum vel í hjartanu núna“ Aðeins tók um hálfa klukkustund að hífa upp tólf hross sem drukknuðu í Bessastaðatjörn á dögunum. 22. desember 2014 19:57
Matvælastofnun skoðar hvers vegna tólf hestar drukknuðu Hræin voru dregin upp úr tjörninni í gær. 23. desember 2014 09:15
Stefna að því að sækja hrossin á morgun Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. 21. desember 2014 22:10