Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. desember 2014 06:30 Síðasta embættisverkið áður en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lét dómsmálin í hendur Ólafar Nordal á fimmtudag var að tilkynnt um að lögreglan á Hornafirði tilheyrði Norðausturkjördæmi. Fréttablaðið/GVA Á meðan Ólöf Nordal tók formlega við sem nýr innanríkisráðherra á Bessastöðum barst bæjarstjóranum á Hornafirði, Birni Inga Jónssyni, tilkynning um nýja reglugerð um að sveitarfélagið Hornafjörður teldist til umdæmis lögreglustjórans á Austurlandi. Með ákvörðun sinni ákvað þáverandi dómsmálaráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, að lögreglan á Höfn yrði áfram í hans kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Þannig stöðvaði ráðherrann áform um flutning lögregluembættisins yfir í Suðurkjördæmi. Reglugerðin var síðasta verk Sigmundar Davíðs sem dómsmálaráðherra. „Ég trúði ekki eigin augum, ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera prentvilla,“ segir Björn Ingi Jónsson.Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri er reiður ákvörðun Sigmundar Davíðs og segist ekki hafa trúað tilkynningunni þegar hann fékk hana.Stjórnarþingmaður krefst skýringa Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, deilir á forsætisráðherra. „Þetta er ákvörðun sem gengur gegn allri vinnu sem unnin hefur verið, hann þarf að útskýra hana.“ Undirbúningur að því að flytja lögregluna á Höfn í Suðurkjördæmi hefur staðið yfir síðan í sumar og var kominn á lokastig. Flutningurinn var áætlaður um áramót og var tilkominn vegna frumkvæðis frá innanríkisráðuneytinu. Nýja reglugerðin kom sveitarstjórn Hornafjarðar og öllum í Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga því á óvart, að sögn Björns Inga. „Í sumar var óskað sérstaklega yfir því að sveitarfélagið lýsti því yfir hvernig það sæi fyrir sér framtíð löggæslu. Eftir að þess var óskað fórum við í þá vinnu og kynntum niðurstöðuna, sem var sú að það væri langeðlilegast að löggæsla fylgi kjördæmamörkum. Það átti að taka tillit til okkar óska,“ segir bæjarstjórinn.Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, segir Sigmund Davíð þurfa að útskýra ákvörðun sína.Var búið að skipuleggja vaktir Búið var að fastsetja vaktir lögreglu og hjúkrunarfólks, lögreglustjóri Suðurlands heimsótti bæjarstjóra og bæjarstjórn í haust og ræddi fyrirkomulagið, skipurit, almannavarnir og fleira varðandi löggæsluna. „Um miðjan desember á ég svo boðaðan fund með lögreglustjóranum sem ætlaði að hitta alla framkvæmdastjóra sveitarfélaga í sínu umdæmi,“ segir Björn Ingi „Sigmundur Davíð setur svo reglugerð sem gengur þvert á það sem búið er að tala um undanfarnar vikur og algerlega án nokkurs samráðs, tíu mínútum áður en hann missir valdið,“ heldur bæjarstjórinn áfram. „Þetta eru vinnubrögð sem eiga ekki að eiga sér stað nú á árinu 2014. Það er mjög erfitt að túlka gjörninginn öðruvísi en að það hafi verið einhver þrýstingur.“Skrifaði strax bréf til þingmanna og ráðherra Björn Ingi skrifaði strax bréf til þingmanna og nýs innanríkisráðherra, Ólafar Nordal, og rekur hann málavexti. Meðal annars segir hann frá því að ráðuneytið hafi óskað eftir skoðun sveitarfélagsins á framtíðarskipulagi lögregluumdæmisins. Bæjarráð Hornafjarðar hefur tekið undir sjónarmið sem fram komu á fundi Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi, að hagsmunum sveitarfélagsins verði best borgið með því að skipan lögreglumála fylgi kjördæmismörkum. „Við vorum fullvissuð um að hlustað yrði á afstöðu okkar. Við fengum fregnir af því að við ættum að fara að skipuleggja flutning á Suðurland og höfðum enga ástæðu til að ætla annað,“ segir Björn Ingi sem fer fram á að þingmenn beiti sér í því að þessi ákvörðun verði endurskoðuð. Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Á meðan Ólöf Nordal tók formlega við sem nýr innanríkisráðherra á Bessastöðum barst bæjarstjóranum á Hornafirði, Birni Inga Jónssyni, tilkynning um nýja reglugerð um að sveitarfélagið Hornafjörður teldist til umdæmis lögreglustjórans á Austurlandi. Með ákvörðun sinni ákvað þáverandi dómsmálaráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, að lögreglan á Höfn yrði áfram í hans kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Þannig stöðvaði ráðherrann áform um flutning lögregluembættisins yfir í Suðurkjördæmi. Reglugerðin var síðasta verk Sigmundar Davíðs sem dómsmálaráðherra. „Ég trúði ekki eigin augum, ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera prentvilla,“ segir Björn Ingi Jónsson.Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri er reiður ákvörðun Sigmundar Davíðs og segist ekki hafa trúað tilkynningunni þegar hann fékk hana.Stjórnarþingmaður krefst skýringa Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, deilir á forsætisráðherra. „Þetta er ákvörðun sem gengur gegn allri vinnu sem unnin hefur verið, hann þarf að útskýra hana.“ Undirbúningur að því að flytja lögregluna á Höfn í Suðurkjördæmi hefur staðið yfir síðan í sumar og var kominn á lokastig. Flutningurinn var áætlaður um áramót og var tilkominn vegna frumkvæðis frá innanríkisráðuneytinu. Nýja reglugerðin kom sveitarstjórn Hornafjarðar og öllum í Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga því á óvart, að sögn Björns Inga. „Í sumar var óskað sérstaklega yfir því að sveitarfélagið lýsti því yfir hvernig það sæi fyrir sér framtíð löggæslu. Eftir að þess var óskað fórum við í þá vinnu og kynntum niðurstöðuna, sem var sú að það væri langeðlilegast að löggæsla fylgi kjördæmamörkum. Það átti að taka tillit til okkar óska,“ segir bæjarstjórinn.Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, segir Sigmund Davíð þurfa að útskýra ákvörðun sína.Var búið að skipuleggja vaktir Búið var að fastsetja vaktir lögreglu og hjúkrunarfólks, lögreglustjóri Suðurlands heimsótti bæjarstjóra og bæjarstjórn í haust og ræddi fyrirkomulagið, skipurit, almannavarnir og fleira varðandi löggæsluna. „Um miðjan desember á ég svo boðaðan fund með lögreglustjóranum sem ætlaði að hitta alla framkvæmdastjóra sveitarfélaga í sínu umdæmi,“ segir Björn Ingi „Sigmundur Davíð setur svo reglugerð sem gengur þvert á það sem búið er að tala um undanfarnar vikur og algerlega án nokkurs samráðs, tíu mínútum áður en hann missir valdið,“ heldur bæjarstjórinn áfram. „Þetta eru vinnubrögð sem eiga ekki að eiga sér stað nú á árinu 2014. Það er mjög erfitt að túlka gjörninginn öðruvísi en að það hafi verið einhver þrýstingur.“Skrifaði strax bréf til þingmanna og ráðherra Björn Ingi skrifaði strax bréf til þingmanna og nýs innanríkisráðherra, Ólafar Nordal, og rekur hann málavexti. Meðal annars segir hann frá því að ráðuneytið hafi óskað eftir skoðun sveitarfélagsins á framtíðarskipulagi lögregluumdæmisins. Bæjarráð Hornafjarðar hefur tekið undir sjónarmið sem fram komu á fundi Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi, að hagsmunum sveitarfélagsins verði best borgið með því að skipan lögreglumála fylgi kjördæmismörkum. „Við vorum fullvissuð um að hlustað yrði á afstöðu okkar. Við fengum fregnir af því að við ættum að fara að skipuleggja flutning á Suðurland og höfðum enga ástæðu til að ætla annað,“ segir Björn Ingi sem fer fram á að þingmenn beiti sér í því að þessi ákvörðun verði endurskoðuð.
Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira