Rödd hreyfihamlaðra fái að njóta sín 26. nóvember 2014 12:00 Komið til að vera Rannveig vonar að þetta verkefni sé komið til að vera. Fréttablaðið/ernir Í haust fór Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar af stað með jafningjafræðslu fyrir hreyfihamlaða í formi fyrirlestra á netinu. „Við fórum af stað með þetta verkefni þar sem frá upphafi hefur það verið markmið Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar að standa fyrir öflugri fræðslustarfsemi og jafningjafræðslu, ásamt því að efla þekkingu á málefnum hreyfihamlaðs fólks og vinna að hugarfarsbreytingu í samfélaginu,“ segir Rannveig Bjarnadóttir forstöðumaður Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar, en verkefni sem þetta hafði verið í undirbúningi í talsverðan tíma. „Við vorum búin að velta fyrir okkur í hvaða formi væri best að hafa þetta til þess að geta náð til sem flestra og þá líka þeirra sem búa úti á landi líka og í framhaldinu kom þessi hugmynd að birta fyrirlestrana á netinu“ segir Rannveig, en nemendur Kvikmyndaskóla Íslands hafa lagt fram aðstoð sína við að taka upp fyrirlestrana. „Okkur fannst mikilvægt að gefa einstaklingum færi á að deila sinni persónulegri reynslu og gefa góð ráð um ýmis málefni sem snerta alla á einhvern hátt“ segir Rannveig, en fyrirlesararnir eru ekki fagfólk, heldur hreyfihamlaðir einstaklingar sem segja sína sögu. „Með því að hafa fyrirlestrana á netinu eru þeir aðgengilegir öllum óháð búsetu, en þetta er líka okkar leið til þess að ná til þeirra sem ættu annars erfitt með að koma á fyrirlestur hjá okkur,“ segir hún. Fyrirkomulag sem þetta er nýtt og veit Rannveig ekki til þess að slíkt hafi verið gert hér áður. „Við erum búin að gera tvo fyrirlestra sem hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur, og búið er að taka upp tvo til viðbótar. Þetta er verkefni sem er komið til að vera og vonandi getum við haldið áfram að setja inn fyrirlestra,“ segir Rannveig. Fyrirlestrarnir eru aðgengilegir öllum inni á síðu Þekkingarmiðstöðvar www.thekkingarmidstod.is. adda@frettabladid.is Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Í haust fór Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar af stað með jafningjafræðslu fyrir hreyfihamlaða í formi fyrirlestra á netinu. „Við fórum af stað með þetta verkefni þar sem frá upphafi hefur það verið markmið Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar að standa fyrir öflugri fræðslustarfsemi og jafningjafræðslu, ásamt því að efla þekkingu á málefnum hreyfihamlaðs fólks og vinna að hugarfarsbreytingu í samfélaginu,“ segir Rannveig Bjarnadóttir forstöðumaður Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar, en verkefni sem þetta hafði verið í undirbúningi í talsverðan tíma. „Við vorum búin að velta fyrir okkur í hvaða formi væri best að hafa þetta til þess að geta náð til sem flestra og þá líka þeirra sem búa úti á landi líka og í framhaldinu kom þessi hugmynd að birta fyrirlestrana á netinu“ segir Rannveig, en nemendur Kvikmyndaskóla Íslands hafa lagt fram aðstoð sína við að taka upp fyrirlestrana. „Okkur fannst mikilvægt að gefa einstaklingum færi á að deila sinni persónulegri reynslu og gefa góð ráð um ýmis málefni sem snerta alla á einhvern hátt“ segir Rannveig, en fyrirlesararnir eru ekki fagfólk, heldur hreyfihamlaðir einstaklingar sem segja sína sögu. „Með því að hafa fyrirlestrana á netinu eru þeir aðgengilegir öllum óháð búsetu, en þetta er líka okkar leið til þess að ná til þeirra sem ættu annars erfitt með að koma á fyrirlestur hjá okkur,“ segir hún. Fyrirkomulag sem þetta er nýtt og veit Rannveig ekki til þess að slíkt hafi verið gert hér áður. „Við erum búin að gera tvo fyrirlestra sem hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur, og búið er að taka upp tvo til viðbótar. Þetta er verkefni sem er komið til að vera og vonandi getum við haldið áfram að setja inn fyrirlestra,“ segir Rannveig. Fyrirlestrarnir eru aðgengilegir öllum inni á síðu Þekkingarmiðstöðvar www.thekkingarmidstod.is. adda@frettabladid.is
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira