Innlent

Leki í báti á Snæfellsnesi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Leki kom að bát sem staddur var utan við Hólahóla á Snæfellsnesi fyrir stundu er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Björgunarskipið Björg á Rifi var kallað út auk þess sem nærstaddir bátar voru beðnir um að sigla á staðinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var við æfingar skammt frá og var hún einnig send til aðstoðar.

Um var að ræða lítinn fiskibát og var einn maður um borð. Nokkrum mínútum eftir að beiðni um aðstoð barst voru nærstaddir bátar komnir að, sem og þyrla Gæslunnar og hættan því liðin hjá.  Björgunarskipið er á leið frá Rifi með dælur en freista á þess að bjarga bátnum frá því að sökkva. Veður á svæðinu er ágætt og ætti ekki að hamla björgunarstarfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×