Eldgosið einstakt á heimsvísu Svavar Hávarðsson skrifar 31. október 2014 17:30 Það er sama hvernig á það er litið; eldgosið í Holuhrauni er þegar orðið einstakt á heimsvísu. mynd/MortenRiishuus Nú liggur ljóst fyrir að hraunið sem rennur frá eldstöðinni í Holuhrauni er það mesta sem komið hefur upp á Íslandi í 230 ár. Umbrotin öll eru einstök í öllum samanburði við fyrri eldgos á Íslandi – en það eru þau einnig á heimsvísu. Fyrr í vikunni gáfu jarðvísindamenn það út í eitt skipti fyrir öll að nýja hraunið sem stækkar dag frá degi norðan Vatnajökuls, og margir vilja kalla Nornahraun, er stærra en öll önnur síðan Skaftáreldar brunnu árin 1783 til 1784 – eldgos sem hafði meiri og alvarlegri afleiðingar en flest önnur á sögulegum tíma. Hraunið hefur nú náð að þekja 65 ferkílómetra lands á flæðunum norðan Dyngjujökuls og stækkar hratt.Ármann HöskuldssonFimm eldgos Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að eldgosið hafi mallað í svipuðum takti allt frá 6. október, og með öllu ófyrirséð hvenær því lýkur. Eins og áður hefur komið fram má heita fyrirséð að annað gos hefjist innan ekki langs tíma, miðað við óbreytta virkni og gliðnun lands. Segja megi með algjörri vissu að fimm eldgos hafi þegar orðið á svæðinu; tvö undir jökli og tvö lítil utan hans að viðbættu því sem nú er uppi. „Þó að tekið sé að draga úr rennslinu þá er það engu að síður um 100 rúmmetrar á sekúndu, sem jafngildir rennsli Skjálfandafljóts að sumri. Rennslið var hins vegar ofboðslegt í upphafi og má líkja við rennsli Ölfusár í mesta ham eða þrefalt meira,“ segir Ármann og bætir við að í október hafi hraunrennslið þakið um 20 fermetra lands á hverri sekúndu. Ármann tekur undir að umbrotin séu söguleg og hafi reyndar verið orðin það strax á fyrstu vikunni. „Mönnum er tamt að tala um stærð eldgosa með því að skoða hvað margir rúmmetrar gosefna koma upp, en það er ekki góður mælikvarði. Þetta snýst frekar um hversu hratt gosefnin koma upp. Það er hægt að tala um mikið rúmmál eldgosa sem tekur áratugi eða árhundruð að koma upp úr eldfjallinu. Hér erum við að fá ofboðslegt magn upp á mjög stuttum tíma. Holuhraun kláraði Fimmvörðuháls að magni til fyrir hádegi fyrsta daginn, og þó gaus þar í tvær vikur. Við vissum það á fyrstu fimm, sex dögunum að við vorum að glíma við eitthvað sem við höfðum ekki séð áður,“ segir Ármann sem telur að heildarmagn hraunsins núna sé um milljón rúmkílómetrar, en í Heklugosinu 1947, sem gjarnan er litið til í samanburði við stærstu eldgosin hér á landi, rann töluvert miklu minni hraunmassi. „Þetta er eiginlega búið að sprengja allt sem við þekkjum,“ segir Ármann.Gas, gas! Gasmengunin frá eldstöðinni er það sem veldur mestum áhyggjum í dag, en svo var ekki í upphafi. Þá var kraftur gossins, og hitauppstreymi þess, svo mikill að eitruð gös fóru hátt í loft upp og enginn varð þess var. Síðar, þegar krafturinn minnkaði, hefur gasið legið með landinu og verið til óþurftar. Ekki er séð fyrir endann á þessu vandamáli, þó síður sé, enda líklegt að veðurskilyrði í vetur komi til með að auka enn á vandann – sérstaklega í froststillum, eins og Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, hefur bent á. „Þetta vandamál vex bara með tímanum og ólíklegt að þetta gos muni gefa í aftur og þeyta eitrinu aftur hátt upp,“ segir Ármann.Ísland og heimurinn Þó horft sé út fyrir landsteinana þá breytist myndin ekkert, bendir Ármann á. „Það þarf að fara langt aftur, sennilega er mikið hraungos á Kanaríeyjum einhverjum áratugum áður en Lakagosið hófst, 1730 til 1750, stærra en þetta hraungos. Holuhraunsgosið er því á heimsmælikvarða þegar orðið mjög áhugavert. Þetta er einfaldlega stærsta hraungos sem við höfum séð síðan á 18. öld, alveg sama hvort við horfum á Ísland eða heiminn allan.“Eldhjarta Þegar spurt er frekar um framgang gossins og sérstöðu þess, þá hefur þegar gosið lengur í Holuhrauni en á Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli til samans. Eins segir Ármann að kvikan sem nú kemur upp sé óvenjulega heit; rúmlega 1.200 gráður sem er hundrað til 200 gráðum heitara en kvika hefur mælst í öðrum þekktum eldgosum. „Það styður þær hugmyndir að við séum að rífa þakið á eldhjartanu sjálfu; heita reitnum hér undir landinu og séum að tappa beint upp úr möttlinum og upp á yfirborð,“ segir Ármann og segir að kannski þess vegna sé erfitt að spá um goslok.Bárðarbunga Hér er þó aðeins hálf sagan sögð. Ármann getur þess að íslenskir jarðvísindamenn hafi lagst yfir allar sínar skruddur í leit að dæmum um atburðarás sem er áþekk þeirri sem landsmenn hafa fylgst með í Bárðarbungu undanfarnar vikur. „Bárðarbunga er stórt áhyggjuefni og þetta hefur aldrei áður sést. Þessi mikli fjöldi stórra jarðskjálfta; oft margir á dag, dögum og vikum saman. Við höfum flett upp á öllum þeim eldfjöllum sem fylgst hefur verið með, og þetta er óþekkt með öllu. Það flækir þessa mynd í heild sinni, því við vitum ekki hvað þetta boðar,“ segir Ármann sem bætir því við að þau gögn sem þegar hafa staflast upp hjá íslenskum vísindamönnum síðan í ágúst muni verða verkefni næstu ára við úrvinnslu. Sú þekkingarleit gæti þó tekið ófyrirsjáanlegan tíma því eldgosið í Holuhrauni er vísast aðeins upphafið að mun lengri atburðarás í og við Vatnajökul.11: 25 Árétting. Í greininni notar höfundur nafngiftina "Nornahraun" yfir nýja hraunið sem rennur frá eldstöðinni í Holuhrauni. Það skal tekið fram að þar ræður smekkur þess sem heldur á penna, en nýja hraunið hefur ekki hlotið neitt nafn ennþá og eru ýmsar hugmyndir uppi um hvaða nafn klæði hraunið best. Nafngiftin mun ekki liggja fyrir í bráð. Bárðarbunga Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Nú liggur ljóst fyrir að hraunið sem rennur frá eldstöðinni í Holuhrauni er það mesta sem komið hefur upp á Íslandi í 230 ár. Umbrotin öll eru einstök í öllum samanburði við fyrri eldgos á Íslandi – en það eru þau einnig á heimsvísu. Fyrr í vikunni gáfu jarðvísindamenn það út í eitt skipti fyrir öll að nýja hraunið sem stækkar dag frá degi norðan Vatnajökuls, og margir vilja kalla Nornahraun, er stærra en öll önnur síðan Skaftáreldar brunnu árin 1783 til 1784 – eldgos sem hafði meiri og alvarlegri afleiðingar en flest önnur á sögulegum tíma. Hraunið hefur nú náð að þekja 65 ferkílómetra lands á flæðunum norðan Dyngjujökuls og stækkar hratt.Ármann HöskuldssonFimm eldgos Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að eldgosið hafi mallað í svipuðum takti allt frá 6. október, og með öllu ófyrirséð hvenær því lýkur. Eins og áður hefur komið fram má heita fyrirséð að annað gos hefjist innan ekki langs tíma, miðað við óbreytta virkni og gliðnun lands. Segja megi með algjörri vissu að fimm eldgos hafi þegar orðið á svæðinu; tvö undir jökli og tvö lítil utan hans að viðbættu því sem nú er uppi. „Þó að tekið sé að draga úr rennslinu þá er það engu að síður um 100 rúmmetrar á sekúndu, sem jafngildir rennsli Skjálfandafljóts að sumri. Rennslið var hins vegar ofboðslegt í upphafi og má líkja við rennsli Ölfusár í mesta ham eða þrefalt meira,“ segir Ármann og bætir við að í október hafi hraunrennslið þakið um 20 fermetra lands á hverri sekúndu. Ármann tekur undir að umbrotin séu söguleg og hafi reyndar verið orðin það strax á fyrstu vikunni. „Mönnum er tamt að tala um stærð eldgosa með því að skoða hvað margir rúmmetrar gosefna koma upp, en það er ekki góður mælikvarði. Þetta snýst frekar um hversu hratt gosefnin koma