Telja brotið á rétti fatlaðra Viktoría Hermannsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 07:00 Öryrkjabandalagið hefur sent frá sér umsögn varðandi nýjar reglur sem snúa að ferðaþjónustu fatlaðra. Fréttablaðið/Anton Nýjar reglur um ferðaþjónustu fatlaðra gera ráð fyrir að þeir sem nýta sér þjónustuna fái einungis 60 ferðir á mánuði en þurfi að borga aukalega fyrir ferðir umfram það. Öryrkjabandalag Íslands hefur sent Velferðarsviði Reykjavíkur umsögn þar sem ýmsum athugasemdum varðandi nýju reglurnar er komið á framfæri. Guðríður Ólafs Ólafíudóttir, félagsmálafulltrúi hjá Öryrkjabandalaginu, vonast til þess að tekið verði tillit til umsagnarinnar áður en breyttar reglur verði teknar upp þar sem Öryrkjabandalagið telji að þær muni koma mörgum notendum þjónustunnar mjög illa og brjóti gegn réttindum þeirra. „Bara að fara í og úr vinnu á hverjum degi dekkar þennan fjölda ferða. Síðan koma aukaferðir umfram 60 og þá hafa sveitarfélögin leyfi til þess að taka hærra gjald af fötluðum fyrir þær,“ segir Guðríður. Hún segir þó ekkert hafa verið gefið upp um það hvort sveitarfélögin hafi í hyggju að gera það en eins og nýju reglurnar líti út núna þá hafi þau rétt til þess.Guðríður Ólafs ÓlafíudóttirEins hefur hvert sveitarfélag fyrir sig rétt til þess að verðleggja ferðirnar eftir sínu höfði en Öryrkjabandalagið telur að það eigi að vera samræmi þar á milli þannig að réttur allra fatlaðra sé jafn óháð búsetu. Í umsögn Öryrkjabandalagsins er meðal annars vísað til 20 gr. Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra þar sem segir að gera skuli „árangursríkar ráðstafanir til þess að tryggja að einstaklingum sé gert kleift að fara allra sinna ferða og tryggja sjálfstæði fatlaðs fólks í þeim efnum, eftir því sem frekast er unnt, meðal annars með því að greiða fyrir því að fatlað fólk geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem það kýs og á þeim tíma sem það velur og gegn viðráðanlegu gjaldi.“ Guðríður segir nýju reglurnar brjóta gegn þessu þar sem þessir hámarkstímar geti leitt til þess að fatlaðir geti þá í sumum tilfellum ekki farið sinna ferða líkt og áður hefur verið eða þurfi að greiða meira fyrir það. Guðríður segir líka að í reglunum hafi ekki verið tekið tillit til ábendinga sem Öryrkjabandalagið hafi áður sett fram varðandi akstursþjónustuna. „Við viljum að sá hópur sem er fatlaður en er á eigin bíl eigi líka rétt á panta sér ferðaþjónustu hvenær sem þeir lenda í vanda,“ segir hún en hingað til hefur sá hópur átt kost á að sækja um undanþágu frá þessu reglum til þess að geta nýtt sér þjónustuna en það taki langan tíma. Einnig hafi Öryrkjabandalagið farið fram á að það verði settar upp myndavélar í bílunum en það komi ekki fram í þessum nýju reglum. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Nýjar reglur um ferðaþjónustu fatlaðra gera ráð fyrir að þeir sem nýta sér þjónustuna fái einungis 60 ferðir á mánuði en þurfi að borga aukalega fyrir ferðir umfram það. Öryrkjabandalag Íslands hefur sent Velferðarsviði Reykjavíkur umsögn þar sem ýmsum athugasemdum varðandi nýju reglurnar er komið á framfæri. Guðríður Ólafs Ólafíudóttir, félagsmálafulltrúi hjá Öryrkjabandalaginu, vonast til þess að tekið verði tillit til umsagnarinnar áður en breyttar reglur verði teknar upp þar sem Öryrkjabandalagið telji að þær muni koma mörgum notendum þjónustunnar mjög illa og brjóti gegn réttindum þeirra. „Bara að fara í og úr vinnu á hverjum degi dekkar þennan fjölda ferða. Síðan koma aukaferðir umfram 60 og þá hafa sveitarfélögin leyfi til þess að taka hærra gjald af fötluðum fyrir þær,“ segir Guðríður. Hún segir þó ekkert hafa verið gefið upp um það hvort sveitarfélögin hafi í hyggju að gera það en eins og nýju reglurnar líti út núna þá hafi þau rétt til þess.Guðríður Ólafs ÓlafíudóttirEins hefur hvert sveitarfélag fyrir sig rétt til þess að verðleggja ferðirnar eftir sínu höfði en Öryrkjabandalagið telur að það eigi að vera samræmi þar á milli þannig að réttur allra fatlaðra sé jafn óháð búsetu. Í umsögn Öryrkjabandalagsins er meðal annars vísað til 20 gr. Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra þar sem segir að gera skuli „árangursríkar ráðstafanir til þess að tryggja að einstaklingum sé gert kleift að fara allra sinna ferða og tryggja sjálfstæði fatlaðs fólks í þeim efnum, eftir því sem frekast er unnt, meðal annars með því að greiða fyrir því að fatlað fólk geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem það kýs og á þeim tíma sem það velur og gegn viðráðanlegu gjaldi.“ Guðríður segir nýju reglurnar brjóta gegn þessu þar sem þessir hámarkstímar geti leitt til þess að fatlaðir geti þá í sumum tilfellum ekki farið sinna ferða líkt og áður hefur verið eða þurfi að greiða meira fyrir það. Guðríður segir líka að í reglunum hafi ekki verið tekið tillit til ábendinga sem Öryrkjabandalagið hafi áður sett fram varðandi akstursþjónustuna. „Við viljum að sá hópur sem er fatlaður en er á eigin bíl eigi líka rétt á panta sér ferðaþjónustu hvenær sem þeir lenda í vanda,“ segir hún en hingað til hefur sá hópur átt kost á að sækja um undanþágu frá þessu reglum til þess að geta nýtt sér þjónustuna en það taki langan tíma. Einnig hafi Öryrkjabandalagið farið fram á að það verði settar upp myndavélar í bílunum en það komi ekki fram í þessum nýju reglum.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira