Lífið

Stal senunni í fiðrildagalla

Freyr Bjarnason skrifar
Heidi Klum stillti sér upp fyrir ljósmyndara á Times-torginu í New York skömmu fyrir Halloween-partíið sem hún hélt.
Heidi Klum stillti sér upp fyrir ljósmyndara á Times-torginu í New York skömmu fyrir Halloween-partíið sem hún hélt. vísir/getty
Fimmtánda Halloween-partí fyrirsætunnar Heidi Klum var haldið í New York síðastliðið föstudagskvöld og var þar að sjálfsögðu mikið um dýrðir.

Gestgjafinn sjálfur var klæddur eins og fiðrildi og stal senunni.

Hrekkjavökupartí voru vitaskuld haldin víðar, þar á meðal í London þar sem Kate Moss var á meðal gesta.

Joe Jonas, fyrrverandi liðsmaður Jonas-bræðra, og leikarinn Nolan Gerard Funk úr sjónvarpsþáttunum Glee voru á meðal gesta Heidi Klum.
Vito Schnabel, kærasti Heidi Klum, sló í gegn sem mafíuforinginn Don Corleone úr kvikmyndinni The Godfather.
Leikarinn Benjamin McKenzie úr þáttunum Southland og The O.C. var í gervi hins aldraða Carls úr teiknimyndinni Up.
Leikkonan Michelle Trachtenberg úr þáttunum Gossip Girl var klædd sem drungaleg dúkka í partíinu hjá Klum.
Söngkonan Ashanti var skrautleg í partíinu.
Fyrirsætan Kate Moss var í gervi annarrar fyrirsætu, Cara Delevingne, í Halloween-veislu sem var haldin í London á Englandi.
Söngkonan Katy Perry mætti sem Cheeto-snakk í árlegt Halloween-partí leikkonunnar Kate Hudson í Los Angeles á fimmtudagskvöld.
Game of Thrones- og The Tudors leikkonan Natalie Dormer yfirgefur hið árlega hrekkjavöku partí sjónvarpsmannsins Jonathans Ross í London.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×