Byggðastofnun býður ný lán eingöngu ætluð konum Sveinn Arnarsson skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Byggðastofnun hefur sett á laggirnar nýjan lánaflokk til þess að styðja við fyrirtækjarekstur kvenna. Lán eru veitt upp á allt að tíu milljónum þar sem slegið er af kröfum um veð fyrir lánum auk þess sem vextir af þessum lánum eru hagstæðari en gengur og gerist hjá Byggðastofnun. Lán þessi verða eingöngu veitt fyrirtækjum sem eru í að minnsta kosti helmingseigu kvenna og undir stjórn kvenna. Þetta er liður Byggðastofnunar í því að sporna við einhæfu atvinnulífi á landsbyggðunum og skorti á atvinnutækifærum við hæfi vel menntaðs fólks af báðum kynjum. Því er settur á laggirnar þessi lánaflokkur fyrir fyrirtækjarekstur kvenna á starfsvæði þeirra í von um að ýta undir fjölbreyttari tækifæri fyrir konur í byggðum landsins. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, fagnar þessum nýja lánaflokki. „Ég styð allar góðar aðgerðir til að efla hlut kvenna í atvinnulífinu. Ef þessi lánastarfsemi leiðir til aukinna umsvifa kvenna vítt og breitt um landið og eykur tækifæri þeirra þá er það fagnaðarefni.“ Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar, segir þetta marka tímamót í lánastarfsemi stofnunarinnar. „Þessu verkefni Byggðastofnunar er ætlað að ýta sérstaklega undir sprotafyrirtæki kvenna, en konur eru aðeins um 5% aðalumsækjenda um lán hjá stofnuninni. Í mörgum byggðum er vinnumarkaðurinn tiltölulega einsleitur og oft mjög kynskiptur. Lítil sprotafyrirtæki geta auðgað atvinnulífið og skapað ný störf til viðbótar við hefðbundin störf dreifðari byggða. Það á ekki síst við um konur sem sjá tækifæri til að skapa sér þannig störf við hæfi á þeim stað sem þær vilja.“ Fyrirtæki úti á landi sem eru í eigu kvenna eða er stýrt af konum eru í minnihluta þeirra sem eru í viðskiptum við fjármálafyrirtæki. Nokkrar ástæður eru taldar fyrir því, karllægur vinnumarkaður á landsbyggðunum, karlar séu ráðandi í stjórnun fyrirtækja og að lánareglur henti illa stærð og tegund fyrirtækja sem konur reka. Verkefnið er aðeins lánshæft leiði það til aukinnar atvinnusköpunar kvenna á landsbyggðunum. Lánin sem veitt eru úr þessum flokki eru frá einni milljón króna til tíu milljóna. Ekki er gerð krafa um veð á lánum upp að fimm milljónum. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Byggðastofnun hefur sett á laggirnar nýjan lánaflokk til þess að styðja við fyrirtækjarekstur kvenna. Lán eru veitt upp á allt að tíu milljónum þar sem slegið er af kröfum um veð fyrir lánum auk þess sem vextir af þessum lánum eru hagstæðari en gengur og gerist hjá Byggðastofnun. Lán þessi verða eingöngu veitt fyrirtækjum sem eru í að minnsta kosti helmingseigu kvenna og undir stjórn kvenna. Þetta er liður Byggðastofnunar í því að sporna við einhæfu atvinnulífi á landsbyggðunum og skorti á atvinnutækifærum við hæfi vel menntaðs fólks af báðum kynjum. Því er settur á laggirnar þessi lánaflokkur fyrir fyrirtækjarekstur kvenna á starfsvæði þeirra í von um að ýta undir fjölbreyttari tækifæri fyrir konur í byggðum landsins. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, fagnar þessum nýja lánaflokki. „Ég styð allar góðar aðgerðir til að efla hlut kvenna í atvinnulífinu. Ef þessi lánastarfsemi leiðir til aukinna umsvifa kvenna vítt og breitt um landið og eykur tækifæri þeirra þá er það fagnaðarefni.“ Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar, segir þetta marka tímamót í lánastarfsemi stofnunarinnar. „Þessu verkefni Byggðastofnunar er ætlað að ýta sérstaklega undir sprotafyrirtæki kvenna, en konur eru aðeins um 5% aðalumsækjenda um lán hjá stofnuninni. Í mörgum byggðum er vinnumarkaðurinn tiltölulega einsleitur og oft mjög kynskiptur. Lítil sprotafyrirtæki geta auðgað atvinnulífið og skapað ný störf til viðbótar við hefðbundin störf dreifðari byggða. Það á ekki síst við um konur sem sjá tækifæri til að skapa sér þannig störf við hæfi á þeim stað sem þær vilja.“ Fyrirtæki úti á landi sem eru í eigu kvenna eða er stýrt af konum eru í minnihluta þeirra sem eru í viðskiptum við fjármálafyrirtæki. Nokkrar ástæður eru taldar fyrir því, karllægur vinnumarkaður á landsbyggðunum, karlar séu ráðandi í stjórnun fyrirtækja og að lánareglur henti illa stærð og tegund fyrirtækja sem konur reka. Verkefnið er aðeins lánshæft leiði það til aukinnar atvinnusköpunar kvenna á landsbyggðunum. Lánin sem veitt eru úr þessum flokki eru frá einni milljón króna til tíu milljóna. Ekki er gerð krafa um veð á lánum upp að fimm milljónum.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira