Ekkert sjálfgefið að flytja heim með þrjár stelpur Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2014 07:00 Jóhannes Harðarson þjálfar ÍBV næstu þrjú árin. Mynd/ÍBV Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson var ráðinn þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla í fótbolta í gær, en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Eyjamenn. Hann verður fimmti þjálfari ÍBV á jafnmörgum árum. „Með ráðningu Jóhannesar er lagt af stað í þriggja ára verkefni sem miðar að því að festa ÍBV í sessi sem Pepsi-deildarlið og byggja upp lið sem hefur það markmið að ná betri árangri en undanfarin ár,“ segir í fréttatilkynningu Eyjamanna, sem voru aðeins tveimur stigum frá því að falla úr efstu deild í sumar. Jóhannes kemur til Eyjamanna frá Flöy í Noregi þar sem hann hefur þjálfað í C-deildinni í Noregi undanfarin fimm ár. Hann á að baki farsælan feril sem leikmaður, en hann vann tvo Íslandsmeistaratitla með ÍA árin 1995 og 1996. Hann hélt utan í atvinnumennsku árið 2000 og hefur verið úti síðan.Leikmannamálin fyrst „Það er kannski rúm vika síðan við töluðum fyrst saman, en síðan þá hefur þetta gengið hratt og örugglega fyrir sig,“ sagði Jóhannes við íþróttadeild 365 eftir undirskriftina í gær, og leikmannamálin eru það fyrsta sem hann mun fara yfir. „Fyrst þarf að fara vel yfir leikmannamálin og ganga frá lausum endum í sambandi við þá leikmenn sem eru hér, eru á förum og hugsanlega að koma,“ sagði hann og bætti við: „Ég þarf að fá eins góða mynd af því og hægt er. Eins þarf ég að skoða leikmenn og leiki frá því í sumar sem gefur mér mynd af því hvernig liðið hefur verið og hvernig það hefur verið skipað. Það er mikilvægast núna að fá það á hreint.“ Aðeins fylgst meðFór út árið 2000 Jóhannes hefur ekki komið að íslenskum fótbolta síðan hann fór út til Hollands sem atvinnumaður árið 2000, en hann segist hafa fylgst eins vel og mögulegt var með boltanum hér heima. „Eins vel og ég hef haft tök á. Ég hef reynt að fylgjast vel með, en það er takmarkað hvað maður sér af leikjum og getur fylgst með leikmönnum. En ég er með ágætis mynd í huganum af því hvernig styrkleikinn er.“ Dean Martin, sem var aðstoðarmaður Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, verður að öllum líkindum ekki Jóhannesi til aðstoðar. Hann segist ekki vera byrjaður að skoða aðstoðarþjálfara. „Nei, ekki beint. Við erum að skoða það og sjá hvað er í boði og hvernig við leysum það. Við byrjum á leikmannamálunum áður en við skoðum eitthvað annað.“ Spennandi að koma heim Jóhannes hefur dvalið lengi úti sem fyrr segir og það var ekkert sjálfsagt að koma heim eftir allan þennan tíma. Verkefnið hjá ÍBV var þó of spennandi til að hafna. „Það hefur blundað í manni í nokkur ár að flytja heim. Við erum náttúrulega búin að vera úti í 13-14 ár og búin að vera það lengi að það var ekkert sjálfgefið að flytja heim með þrjár stelpur. Þær eru náttúrulega orðnar rótgrónar þar sem við bjuggum,“ sagði hann. „En þetta var það spennandi að okkur langaði að láta reyna á þetta þannig að vonandi endist þetta jafnlengi og samningurinn segir til um,“ sagði Jóhannes Harðarson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira
Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson var ráðinn þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla í fótbolta í gær, en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Eyjamenn. Hann verður fimmti þjálfari ÍBV á jafnmörgum árum. „Með ráðningu Jóhannesar er lagt af stað í þriggja ára verkefni sem miðar að því að festa ÍBV í sessi sem Pepsi-deildarlið og byggja upp lið sem hefur það markmið að ná betri árangri en undanfarin ár,“ segir í fréttatilkynningu Eyjamanna, sem voru aðeins tveimur stigum frá því að falla úr efstu deild í sumar. Jóhannes kemur til Eyjamanna frá Flöy í Noregi þar sem hann hefur þjálfað í C-deildinni í Noregi undanfarin fimm ár. Hann á að baki farsælan feril sem leikmaður, en hann vann tvo Íslandsmeistaratitla með ÍA árin 1995 og 1996. Hann hélt utan í atvinnumennsku árið 2000 og hefur verið úti síðan.Leikmannamálin fyrst „Það er kannski rúm vika síðan við töluðum fyrst saman, en síðan þá hefur þetta gengið hratt og örugglega fyrir sig,“ sagði Jóhannes við íþróttadeild 365 eftir undirskriftina í gær, og leikmannamálin eru það fyrsta sem hann mun fara yfir. „Fyrst þarf að fara vel yfir leikmannamálin og ganga frá lausum endum í sambandi við þá leikmenn sem eru hér, eru á förum og hugsanlega að koma,“ sagði hann og bætti við: „Ég þarf að fá eins góða mynd af því og hægt er. Eins þarf ég að skoða leikmenn og leiki frá því í sumar sem gefur mér mynd af því hvernig liðið hefur verið og hvernig það hefur verið skipað. Það er mikilvægast núna að fá það á hreint.“ Aðeins fylgst meðFór út árið 2000 Jóhannes hefur ekki komið að íslenskum fótbolta síðan hann fór út til Hollands sem atvinnumaður árið 2000, en hann segist hafa fylgst eins vel og mögulegt var með boltanum hér heima. „Eins vel og ég hef haft tök á. Ég hef reynt að fylgjast vel með, en það er takmarkað hvað maður sér af leikjum og getur fylgst með leikmönnum. En ég er með ágætis mynd í huganum af því hvernig styrkleikinn er.“ Dean Martin, sem var aðstoðarmaður Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, verður að öllum líkindum ekki Jóhannesi til aðstoðar. Hann segist ekki vera byrjaður að skoða aðstoðarþjálfara. „Nei, ekki beint. Við erum að skoða það og sjá hvað er í boði og hvernig við leysum það. Við byrjum á leikmannamálunum áður en við skoðum eitthvað annað.“ Spennandi að koma heim Jóhannes hefur dvalið lengi úti sem fyrr segir og það var ekkert sjálfsagt að koma heim eftir allan þennan tíma. Verkefnið hjá ÍBV var þó of spennandi til að hafna. „Það hefur blundað í manni í nokkur ár að flytja heim. Við erum náttúrulega búin að vera úti í 13-14 ár og búin að vera það lengi að það var ekkert sjálfgefið að flytja heim með þrjár stelpur. Þær eru náttúrulega orðnar rótgrónar þar sem við bjuggum,“ sagði hann. „En þetta var það spennandi að okkur langaði að láta reyna á þetta þannig að vonandi endist þetta jafnlengi og samningurinn segir til um,“ sagði Jóhannes Harðarson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira