Harðar brugðist við orðum innflytjenda Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 13. ágúst 2014 00:01 Frá bænastund múslima Svo virðist sem innflytjendur eigi ekki að fá að tjá skoðanir sínar á málefnum innflytjenda.fréttablaðið/vilhelm „Það er eins og innflytjendur eigi ekki að fá að tjá skoðun sína á málefnum sínum,“ segir Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar.Í gær kynnti mannréttindaráð Reykjavíkur greiningu á hatursorðræðu sem Bjarney Friðriksdóttir, doktorsnemi í Evrópuráðgjöf, vann fyrir ráðið. Þar kemur fram að Íslendingar bregðast harðar við ef innflytjandi hefur sig í frammi um málefni innflytjenda en þegar íslenskur talsmaður gerir það. Samkvæmt greiningunni ber talsvert á ummælum sem einkennast af kynþáttafordómum í umræðunum á íslenskum fréttanetmiðlum. Algengast er að slík ummæli séu sett fram í garð múslima. Skemmst er að minnast morðhótunar sem Salmann Tamimi kærði, fyrrverandi formaður Félags múslima á Íslandi, en sá ósómi leit dagsins ljós í umræðunni um byggingu mosku í Reykjavík. Einnig eru algeng ummæli sem einkennast af þjóðernishyggju og ný-rasisma, samkvæmt greiningunni.Gylfi Ægisson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Salmann Tamimi hafa ekki farið varhluta af ummælum á vefnum.VísirBjarney hafði úr nægu að moða því hún las tæp fimmtán þúsund ummæli og var aðeins fjórðungur þeirra skrifaður af konum. Reykjavík er nú í aðlögunarferli til að fylla flokk Evrópuráðsins yfir alþjóðlegar borgir eða Intercultural city eins og verkefni ráðsins er kallað. Alls eru sextíu borgir á þeim lista og svo Reykjavík komist á hann verður hún meðal annars að standast úttekt sem eftirlitsmenn ráðsins munu gera og eru þeir væntanlegir á haustmánuðum. Þeir munu kanna hvernig borgin sinnir innflytjendum. Efnisflokkarnir sem skoðaðir voru í greiningunni voru flóttafólk, fólk af erlendum uppruna eða innflytjendur, bygging mosku í Reykjavík, jafnrétti kynjanna, femínismi, kynferðislegt ofbeldi og hinsegin fólk. Tengdar fréttir Töluvert um staðalmyndir og kynþáttafordóma á íslenskum netmiðlum Ný greining segir að algengast sé að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. 12. ágúst 2014 15:20 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Það er eins og innflytjendur eigi ekki að fá að tjá skoðun sína á málefnum sínum,“ segir Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar.Í gær kynnti mannréttindaráð Reykjavíkur greiningu á hatursorðræðu sem Bjarney Friðriksdóttir, doktorsnemi í Evrópuráðgjöf, vann fyrir ráðið. Þar kemur fram að Íslendingar bregðast harðar við ef innflytjandi hefur sig í frammi um málefni innflytjenda en þegar íslenskur talsmaður gerir það. Samkvæmt greiningunni ber talsvert á ummælum sem einkennast af kynþáttafordómum í umræðunum á íslenskum fréttanetmiðlum. Algengast er að slík ummæli séu sett fram í garð múslima. Skemmst er að minnast morðhótunar sem Salmann Tamimi kærði, fyrrverandi formaður Félags múslima á Íslandi, en sá ósómi leit dagsins ljós í umræðunni um byggingu mosku í Reykjavík. Einnig eru algeng ummæli sem einkennast af þjóðernishyggju og ný-rasisma, samkvæmt greiningunni.Gylfi Ægisson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Salmann Tamimi hafa ekki farið varhluta af ummælum á vefnum.VísirBjarney hafði úr nægu að moða því hún las tæp fimmtán þúsund ummæli og var aðeins fjórðungur þeirra skrifaður af konum. Reykjavík er nú í aðlögunarferli til að fylla flokk Evrópuráðsins yfir alþjóðlegar borgir eða Intercultural city eins og verkefni ráðsins er kallað. Alls eru sextíu borgir á þeim lista og svo Reykjavík komist á hann verður hún meðal annars að standast úttekt sem eftirlitsmenn ráðsins munu gera og eru þeir væntanlegir á haustmánuðum. Þeir munu kanna hvernig borgin sinnir innflytjendum. Efnisflokkarnir sem skoðaðir voru í greiningunni voru flóttafólk, fólk af erlendum uppruna eða innflytjendur, bygging mosku í Reykjavík, jafnrétti kynjanna, femínismi, kynferðislegt ofbeldi og hinsegin fólk.
Tengdar fréttir Töluvert um staðalmyndir og kynþáttafordóma á íslenskum netmiðlum Ný greining segir að algengast sé að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. 12. ágúst 2014 15:20 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Töluvert um staðalmyndir og kynþáttafordóma á íslenskum netmiðlum Ný greining segir að algengast sé að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. 12. ágúst 2014 15:20