Vill að fleiri kvenkyns skáld taki upp pennann Þórður Ingi Jónsson skrifar 4. nóvember 2014 10:00 „Skáld“ ætti að nægja - Alma telur viðhorfin til kvenkyns penna vera öðru vísi en til karla. mynd/úr einkasafni „Ég veit ekki hvernig á að hvetja stelpur til að skrifa meira, kannski vantar þær fyrirmyndir,“ segir Alma Mjöll Ólafsdóttir, skáld og eina konan sem sýnir verk á vegum sjálfstæða leikhópsins Ungleiks í Borgarleikhúsinu í nóvember. Alma segist vilja sjá fleiri ungar konur taka upp pennann en af þeim tólf einstaklingum sem sendu inn leikrit til Ungleiks í haust voru aðeins þrjár konur. „Þetta er svolítið eins og með liðin í Gettu betur og MORFÍS. Um leið og maður sér stelpur í þessum liðum þá fær maður þá flugu í höfuðið að þetta sé hægt,“ segir Alma, sem telur viðhorf til kvenkyns rithöfunda í samfélaginu vera öðruvísi en til karlkyns penna. „Mér finnst pínu merkilegt að til að byrja með fann ég fyrir ákveðinni pressu að mitt verk yrði að vera meistaraverk, svo ég myndi nú ekki klúðra þessu fyrir stelpum. Auðvitað ýtti ég þessari hugsun strax til hliðar en mér fannst samt merkilegt að taka eftir henni. Ég hef stundum hugsað þegar ég er að skrifa bækur: „Passaðu þig að skrifa ekki bara kvenlegt dót,“ því maður vill ekki að dótið sitt fái einhvern stimpil. Það er auðvitað fáránlegt því efnið sem ég skrifa er skrifað út frá sjálfri mér og auðvitað eiga raddir ungra stelpna að eiga sitt svæði í þessum bransa án þess að vera bækur um konur fyrir konur,“ segir hún. „Á meðan það eru færri konur en karlar sem skrifa þá eru þær kannski undir meiri pressu því að þeim finnst augljósara ef þær gera mistök heldur en karlar,“ bætir hún við. „Það vantar bara einhverja fylkingu af pönkurum (sem er hægt og rólega að myndast) sem segja bara „fokk jú, ég geri bara það sem ég vil,“ og þannig hvetja aðrar stelpur til að gera bara nákvæmlega það sem þeim sýnist. Ekki kalla ungar konur „skáldkonur“ því enginn maður er kallaður „skáldkall“. „Skáld“ ætti bara að nægja.“ Þess skal þó getið að helmingur leikstjóranna á Ungleik í nóvember er konur og helmingur karlar. Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Fleiri fréttir Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Sjá meira
„Ég veit ekki hvernig á að hvetja stelpur til að skrifa meira, kannski vantar þær fyrirmyndir,“ segir Alma Mjöll Ólafsdóttir, skáld og eina konan sem sýnir verk á vegum sjálfstæða leikhópsins Ungleiks í Borgarleikhúsinu í nóvember. Alma segist vilja sjá fleiri ungar konur taka upp pennann en af þeim tólf einstaklingum sem sendu inn leikrit til Ungleiks í haust voru aðeins þrjár konur. „Þetta er svolítið eins og með liðin í Gettu betur og MORFÍS. Um leið og maður sér stelpur í þessum liðum þá fær maður þá flugu í höfuðið að þetta sé hægt,“ segir Alma, sem telur viðhorf til kvenkyns rithöfunda í samfélaginu vera öðruvísi en til karlkyns penna. „Mér finnst pínu merkilegt að til að byrja með fann ég fyrir ákveðinni pressu að mitt verk yrði að vera meistaraverk, svo ég myndi nú ekki klúðra þessu fyrir stelpum. Auðvitað ýtti ég þessari hugsun strax til hliðar en mér fannst samt merkilegt að taka eftir henni. Ég hef stundum hugsað þegar ég er að skrifa bækur: „Passaðu þig að skrifa ekki bara kvenlegt dót,“ því maður vill ekki að dótið sitt fái einhvern stimpil. Það er auðvitað fáránlegt því efnið sem ég skrifa er skrifað út frá sjálfri mér og auðvitað eiga raddir ungra stelpna að eiga sitt svæði í þessum bransa án þess að vera bækur um konur fyrir konur,“ segir hún. „Á meðan það eru færri konur en karlar sem skrifa þá eru þær kannski undir meiri pressu því að þeim finnst augljósara ef þær gera mistök heldur en karlar,“ bætir hún við. „Það vantar bara einhverja fylkingu af pönkurum (sem er hægt og rólega að myndast) sem segja bara „fokk jú, ég geri bara það sem ég vil,“ og þannig hvetja aðrar stelpur til að gera bara nákvæmlega það sem þeim sýnist. Ekki kalla ungar konur „skáldkonur“ því enginn maður er kallaður „skáldkall“. „Skáld“ ætti bara að nægja.“ Þess skal þó getið að helmingur leikstjóranna á Ungleik í nóvember er konur og helmingur karlar.
Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Fleiri fréttir Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Sjá meira