Körlum ekki síður nauðgað en konum Jakob Bjarnar skrifar 30. apríl 2014 16:03 Nýjar rannsóknir leiða í ljós að hlutfall karla meðal fórnarlamba kynferðisofbeldis er miklu hærra en áður var talið. visir/getty Fórnarlömb nauðgana eru að verulegu leyti karlmenn, eða allt að 40 prósentum og konur eru áberandi í hópi gerenda. Ný og viðamikil rannsókn hefur verið kynnt og niðurstöðurnar eru sláandi. Þær ganga þvert á viðteknar hugmyndir um nauðganir. Um þetta er til dæmis fjallað í nýrri grein í Slate. Þetta er víðsfjarri þeim tölum sem komið hafa fram í máli Guðrúnar Jónsdóttur hjá Stígamótum þó þær þar taki eftir því að hlutfall fórnarlamba meðal karlmanna hefur verið að fara hækkandi í könnunum.Gengur í berhögg við það sem áður var talið Þessar tölur má finna í niðurstöðum umfangsmikillar rannsóknar sem National Crime Victimization Survey í Bandaríkjunum gerði á síðasta ári. Meðlimir alls 40 þúsund heimila voru spurðir spurninga sem sneru að nauðgunum og kynferðislegu ofbeldi. Niðurstöðurnar leiða í ljós að 38 prósent fórnarlamba eru karlmenn. Þessar tölur ganga í berhögg við allt sem viðtekið hefur verið í þessum fræðum og svo kom þetta háa hlutfall karlmanna meðal fórnarlamba á óvart að sérstaklega var kannað hvort þarna hefðu mistök verið gerð eða breytt aðferðafræði en nei, þetta reyndust ótvíræðar niðurstöður. Áður hefur verið gengið út frá því að karlmenn í hópi fórnarlamba kynferðislegs ofbeldis sé á milli 5 til 14 prósent. Ekki er það bara að hlutfalla karla sem fórnarlömb kynferðisofbeldis rjúki óvænt uppúr öllu valdi heldur sýna nýjar rannsóknir meðal fanga að konur eru miklu líklegri til að vera gerendur en áður hefur verið talið. Þær sýna að 46 prósent karla sem gefa sig fram sem fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis segja gerandann vera konu.Ekki í takti við upplifun lögregluFriðrik Smári Björgvinsson er yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Þessar niðurstöður koma honum mjög á óvart. „Þetta er ekki í samræmi við þau mál sem koma inn á borð til okkar sé litið til hlutfalls milli karla og kvenna. Ég þekki ekki þessa könnun en þetta er ekki í samræmi við það sem við erum að upplifa,“ segir Friðrik Smári sem þó vill ekki efast um þessar tölur eða rannsóknina. Hann kann ekki skýringu á þessu en segir að það gæti verið að karlmenn kæri kynferðislegt ofbeldi síður en konur. „Gæti verið en þetta er ekki í samræmi við kærur sem okkur berast, þá varðandi hlutfall kynjanna. Kynferðislegt ofbeldi gegn piltum berst ekki mikið inn á borð til okkar, minna en það er talið í raun samkvæmt rannsóknum.“ Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Fórnarlömb nauðgana eru að verulegu leyti karlmenn, eða allt að 40 prósentum og konur eru áberandi í hópi gerenda. Ný og viðamikil rannsókn hefur verið kynnt og niðurstöðurnar eru sláandi. Þær ganga þvert á viðteknar hugmyndir um nauðganir. Um þetta er til dæmis fjallað í nýrri grein í Slate. Þetta er víðsfjarri þeim tölum sem komið hafa fram í máli Guðrúnar Jónsdóttur hjá Stígamótum þó þær þar taki eftir því að hlutfall fórnarlamba meðal karlmanna hefur verið að fara hækkandi í könnunum.Gengur í berhögg við það sem áður var talið Þessar tölur má finna í niðurstöðum umfangsmikillar rannsóknar sem National Crime Victimization Survey í Bandaríkjunum gerði á síðasta ári. Meðlimir alls 40 þúsund heimila voru spurðir spurninga sem sneru að nauðgunum og kynferðislegu ofbeldi. Niðurstöðurnar leiða í ljós að 38 prósent fórnarlamba eru karlmenn. Þessar tölur ganga í berhögg við allt sem viðtekið hefur verið í þessum fræðum og svo kom þetta háa hlutfall karlmanna meðal fórnarlamba á óvart að sérstaklega var kannað hvort þarna hefðu mistök verið gerð eða breytt aðferðafræði en nei, þetta reyndust ótvíræðar niðurstöður. Áður hefur verið gengið út frá því að karlmenn í hópi fórnarlamba kynferðislegs ofbeldis sé á milli 5 til 14 prósent. Ekki er það bara að hlutfalla karla sem fórnarlömb kynferðisofbeldis rjúki óvænt uppúr öllu valdi heldur sýna nýjar rannsóknir meðal fanga að konur eru miklu líklegri til að vera gerendur en áður hefur verið talið. Þær sýna að 46 prósent karla sem gefa sig fram sem fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis segja gerandann vera konu.Ekki í takti við upplifun lögregluFriðrik Smári Björgvinsson er yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Þessar niðurstöður koma honum mjög á óvart. „Þetta er ekki í samræmi við þau mál sem koma inn á borð til okkar sé litið til hlutfalls milli karla og kvenna. Ég þekki ekki þessa könnun en þetta er ekki í samræmi við það sem við erum að upplifa,“ segir Friðrik Smári sem þó vill ekki efast um þessar tölur eða rannsóknina. Hann kann ekki skýringu á þessu en segir að það gæti verið að karlmenn kæri kynferðislegt ofbeldi síður en konur. „Gæti verið en þetta er ekki í samræmi við kærur sem okkur berast, þá varðandi hlutfall kynjanna. Kynferðislegt ofbeldi gegn piltum berst ekki mikið inn á borð til okkar, minna en það er talið í raun samkvæmt rannsóknum.“
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira