Telur sér stýrt af djöflinum en fær enga hjálp heima við Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Faðir Gleni er að þrotum kominn. Hann segist engan áhuga hafa á því að verða baggi á íslenska kerfinu heldur vilji hann vinna hér á landi og fá viðeigandi aðstoð fyrir son sinn. Fréttablaðið/Vilhelm „Án þjónustu, án hjálpar er þetta barn að sökkva og það er að taka fjölskylduna sína með sér. Við erum að sökkva með barninu. Það er ekkert líf fyrir okkur í Albaníu,“ segir faðir sautján ára drengs frá Albaníu sem hefur sótt um hæli hér á landi af mannúðarástæðum. Drengurinn heitir Gleni Peco en hann er haldinn alvarlegri einhverfu, flogaveiki og þunglyndi. Hann á erfitt með tjáskipti og því talar faðir hans, Ilirjan Peco, fyrir hans hönd. Útlendingastofnun hefur hafnað umsókn feðganna en lögmaður þeirra, Leifur Runólfsson, bindur vonir við að innanríkisráðuneytið muni snúa þeirri ákvörðun við. „Drengurinn er mjög alvarlega veikur að mínu mati,“ segir Leifur. Síðan Útlendingastofnun tók ákvörðun sína hafa borist gögn til landsins sem sýna það svart á hvítu að engin aðstoð er í boði fyrir Gleni í heimalandinu og mat einhverfuráðgjafa liggur fyrir sem staðfestir hversu alvarlegt ástandið er í raun og veru. „Það er ákvæði í útlendingalögum sem gefur heimild til þess að veita útlendingi dvalarleyfi af heilbrigðisástæðum,“ útskýrir Leifur en áskilið er að um lífshættulegan sjúkdóm sé að ræða og að viðeigandi heilbrigðisaðstoð sé ekki í boði í heimalandinu. Albanía er mjög aftarlega á merinni þegar kemur að meðhöndlun einhverfu. Hugtakið var ekki til umræðu þar í landi fyrr en á árinu 2009 og þjónusta við einhverfa takmarkast við eina einkarekna stofnun í úthverfi Tírana, höfuðborgar landsins. Þar geta börn frá tveggja ára aldri til tíu ára aldurs fengið meðhöndlun en engin þjónusta er í boði fyrir þá sem eldri eru. Þetta er staðfest í gögnum frá heilbrigðisráðuneyti Albaníu sem Fréttablaðið hefur undir höndum.Feðgar Ilirjan Peco vill fá aðstoð fyrir drenginn sinn, Gleni, sem er alvarlega veikur með einhverfu á háu stigi. Fréttablaðið/VilhelmStjórnar fjölskyldunni með hótunum Gleni var ekki greindur með einhverfu fyrr en á unglingsaldri og því hefur hvorki hann né fjölskylda hans fengið neina aðstoð frá faglærðum einstaklingi. „Hann stjórnar fjölskyldunni,“ útskýrir faðirinn sem talar með aðstoð albansks túlks. „Hann segir hvenær mamma hans má koma heim, stundum þarf ég að vera úti með systur hans í einhverja tíma þangað til Gleni gefur okkur leyfi til þess að koma heim. Ef við gerum ekki eins og hann segir þá hótar hann að drepa sig. Þetta er mjög erfitt líf.“ Eftir því sem Gleni eldist verður hann árásargjarnari og hefur hann beitt móður sína og systur líkamlegu ofbeldi. Hann neitar að þvo sér og segir að sér sé stjórnað af röddum í höfðinu á sér. „Þú getur átt allt gull heimsins en ef það er engin manneskja sem er þjálfuð og getur sagt þér hvernig þú átt að meðhöndla barnið þitt, þá er þetta búið,“ segir Ilirjan sem er að þrotum kominn. Hann er vel menntaður rafeindafræðingur og segist hafa góðar tekjur, hann hafi engan áhuga á að verða baggi á íslensku samfélagi. Hann vill starfa hér og konan hans líka en hún er deildarstjóri í banka. Eina ástæða þess að þau vilji yfirgefa Albaníu sé vonin um að barnið hans fái viðeigandi aðstoð og fjölskyldan geti lifað eðlilegu lífi. Finnst hann þurfa að láta sér blæða á hverjum degi „Áráttur eru mjög áberandi og truflandi og hafa yfirtekið nær allt hans líf og hafa mikil áhrif á daglegt líf,“ segir í mati á ástandi Gleni frá ÁS einhverfuráðgjöf sem Fréttablaðið hefur undir höndum. „Þráhyggjuhugsanir eru yfirþyrmandi og Gleni bítur í sig ýmsar hugmyndir sem hann festist í svo sem að þvo sér ekki, borða ekki, hafa ekki hægðir og enn alvarlegra er að hann trúir að honum sé stýrt af djöflinum og hann þurfi að láta sér blæða á hverjum degi.“ Í matinu kemur fram að faðir Gleni sé ráðþrota og örþreyttur. Gleni þurfi vistun utan heimilis til þess að brjóta upp óæskilegt og alvarlegt hegðunarmynstur. „Í ljósi alvarlegra aðstæðna þessara feðga tel ég ljóst að hefðbundin einhverfuráðgjöf dugi skammt og grípa þurfi til stærri aðgerða,“ segir einhverfuráðgjafi sem heimsótti feðgana á heimili þeirra hér á landi í lok október. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
„Án þjónustu, án hjálpar er þetta barn að sökkva og það er að taka fjölskylduna sína með sér. Við erum að sökkva með barninu. Það er ekkert líf fyrir okkur í Albaníu,“ segir faðir sautján ára drengs frá Albaníu sem hefur sótt um hæli hér á landi af mannúðarástæðum. Drengurinn heitir Gleni Peco en hann er haldinn alvarlegri einhverfu, flogaveiki og þunglyndi. Hann á erfitt með tjáskipti og því talar faðir hans, Ilirjan Peco, fyrir hans hönd. Útlendingastofnun hefur hafnað umsókn feðganna en lögmaður þeirra, Leifur Runólfsson, bindur vonir við að innanríkisráðuneytið muni snúa þeirri ákvörðun við. „Drengurinn er mjög alvarlega veikur að mínu mati,“ segir Leifur. Síðan Útlendingastofnun tók ákvörðun sína hafa borist gögn til landsins sem sýna það svart á hvítu að engin aðstoð er í boði fyrir Gleni í heimalandinu og mat einhverfuráðgjafa liggur fyrir sem staðfestir hversu alvarlegt ástandið er í raun og veru. „Það er ákvæði í útlendingalögum sem gefur heimild til þess að veita útlendingi dvalarleyfi af heilbrigðisástæðum,“ útskýrir Leifur en áskilið er að um lífshættulegan sjúkdóm sé að ræða og að viðeigandi heilbrigðisaðstoð sé ekki í boði í heimalandinu. Albanía er mjög aftarlega á merinni þegar kemur að meðhöndlun einhverfu. Hugtakið var ekki til umræðu þar í landi fyrr en á árinu 2009 og þjónusta við einhverfa takmarkast við eina einkarekna stofnun í úthverfi Tírana, höfuðborgar landsins. Þar geta börn frá tveggja ára aldri til tíu ára aldurs fengið meðhöndlun en engin þjónusta er í boði fyrir þá sem eldri eru. Þetta er staðfest í gögnum frá heilbrigðisráðuneyti Albaníu sem Fréttablaðið hefur undir höndum.Feðgar Ilirjan Peco vill fá aðstoð fyrir drenginn sinn, Gleni, sem er alvarlega veikur með einhverfu á háu stigi. Fréttablaðið/VilhelmStjórnar fjölskyldunni með hótunum Gleni var ekki greindur með einhverfu fyrr en á unglingsaldri og því hefur hvorki hann né fjölskylda hans fengið neina aðstoð frá faglærðum einstaklingi. „Hann stjórnar fjölskyldunni,“ útskýrir faðirinn sem talar með aðstoð albansks túlks. „Hann segir hvenær mamma hans má koma heim, stundum þarf ég að vera úti með systur hans í einhverja tíma þangað til Gleni gefur okkur leyfi til þess að koma heim. Ef við gerum ekki eins og hann segir þá hótar hann að drepa sig. Þetta er mjög erfitt líf.“ Eftir því sem Gleni eldist verður hann árásargjarnari og hefur hann beitt móður sína og systur líkamlegu ofbeldi. Hann neitar að þvo sér og segir að sér sé stjórnað af röddum í höfðinu á sér. „Þú getur átt allt gull heimsins en ef það er engin manneskja sem er þjálfuð og getur sagt þér hvernig þú átt að meðhöndla barnið þitt, þá er þetta búið,“ segir Ilirjan sem er að þrotum kominn. Hann er vel menntaður rafeindafræðingur og segist hafa góðar tekjur, hann hafi engan áhuga á að verða baggi á íslensku samfélagi. Hann vill starfa hér og konan hans líka en hún er deildarstjóri í banka. Eina ástæða þess að þau vilji yfirgefa Albaníu sé vonin um að barnið hans fái viðeigandi aðstoð og fjölskyldan geti lifað eðlilegu lífi. Finnst hann þurfa að láta sér blæða á hverjum degi „Áráttur eru mjög áberandi og truflandi og hafa yfirtekið nær allt hans líf og hafa mikil áhrif á daglegt líf,“ segir í mati á ástandi Gleni frá ÁS einhverfuráðgjöf sem Fréttablaðið hefur undir höndum. „Þráhyggjuhugsanir eru yfirþyrmandi og Gleni bítur í sig ýmsar hugmyndir sem hann festist í svo sem að þvo sér ekki, borða ekki, hafa ekki hægðir og enn alvarlegra er að hann trúir að honum sé stýrt af djöflinum og hann þurfi að láta sér blæða á hverjum degi.“ Í matinu kemur fram að faðir Gleni sé ráðþrota og örþreyttur. Gleni þurfi vistun utan heimilis til þess að brjóta upp óæskilegt og alvarlegt hegðunarmynstur. „Í ljósi alvarlegra aðstæðna þessara feðga tel ég ljóst að hefðbundin einhverfuráðgjöf dugi skammt og grípa þurfi til stærri aðgerða,“ segir einhverfuráðgjafi sem heimsótti feðgana á heimili þeirra hér á landi í lok október.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira