Innlent

Öryggislending í Keflavík

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vél frá SAS lenti á Íslandi um klukkan hálfsjö.
Vél frá SAS lenti á Íslandi um klukkan hálfsjö. Vísir/AFP.
Farþegaþota frá SAS flugfélaginu, með 249 farþega, lenti öryggislendingu á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Vélin var á leið frá Kaupmannahöfn til Chicago í Bandaríkjunum þegar ljós í mælaborðinu biluðu klukkan hálfsjö að íslenskum tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SAS sem Ekstrabladet birti.

„Það var ljós í mælaborðinu sem benti til þess að tæki í vélinni virkaði ekki og því var ákveðið að lenda í Reykjavík (innsk: Keflavík) og skoða málið. Tækið lítur vel út en það fer flugvirki frá Danmörku og kíkir á það,‟ segir Rebecka Mathers, upplýsingafulltrúi SAS í samtali við Ekstrabladet.

Farþegar vélarinnar munu gista á Íslandi á kostnað SAS. Á vef Ekstrabladet segir að lendingin hafi tekist vel. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×