Lífið

Hörkukarl sem lætur hreinlega allt flakka

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Eiríkur Guðmundsson reynir að koma andrúmsloftinu á Sægreifanum til skila.
Eiríkur Guðmundsson reynir að koma andrúmsloftinu á Sægreifanum til skila. VÍSIR/STEFÁN
„Ég þekkti ekkert rosalega mikið til hans sjálfur en vinur minn sem er mikið á Sægreifanum var alltaf að benda mér á Kjartan. Ég er í rauninni svolítið hissa á að það hafi ekki verið gerð mynd um hann fyrr,“ segir Eiríkur Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður.

Heimildarmyndin hans Sægreifinn fjallar um Kjartan Halldórsson, fyrrverandi eiganda Sægreifans. „Kjartan er frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi og er Skaftfellingur. Ég vildi sýna hans sveit þann heiður að frumsýna myndina þar,“ segir Eiríkur en myndin verður sýnd á Kirkjubæjarklaustri í dag.

„Kjartan er mjög spennandi maður, sem og hlutirnir sem hann hefur gert. Það má segja að hann eigi stóran hluta í þessari götumynd sem ríkir enn á þessu svæði. Hann barðist hatrammlega fyrir því að halda í þessa skemmtilegu hafnarmynd. Hann er hluti af sögu Reykjavíkur,“ segir hann og bætir við: „Hann er af kynslóð sem einkennist af vinnusemi og hörku. Á tímabili svaf hann uppi á lofti á Sægreifanum, þetta var líf hans og yndi.“

Um myndatöku og klippingu Sægreifans sá Haukur Valdimar Pálsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×