Innlent

Góð makrílveiði við Snæfellsnes í gær

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Þröstur Albertsson
Mjög góð makrílveiði var við Snæfellsnes í gær þar sem þremur bátum var siglt að landi með yfir tíu tonn sem voru veidd á handfæri. Alls lönduðu átta bátar í Ólafsvík og voru allir með góðan afla. Stemninguna á bryggjunni má taka inn með þessum myndum sem ljósmyndarinn Þröstur Albertsson tók í gær.

Í vikunni voru níu makrílbátar hífðir úr sjó og fluttir með flutningabílum norður til Hólmavíkur þar sem veiðarnar gengu mjög vel í fyrra. Þá var einhverjum bátum einnig siglt norður.

Aflabrögð við Hólmavík hafa þó ekki verið eins góð og vonir stóðu til.

Mynd/Þröstur Albertsson
Mynd/Þröstur Albertsson
Mynd/Þröstur Albertsson
Mynd/Þröstur Albertsson

Tengdar fréttir

Gullæði á Hólmavík

Smábátasjómenn sem stunda makrílveiðar flykkjast nú til Hólmavíkur í von um uppgripaveiði í Steingrímsfirði. Bátarnir eru jafnvel fluttir á dráttarvögnum úr fjarlægum landshlutum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×