Minkur í bílakjallara Hörpu: "Þetta var fáránleg upplifun“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. september 2014 10:11 Leik- og söngkonan skemmti sér vel á Stuðmannaballi í Hörpunni í gær en eftir ballið hittu þau gest sem hefur líklega sjaldan sótt Stuðmannatónleika. Ballgestum af Stuðmannatónleikum í Hörpu brá heldur í brún í nótt þegar þeir urðu minks varir í bílastæðahúsi tónleikahússins um klukkan þrjú í nótt að tónleikum loknum. „Ég er að fara inn í bílinn ásamt hópi af fólki og þar sjáum við eitthvað skjótast hjá. Við höldum í fyrstu að þetta sé risastór rotta,“ útskýrir Þórunn Erna Clausen, leik- og söngkona, sem var í hópi ballgesta. „Við fórum að skoða þetta nánar og þá kemur í ljós að þetta er minkur. Innst á efri hæðinni í bílastæðahúsinu.“ Þórunn var ein af fáum sem fór á bíl heim um nóttina. Að hennar sögn var því ekki mannmargt í bílakjallaranum eftir tónleikana. „En hurðin var opin og hann hefði mjög auðveldlega getað skotist inn.“ Þórunn segist hafa orðið hissa á að sjá minkinn. „Ég hef allavega ekki séð mink inni í Hörpunni áður,“ segir hún og hlær. „Ég hef séð hann lengst í hrauni úti í sveit en þetta er ekki einu sinni nálægt hraunjaðri. Hann hefur kannski komið með fjörunni, ég veit það ekki.“Lögregla elti minkinn um bílakjallarann Eftir að hafa jafnað sig á óvænta fundinum hringdu Þórunn og samferðamenn hennar á lögregluna. „Við skildum hann fyrst eftir og fórum bara heim. En síðan föttuðum við að við hefðum kannski átt að hringja á lögregluna. Ég hugsaði með mér að þetta yrði nú svolítið undarlegt símtal,“ útskýrir Þórunn enda ekki á hverjum degi sem lögreglu berst tilkynningu af þessu tagi. Lögregla tók Þórunni þó trúanlega og hún fór aftur upp í bílastæðahús til þess að benda á hvar minkurinn hefði fundist. „Þau komu þrjú labbandi að mér og ég hafði svona á tilfinningunni að þau tryðu mér ekki. Ekki fyrr en þau sáu minkinn. Hann var þá enn á sama stað.“ Hvort lögregla hafi handsamað dýrið er ekki vitað að svo stöddu. „Þeir eltu hann þarna eitthvað um og voru komnir að útganginum. Ég veit ekki hvort hann slapp út eða hvort þeir náðu honum.“ Þórunn hlær að uppákomunni en henni var létt að dýrið skyldi ekki reynast rotta. „Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu,“ segir Þórunn. „Þetta var fáránleg upplifun. Við hlógum mjög mikið.“ Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Ballgestum af Stuðmannatónleikum í Hörpu brá heldur í brún í nótt þegar þeir urðu minks varir í bílastæðahúsi tónleikahússins um klukkan þrjú í nótt að tónleikum loknum. „Ég er að fara inn í bílinn ásamt hópi af fólki og þar sjáum við eitthvað skjótast hjá. Við höldum í fyrstu að þetta sé risastór rotta,“ útskýrir Þórunn Erna Clausen, leik- og söngkona, sem var í hópi ballgesta. „Við fórum að skoða þetta nánar og þá kemur í ljós að þetta er minkur. Innst á efri hæðinni í bílastæðahúsinu.“ Þórunn var ein af fáum sem fór á bíl heim um nóttina. Að hennar sögn var því ekki mannmargt í bílakjallaranum eftir tónleikana. „En hurðin var opin og hann hefði mjög auðveldlega getað skotist inn.“ Þórunn segist hafa orðið hissa á að sjá minkinn. „Ég hef allavega ekki séð mink inni í Hörpunni áður,“ segir hún og hlær. „Ég hef séð hann lengst í hrauni úti í sveit en þetta er ekki einu sinni nálægt hraunjaðri. Hann hefur kannski komið með fjörunni, ég veit það ekki.“Lögregla elti minkinn um bílakjallarann Eftir að hafa jafnað sig á óvænta fundinum hringdu Þórunn og samferðamenn hennar á lögregluna. „Við skildum hann fyrst eftir og fórum bara heim. En síðan föttuðum við að við hefðum kannski átt að hringja á lögregluna. Ég hugsaði með mér að þetta yrði nú svolítið undarlegt símtal,“ útskýrir Þórunn enda ekki á hverjum degi sem lögreglu berst tilkynningu af þessu tagi. Lögregla tók Þórunni þó trúanlega og hún fór aftur upp í bílastæðahús til þess að benda á hvar minkurinn hefði fundist. „Þau komu þrjú labbandi að mér og ég hafði svona á tilfinningunni að þau tryðu mér ekki. Ekki fyrr en þau sáu minkinn. Hann var þá enn á sama stað.“ Hvort lögregla hafi handsamað dýrið er ekki vitað að svo stöddu. „Þeir eltu hann þarna eitthvað um og voru komnir að útganginum. Ég veit ekki hvort hann slapp út eða hvort þeir náðu honum.“ Þórunn hlær að uppákomunni en henni var létt að dýrið skyldi ekki reynast rotta. „Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu,“ segir Þórunn. „Þetta var fáránleg upplifun. Við hlógum mjög mikið.“
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira