Rektor MR óttast að yfir 100 störf tapist Haraldur Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2014 07:00 Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara eru um 1.750 talsins. Vísir/Vilhelm Fækkun nemenda við menntaskólana gæti leitt til þess að skólarnir þurfi að fækka stöðugildum um meira en hundrað. Þetta segir Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík (MR), en hann segir útlit fyrir að nýnemum við skólann fækki um 75 næsta ár. Í síðustu viku greindi Fréttablaðið frá því að útlit væri fyrir fækkun um 20 kennara. Yngvi telur að fjöldinn sé mun meiri.Yngvi Pétursson„Það er talað um að fækka þeim nemendum sem ríkið ætlar að borga með á ári um 1.608, frá fjárlögum 2014, sem þýðir að niðurskurðurinn gæti haft áhrif á yfir 100 stöðugildi í framhaldsskólunum,“ segir Yngvi. Hann bendir á að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að ársnemendum framhaldsskólanna fækki um 916. Hins vegar fækki þeim samtals um 1.608 frá fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2014. „Við getum ekki brugðist við þessum breytingum fyrr en á miðju næsta ári. Umræðan hefur nánast einungis snúist um skóla sem þurfa að vísa frá nemendum sem eru 25 ára og eldri. Hins vegar er nemendum að fækka í öllum skólum.“ MR tekur inn um 250 nýnema á hverju ári. Yngvi segir stefna í að skólinn geti einungis tekið inn um 175 nýnema þegar skólaárið 2015/2016 hefst, ef frumvarpið verður að lögum. Skólinn þyrfti þá að leggja niður fjögur stöðugildi. „Hins vegar vitum við ekki hvernig staðan verður í vor og ég vona að frumvarpið taki breytingum á Alþingi.“Guðríður ArnardóttirGuðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir félagsmenn hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og framtíð skólanna. „Það segir sig sjálft að þegar það er svona mikill niðurskurður í fjármagni til skólanna, og þegar þú fækkar nemendum þetta mikið eins og raunin virðist ætla að verða, að það muni hafa í för með sér fækkun í stéttinni,“ segir Guðríður. „Það hefur verið nokkuð óljóst hvernig standa á að þessum breytingum og ekki einungis vegna þessara áforma um að fækka nemendaígildunum heldur líka vegna styttingaráformanna. Um leið og þú fækkar áföngum til stúdentsprófs þá þarftu færri kennara. En ég held enn í vonina um að stjórnvöld veiti áfram svigrúm fyrir þessa fjölbreytni og sveigjanleika sem við höfum verið svo stolt af í framhaldsskólunum.“ Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Fækkun nemenda við menntaskólana gæti leitt til þess að skólarnir þurfi að fækka stöðugildum um meira en hundrað. Þetta segir Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík (MR), en hann segir útlit fyrir að nýnemum við skólann fækki um 75 næsta ár. Í síðustu viku greindi Fréttablaðið frá því að útlit væri fyrir fækkun um 20 kennara. Yngvi telur að fjöldinn sé mun meiri.Yngvi Pétursson„Það er talað um að fækka þeim nemendum sem ríkið ætlar að borga með á ári um 1.608, frá fjárlögum 2014, sem þýðir að niðurskurðurinn gæti haft áhrif á yfir 100 stöðugildi í framhaldsskólunum,“ segir Yngvi. Hann bendir á að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að ársnemendum framhaldsskólanna fækki um 916. Hins vegar fækki þeim samtals um 1.608 frá fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2014. „Við getum ekki brugðist við þessum breytingum fyrr en á miðju næsta ári. Umræðan hefur nánast einungis snúist um skóla sem þurfa að vísa frá nemendum sem eru 25 ára og eldri. Hins vegar er nemendum að fækka í öllum skólum.“ MR tekur inn um 250 nýnema á hverju ári. Yngvi segir stefna í að skólinn geti einungis tekið inn um 175 nýnema þegar skólaárið 2015/2016 hefst, ef frumvarpið verður að lögum. Skólinn þyrfti þá að leggja niður fjögur stöðugildi. „Hins vegar vitum við ekki hvernig staðan verður í vor og ég vona að frumvarpið taki breytingum á Alþingi.“Guðríður ArnardóttirGuðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir félagsmenn hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og framtíð skólanna. „Það segir sig sjálft að þegar það er svona mikill niðurskurður í fjármagni til skólanna, og þegar þú fækkar nemendum þetta mikið eins og raunin virðist ætla að verða, að það muni hafa í för með sér fækkun í stéttinni,“ segir Guðríður. „Það hefur verið nokkuð óljóst hvernig standa á að þessum breytingum og ekki einungis vegna þessara áforma um að fækka nemendaígildunum heldur líka vegna styttingaráformanna. Um leið og þú fækkar áföngum til stúdentsprófs þá þarftu færri kennara. En ég held enn í vonina um að stjórnvöld veiti áfram svigrúm fyrir þessa fjölbreytni og sveigjanleika sem við höfum verið svo stolt af í framhaldsskólunum.“
Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira