Innlent

Þrjár milljónir innlyksa

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísir/AFP
Yfirvöld í Odisha-héraði á Indlandi segja að um þrjár milljónir manna séu nú innlyksa eftir að aukinn kraftur færðist í flóðin sem geisað hafa í héraðinu undanfarna daga.

Alls hafa 460 bæir orðið fyrir barðinu á flóðunum og hafa hundruðir þúsunda þurft að reiða sig á matargjafir frá yfirvöldum. Alls hafa 45 látið lífið vegna flóðanna.  

Kendrapara og Puri-sýslurnar hafa orðið einna verst úti í hamförunum en 195 og 112 bæir í sýslunum tveimur eru nú í lamasessi.

Flóðin eru rakin til tunglstöðunnar en eins og Vísir greindi frá fyrr í kvöld má búast við svokölluðum ofurmána í kvöld. Tunglið er nú mjög nálægt jörðinni og hefur aðdráttarafl tunglsins mikil áhrif á flóð og fjöru.

Hundruðir þúsunda hektara af uppskeru hafa orðið flóðunum að bráð og hleypur tjónið á tugmilljörðum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×