upp. Það er hægt að tala um mikið rúmmál eldgosa sem tekur áratugi eða árhundruð að koma upp úr eldfjallinu. Hér erum við að fá ofboðslegt magn upp á mjög stuttum tíma. Holuhraun kláraði Fimmvörðuháls að magni til fyrir hádegi fyrsta daginn, og þó gaus þar í tvær vikur. Við vissum það á fyrstu fimm, sex dögunum að við vorum að glíma við eitthvað sem við höfðum ekki séð áður,“ segir Ármann sem telur að heildarmagn hraunsins núna sé um milljón rúmkílómetrar, en í Heklugosinu 1947, sem gjarnan er litið til í samanburði við stærstu eldgosin hér á landi, rann töluvert miklu minni hraunmassi. „Þetta er eiginlega búið að sprengja allt sem við þekkjum,“ segir Ármann.Gas, gas! Gasmengunin frá eldstöðinni er það sem veldur mestum áhyggjum í dag, en svo var ekki í upphafi. Þá var kraftur gossins, og hitauppstreymi þess, svo mikill að eitruð gös fóru hátt í loft upp og enginn varð þess var. Síðar, þegar krafturinn minnkaði, hefur gasið legið með landinu og verið til óþurftar. Ekki er séð fyrir endann á þessu vandamáli, þó síður sé, enda líklegt að veðurskilyrði í vetur komi til með að auka enn á vandann – sérstaklega í froststillum, eins og Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, hefur bent á. „Þetta vandamál vex bara með tímanum og ólíklegt að þetta gos muni gefa í aftur og þeyta eitrinu aftur hátt upp,“ segir Ármann.Ísland og heimurinn Þó horft sé út fyrir landsteinana þá breytist myndin ekkert, bendir Ármann á. „Það þarf að fara langt aftur, sennilega er mikið hraungos á Kanaríeyjum einhverjum áratugum áður en Lakagosið hófst, 1730 til 1750, stærra en þetta hraungos. Holuhraunsgosið er því á heimsmælikvarða þegar orðið mjög áhugavert. Þetta er einfaldlega stærsta hraungos sem við höfum séð síðan á 18. öld, alveg sama hvort við horfum á Ísland eða heiminn allan.“Eldhjarta Þegar spurt er frekar um framgang gossins og sérstöðu þess, þá hefur þegar gosið lengur í Holuhrauni en á Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli til samans. Eins segir Ármann að kvikan sem nú kemur upp sé óvenjulega heit; rúmlega 1.200 gráður sem er hundrað til 200 gráðum heitara en kvika hefur mælst í öðrum þekktum eldgosum. „Það styður þær hugmyndir að við séum að rífa þakið á eldhjartanu sjálfu; heita reitnum hér undir landinu og séum að tappa beint upp úr möttlinum og upp á yfirborð,“ segir Ármann og segir að kannski þess vegna sé erfitt að spá um goslok.Bárðarbunga Hér er þó aðeins hálf sagan sögð. Ármann getur þess að íslenskir jarðvísindamenn hafi lagst yfir allar sínar skruddur í leit að dæmum um atburðarás sem er áþekk þeirri sem landsmenn hafa fylgst með í Bárðarbungu undanfarnar vikur. „Bárðarbunga er stórt áhyggjuefni og þetta hefur aldrei áður sést. Þessi mikli fjöldi stórra jarðskjálfta; oft margir á dag, dögum og vikum saman. Við höfum flett upp á öllum þeim eldfjöllum sem fylgst hefur verið með, og þetta er óþekkt með öllu. Það flækir þessa mynd í heild sinni, því við vitum ekki hvað þetta boðar,“ segir Ármann sem bætir því við að þau gögn sem þegar hafa staflast upp hjá íslenskum vísindamönnum síðan í ágúst muni verða verkefni næstu ára við úrvinnslu. Sú þekkingarleit gæti þó tekið ófyrirsjáanlegan tíma því eldgosið í Holuhrauni er vísast aðeins upphafið að mun lengri atburðarás í og við Vatnajökul.11: 25 Árétting. Í greininni notar höfundur nafngiftina "Nornahraun" yfir nýja hraunið sem rennur frá eldstöðinni í Holuhrauni. Það skal tekið fram að þar ræður smekkur þess sem heldur á penna, en nýja hraunið hefur ekki hlotið neitt nafn ennþá og eru ýmsar hugmyndir uppi um hvaða nafn klæði hraunið best. Nafngiftin mun ekki liggja fyrir í bráð.
Bárðarbunga Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira