Innlent

Þrjár flugvélar lentu í vanda í gær

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. Vísir/Pjetur
Rannsóknanefnd samgönguslysa rannsakar nú þrjú tilvik sem komu upp í gær þegar þrjár litlar flugvélar lentu í vanda, en engan sakaði.

Fyrst náði lítil vél að lenda á Reykjavíkurflugvelli um hádegisbil,  eftir að flugmaðurinn haðfi barist við eldsneytistruflanir um hríð.

Undir kvöld var svo lítilli vél nauðlent á túni suður af Hveragerði eftir að mótor hennar missti afl og um átta leytið í gærkvöldi hlekktist svo lítilli vél á í lendingu á flugvellinum í Mosfellsbæ. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×