Innlent

Borgarar gómuðu sængurveraþjóf sem stökk í gegnum rúðu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi í Skeifunni í dag.
Frá vettvangi í Skeifunni í dag. Vísir/Daníel
Starfsfólk Betra baks í Skeifunni vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar karlmaður tók tvö sængurverasett ófrjálsri hendi í búðinni áður en hann stökk sem leið lá í gegnum rúðu.

Að sögn lögreglu hljóp maðurinn, sem var í vímu, sem leið lá framhjá Hagkaupum þar sem tveir vegfarendur voru í verslunarleiðangri. Annar þeirra náði til mannsins og héldu þeir tveir manninum þar til lögreglu bar að garði.

Þótt ótrúlegt megi virðast komst þjófurinn því sem næst ómeiddur frá stökki sínu í gegnum rúðuna. Hann var yfirheyrður í morgun og telst málið upplýst. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×