Stormur í hausnum á meðan maður hugsaði málið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. október 2014 07:00 Finnur Orri Margeirsson skiptir úr grænum búningi Breiðabliks yfir í svarthvítan hluta Hafnarfjarðar. Vísir/Valli Finnur Orri Margeirsson samdi í gær við FH til næstu þriggja ára en þessi öflugi miðjumaður yfirgefur þar með uppeldisfélag sitt, Breiðablik. Á endanum stóð valið á milli FH, KR og Breiðabliks en Finnur Orri, sem var samningslaus eftir tímabilið, segist sáttur við ákvörðun sína þó að hún hafi vissulega verið erfið. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Breiðablik árið 2008, þá sautján ára gamall, og á alls 163 leiki að baki í deild og bikar fyrir félagið. „Það var fyrst og fremst erfitt að fara frá Breiðabliki og gaf ég mér smá tíma í að taka þessa ákvörðun. Það var smá stormur hausnum á manni á meðan maður hugsaði málið en það er gott að vera búinn að taka þessa ákvörðun. Það er ákveðinn léttir,“ segir Finnur Orri sem segir spennandi tilhugsun að skipta yfir í FH. Finnur Orri, sem er 23 ára, er miðjumaður og vill spila sem slíkur, þó svo að hann hafi oft gegnt hluti miðvarðar þegar þess gerðist þörf hjá Breiðabliki. „Ég geri sjálfur miklar kröfur til mín um að standa mig í þeirri stöðu og ég tel mig geta staðið undir því. Miðjan er mín staða og ræddi ég um það við FH-inga. Það er auðvitað mikil samkeppni um þá stöðu en ég hlakka til að takast á við það.“ Kassim Doumbia var sem kunnugt er dæmdur í fjögurra leikja bann eftir að upp úr sauð eftir úrslitaleik FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla í haust en Finnur Orri segir að hann muni ekki leysa hann af. „Ég tel að FH sé með öfluga varnarmenn og efast ekki um að þeir komist í gegnum leikbann hjá Doumbia. Þeir hafa gert það áður.“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir sjálfur í samtali við Fréttablaðið að Finnur Orri sé kominn til FH sem miðjumaður. „Við teljum að hann sé betri miðjumaður en varnarmaður,“ segir Heimir sem segir að það sé mikill fengur að hafa fengið Finn Orra. „Hann býr yfir mikilli reynslu þrátt fyrir ungan aldur, bæði úr deildinni hér heima og Evrópukeppni. Þetta er góð lausn fyrir okkur, nú þegar Hólmar Örn [Rúnarsson] er farinn í Keflavík. Við væntum mikils af honum.“ Finnur Orri útilokar þó ekki að fara í atvinnumennsku ef slíkt tækifæri kemur upp. „Ef eitthvað kemur upp verður það skoðað í samráði við FH.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Finnur Orri búinn að semja við FH FH-ingar fengu flottan liðsstyrk í dag þegar Finnur Orri Margeirsson skrifaði undir samning við félagið. 24. október 2014 12:46 Finnur Orri yfirgefur Breiðablik Fyrirliðinn ætlar að reyna fyrir sér annars staðar, en hann hefur rætt við FH og KR. 24. október 2014 07:00 Finnur Orri mun ganga í raðir FH Fyrirliði Breiðabliks spilar með FH á næstu leiktíð í Pepsi-deildinni. 24. október 2014 10:54 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Finnur Orri Margeirsson samdi í gær við FH til næstu þriggja ára en þessi öflugi miðjumaður yfirgefur þar með uppeldisfélag sitt, Breiðablik. Á endanum stóð valið á milli FH, KR og Breiðabliks en Finnur Orri, sem var samningslaus eftir tímabilið, segist sáttur við ákvörðun sína þó að hún hafi vissulega verið erfið. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Breiðablik árið 2008, þá sautján ára gamall, og á alls 163 leiki að baki í deild og bikar fyrir félagið. „Það var fyrst og fremst erfitt að fara frá Breiðabliki og gaf ég mér smá tíma í að taka þessa ákvörðun. Það var smá stormur hausnum á manni á meðan maður hugsaði málið en það er gott að vera búinn að taka þessa ákvörðun. Það er ákveðinn léttir,“ segir Finnur Orri sem segir spennandi tilhugsun að skipta yfir í FH. Finnur Orri, sem er 23 ára, er miðjumaður og vill spila sem slíkur, þó svo að hann hafi oft gegnt hluti miðvarðar þegar þess gerðist þörf hjá Breiðabliki. „Ég geri sjálfur miklar kröfur til mín um að standa mig í þeirri stöðu og ég tel mig geta staðið undir því. Miðjan er mín staða og ræddi ég um það við FH-inga. Það er auðvitað mikil samkeppni um þá stöðu en ég hlakka til að takast á við það.“ Kassim Doumbia var sem kunnugt er dæmdur í fjögurra leikja bann eftir að upp úr sauð eftir úrslitaleik FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla í haust en Finnur Orri segir að hann muni ekki leysa hann af. „Ég tel að FH sé með öfluga varnarmenn og efast ekki um að þeir komist í gegnum leikbann hjá Doumbia. Þeir hafa gert það áður.“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir sjálfur í samtali við Fréttablaðið að Finnur Orri sé kominn til FH sem miðjumaður. „Við teljum að hann sé betri miðjumaður en varnarmaður,“ segir Heimir sem segir að það sé mikill fengur að hafa fengið Finn Orra. „Hann býr yfir mikilli reynslu þrátt fyrir ungan aldur, bæði úr deildinni hér heima og Evrópukeppni. Þetta er góð lausn fyrir okkur, nú þegar Hólmar Örn [Rúnarsson] er farinn í Keflavík. Við væntum mikils af honum.“ Finnur Orri útilokar þó ekki að fara í atvinnumennsku ef slíkt tækifæri kemur upp. „Ef eitthvað kemur upp verður það skoðað í samráði við FH.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Finnur Orri búinn að semja við FH FH-ingar fengu flottan liðsstyrk í dag þegar Finnur Orri Margeirsson skrifaði undir samning við félagið. 24. október 2014 12:46 Finnur Orri yfirgefur Breiðablik Fyrirliðinn ætlar að reyna fyrir sér annars staðar, en hann hefur rætt við FH og KR. 24. október 2014 07:00 Finnur Orri mun ganga í raðir FH Fyrirliði Breiðabliks spilar með FH á næstu leiktíð í Pepsi-deildinni. 24. október 2014 10:54 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Finnur Orri búinn að semja við FH FH-ingar fengu flottan liðsstyrk í dag þegar Finnur Orri Margeirsson skrifaði undir samning við félagið. 24. október 2014 12:46
Finnur Orri yfirgefur Breiðablik Fyrirliðinn ætlar að reyna fyrir sér annars staðar, en hann hefur rætt við FH og KR. 24. október 2014 07:00
Finnur Orri mun ganga í raðir FH Fyrirliði Breiðabliks spilar með FH á næstu leiktíð í Pepsi-deildinni. 24. október 2014 10:54