Þörfin fyrir byssurnar var óljós Linda Blöndal skrifar 22. nóvember 2014 19:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna spyr hver hafi metið þörfina fyrir vopn hér á landi þegar í ljós kemur að hægt sé svo að skila þeim aftur. Þingmaður Pírata segir málið tækifæri til að uppræta leyndarhyggju í stjórnsýslunni. Landhelgisgæslan hefur ákveðið að skila hríðskotabyssunum 250 sem bárust hingað til lands frá Norðmönnum. Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður við norska herinn sem vill fá greiðslur fyrir vopnin. Í tilkynningu frá gæslunni frá því í gær kemur fram að alltaf hafi verið litið á byssurnar sem komu til landsins í febrúar sem gjöf. Upplýsingafulltrúi norska hersins hafi hinsvegar sagt að undirritaður hafi verið kaupsamningur upp á rúmar 11 milljónir króna vegna þeirra. Landhelgisgæslan ítrekar að hún hafi hingað til ekki þurft að greiða fyrir vopn sem fengist hafi frá Norðmönnum á undanförnum áratugum og því ekki talið að um bindandi kaupsamning hefði verið að ræða. Öllum 250 hríðskotabyssunum sem komu í sendingunni í febrúar verður skilað og samráð var haft við Ríkislögreglustjóra um ákvörðunina.Gróin leyndarhyggjaHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata situr í allsherjarnefnd Alþingis sem hefur málið til umfjöllunar. Hann segir enn eigi eftir að komast til botns í því hvernig málið þróaðist og nefndin muni skoða það nánar. „Mér þykir þetta fyrst og frems gleðiefni en mér finnst tvennt skipta mestu máli í þessu. Það er annars vegar eftirlit Alþingis og þá almennings, með því hvernig þessum málum er háttað almennt. Sömuleiðis stendur eftir að leyndahyggjan sem er rótgróin hér. Ekki að það hafi verið ákveðið eftir einhverjar umræður heldur virðast hlutirnir hafa þróast þannig að einhverjum hluta óvart. Við þurfum að leggjast yfir það hvernig við viljum hafa hlutina almennt . Við höfum ekki spurt okkur nógu alvarlega um það", sagði Helgi Hrafn í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Hver mat þörfina?„Ég hef lagt fyrirspurn á þinginu sem ég bíð svars við sem snýst u það hvernig svona ákvarðanir eru teknar, hvort það liggi einhver þarfagreining að baki. Hver tekur ákvarðanir um hvernig byssur þurfi, hve margar og hvernig á að nýta þær", sagði Katrín Jakobsdóttir í fréttum í kvöld. „Og það að það sé hægt að skila byssunum núna, eins og Landhelgisgæslan ætlar nú að gera þar sem þeir hafa takmarkaða fjármuni, þá veltir maður fyrir sé hvar liggur þá þarfagreiningin?", sagði Katrín.Ekki skotið síðan í Þorskastríðunum Í tilkynningu Gæslunnar segir að endurnýjun vopna teljist ekki til forgangsverkefna stofnunarinnar og því hafi ekki komið til greina að greiða fyrir vopnin. Ekkert virðist því hafa kallað á að þessar byssur hefðu þurft hjá stofnuninni. En í tilkynningunni stendur meðal annars þetta: „Það er að sumu leyti gæfa okkar sem friðsamrar þjóðar að vopn séu ekki mikilvægasti búnaðurinn sem heyrir til okkar starfsemi. Raunar hefur Landhelgisgæslan ekki hleypt af skoti í tengslum við verkefni sín í um fjóra áratugi, eða frá því í Þorskastríðunum. Vonandi verður þess enn langt að bíða".Lögreglan átti að fá meirihlutannMeirihluti vopnanna var þó ætlaður lögreglunni en ekki náðist í neinn hjá Ríkislögreglustjóra í dag vegna málsins né forstjóra Landhelgisgæslunnar. Ekki er útilokað að norðmenn hafi þrýst á um að fá byssurnar aftur eftir að málið vakti athygli í þarlendum fjölmiðlum. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna spyr hver hafi metið þörfina fyrir vopn hér á landi þegar í ljós kemur að hægt sé svo að skila þeim aftur. Þingmaður Pírata segir málið tækifæri til að uppræta leyndarhyggju í stjórnsýslunni. Landhelgisgæslan hefur ákveðið að skila hríðskotabyssunum 250 sem bárust hingað til lands frá Norðmönnum. Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður við norska herinn sem vill fá greiðslur fyrir vopnin. Í tilkynningu frá gæslunni frá því í gær kemur fram að alltaf hafi verið litið á byssurnar sem komu til landsins í febrúar sem gjöf. Upplýsingafulltrúi norska hersins hafi hinsvegar sagt að undirritaður hafi verið kaupsamningur upp á rúmar 11 milljónir króna vegna þeirra. Landhelgisgæslan ítrekar að hún hafi hingað til ekki þurft að greiða fyrir vopn sem fengist hafi frá Norðmönnum á undanförnum áratugum og því ekki talið að um bindandi kaupsamning hefði verið að ræða. Öllum 250 hríðskotabyssunum sem komu í sendingunni í febrúar verður skilað og samráð var haft við Ríkislögreglustjóra um ákvörðunina.Gróin leyndarhyggjaHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata situr í allsherjarnefnd Alþingis sem hefur málið til umfjöllunar. Hann segir enn eigi eftir að komast til botns í því hvernig málið þróaðist og nefndin muni skoða það nánar. „Mér þykir þetta fyrst og frems gleðiefni en mér finnst tvennt skipta mestu máli í þessu. Það er annars vegar eftirlit Alþingis og þá almennings, með því hvernig þessum málum er háttað almennt. Sömuleiðis stendur eftir að leyndahyggjan sem er rótgróin hér. Ekki að það hafi verið ákveðið eftir einhverjar umræður heldur virðast hlutirnir hafa þróast þannig að einhverjum hluta óvart. Við þurfum að leggjast yfir það hvernig við viljum hafa hlutina almennt . Við höfum ekki spurt okkur nógu alvarlega um það", sagði Helgi Hrafn í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Hver mat þörfina?„Ég hef lagt fyrirspurn á þinginu sem ég bíð svars við sem snýst u það hvernig svona ákvarðanir eru teknar, hvort það liggi einhver þarfagreining að baki. Hver tekur ákvarðanir um hvernig byssur þurfi, hve margar og hvernig á að nýta þær", sagði Katrín Jakobsdóttir í fréttum í kvöld. „Og það að það sé hægt að skila byssunum núna, eins og Landhelgisgæslan ætlar nú að gera þar sem þeir hafa takmarkaða fjármuni, þá veltir maður fyrir sé hvar liggur þá þarfagreiningin?", sagði Katrín.Ekki skotið síðan í Þorskastríðunum Í tilkynningu Gæslunnar segir að endurnýjun vopna teljist ekki til forgangsverkefna stofnunarinnar og því hafi ekki komið til greina að greiða fyrir vopnin. Ekkert virðist því hafa kallað á að þessar byssur hefðu þurft hjá stofnuninni. En í tilkynningunni stendur meðal annars þetta: „Það er að sumu leyti gæfa okkar sem friðsamrar þjóðar að vopn séu ekki mikilvægasti búnaðurinn sem heyrir til okkar starfsemi. Raunar hefur Landhelgisgæslan ekki hleypt af skoti í tengslum við verkefni sín í um fjóra áratugi, eða frá því í Þorskastríðunum. Vonandi verður þess enn langt að bíða".Lögreglan átti að fá meirihlutannMeirihluti vopnanna var þó ætlaður lögreglunni en ekki náðist í neinn hjá Ríkislögreglustjóra í dag vegna málsins né forstjóra Landhelgisgæslunnar. Ekki er útilokað að norðmenn hafi þrýst á um að fá byssurnar aftur eftir að málið vakti athygli í þarlendum fjölmiðlum.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira