Körlum ekki síður nauðgað en konum Jakob Bjarnar skrifar 30. apríl 2014 16:03 Nýjar rannsóknir leiða í ljós að hlutfall karla meðal fórnarlamba kynferðisofbeldis er miklu hærra en áður var talið. visir/getty Fórnarlömb nauðgana eru að verulegu leyti karlmenn, eða allt að 40 prósentum og konur eru áberandi í hópi gerenda. Ný og viðamikil rannsókn hefur verið kynnt og niðurstöðurnar eru sláandi. Þær ganga þvert á viðteknar hugmyndir um nauðganir. Um þetta er til dæmis fjallað í nýrri grein í Slate. Þetta er víðsfjarri þeim tölum sem komið hafa fram í máli Guðrúnar Jónsdóttur hjá Stígamótum þó þær þar taki eftir því að hlutfall fórnarlamba meðal karlmanna hefur verið að fara hækkandi í könnunum.Gengur í berhögg við það sem áður var talið Þessar tölur má finna í niðurstöðum umfangsmikillar rannsóknar sem National Crime Victimization Survey í Bandaríkjunum gerði á síðasta ári. Meðlimir alls 40 þúsund heimila voru spurðir spurninga sem sneru að nauðgunum og kynferðislegu ofbeldi. Niðurstöðurnar leiða í ljós að 38 prósent fórnarlamba eru karlmenn. Þessar tölur ganga í berhögg við allt sem viðtekið hefur verið í þessum fræðum og svo kom þetta háa hlutfall karlmanna meðal fórnarlamba á óvart að sérstaklega var kannað hvort þarna hefðu mistök verið gerð eða breytt aðferðafræði en nei, þetta reyndust ótvíræðar niðurstöður. Áður hefur verið gengið út frá því að karlmenn í hópi fórnarlamba kynferðislegs ofbeldis sé á milli 5 til 14 prósent. Ekki er það bara að hlutfalla karla sem fórnarlömb kynferðisofbeldis rjúki óvænt uppúr öllu valdi heldur sýna nýjar rannsóknir meðal fanga að konur eru miklu líklegri til að vera gerendur en áður hefur verið talið. Þær sýna að 46 prósent karla sem gefa sig fram sem fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis segja gerandann vera konu.Ekki í takti við upplifun lögregluFriðrik Smári Björgvinsson er yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Þessar niðurstöður koma honum mjög á óvart. „Þetta er ekki í samræmi við þau mál sem koma inn á borð til okkar sé litið til hlutfalls milli karla og kvenna. Ég þekki ekki þessa könnun en þetta er ekki í samræmi við það sem við erum að upplifa,“ segir Friðrik Smári sem þó vill ekki efast um þessar tölur eða rannsóknina. Hann kann ekki skýringu á þessu en segir að það gæti verið að karlmenn kæri kynferðislegt ofbeldi síður en konur. „Gæti verið en þetta er ekki í samræmi við kærur sem okkur berast, þá varðandi hlutfall kynjanna. Kynferðislegt ofbeldi gegn piltum berst ekki mikið inn á borð til okkar, minna en það er talið í raun samkvæmt rannsóknum.“ Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Fórnarlömb nauðgana eru að verulegu leyti karlmenn, eða allt að 40 prósentum og konur eru áberandi í hópi gerenda. Ný og viðamikil rannsókn hefur verið kynnt og niðurstöðurnar eru sláandi. Þær ganga þvert á viðteknar hugmyndir um nauðganir. Um þetta er til dæmis fjallað í nýrri grein í Slate. Þetta er víðsfjarri þeim tölum sem komið hafa fram í máli Guðrúnar Jónsdóttur hjá Stígamótum þó þær þar taki eftir því að hlutfall fórnarlamba meðal karlmanna hefur verið að fara hækkandi í könnunum.Gengur í berhögg við það sem áður var talið Þessar tölur má finna í niðurstöðum umfangsmikillar rannsóknar sem National Crime Victimization Survey í Bandaríkjunum gerði á síðasta ári. Meðlimir alls 40 þúsund heimila voru spurðir spurninga sem sneru að nauðgunum og kynferðislegu ofbeldi. Niðurstöðurnar leiða í ljós að 38 prósent fórnarlamba eru karlmenn. Þessar tölur ganga í berhögg við allt sem viðtekið hefur verið í þessum fræðum og svo kom þetta háa hlutfall karlmanna meðal fórnarlamba á óvart að sérstaklega var kannað hvort þarna hefðu mistök verið gerð eða breytt aðferðafræði en nei, þetta reyndust ótvíræðar niðurstöður. Áður hefur verið gengið út frá því að karlmenn í hópi fórnarlamba kynferðislegs ofbeldis sé á milli 5 til 14 prósent. Ekki er það bara að hlutfalla karla sem fórnarlömb kynferðisofbeldis rjúki óvænt uppúr öllu valdi heldur sýna nýjar rannsóknir meðal fanga að konur eru miklu líklegri til að vera gerendur en áður hefur verið talið. Þær sýna að 46 prósent karla sem gefa sig fram sem fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis segja gerandann vera konu.Ekki í takti við upplifun lögregluFriðrik Smári Björgvinsson er yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Þessar niðurstöður koma honum mjög á óvart. „Þetta er ekki í samræmi við þau mál sem koma inn á borð til okkar sé litið til hlutfalls milli karla og kvenna. Ég þekki ekki þessa könnun en þetta er ekki í samræmi við það sem við erum að upplifa,“ segir Friðrik Smári sem þó vill ekki efast um þessar tölur eða rannsóknina. Hann kann ekki skýringu á þessu en segir að það gæti verið að karlmenn kæri kynferðislegt ofbeldi síður en konur. „Gæti verið en þetta er ekki í samræmi við kærur sem okkur berast, þá varðandi hlutfall kynjanna. Kynferðislegt ofbeldi gegn piltum berst ekki mikið inn á borð til okkar, minna en það er talið í raun samkvæmt rannsóknum.“
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira