Ekkert sjálfgefið að flytja heim með þrjár stelpur Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2014 07:00 Jóhannes Harðarson þjálfar ÍBV næstu þrjú árin. Mynd/ÍBV Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson var ráðinn þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla í fótbolta í gær, en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Eyjamenn. Hann verður fimmti þjálfari ÍBV á jafnmörgum árum. „Með ráðningu Jóhannesar er lagt af stað í þriggja ára verkefni sem miðar að því að festa ÍBV í sessi sem Pepsi-deildarlið og byggja upp lið sem hefur það markmið að ná betri árangri en undanfarin ár,“ segir í fréttatilkynningu Eyjamanna, sem voru aðeins tveimur stigum frá því að falla úr efstu deild í sumar. Jóhannes kemur til Eyjamanna frá Flöy í Noregi þar sem hann hefur þjálfað í C-deildinni í Noregi undanfarin fimm ár. Hann á að baki farsælan feril sem leikmaður, en hann vann tvo Íslandsmeistaratitla með ÍA árin 1995 og 1996. Hann hélt utan í atvinnumennsku árið 2000 og hefur verið úti síðan.Leikmannamálin fyrst „Það er kannski rúm vika síðan við töluðum fyrst saman, en síðan þá hefur þetta gengið hratt og örugglega fyrir sig,“ sagði Jóhannes við íþróttadeild 365 eftir undirskriftina í gær, og leikmannamálin eru það fyrsta sem hann mun fara yfir. „Fyrst þarf að fara vel yfir leikmannamálin og ganga frá lausum endum í sambandi við þá leikmenn sem eru hér, eru á förum og hugsanlega að koma,“ sagði hann og bætti við: „Ég þarf að fá eins góða mynd af því og hægt er. Eins þarf ég að skoða leikmenn og leiki frá því í sumar sem gefur mér mynd af því hvernig liðið hefur verið og hvernig það hefur verið skipað. Það er mikilvægast núna að fá það á hreint.“ Aðeins fylgst meðFór út árið 2000 Jóhannes hefur ekki komið að íslenskum fótbolta síðan hann fór út til Hollands sem atvinnumaður árið 2000, en hann segist hafa fylgst eins vel og mögulegt var með boltanum hér heima. „Eins vel og ég hef haft tök á. Ég hef reynt að fylgjast vel með, en það er takmarkað hvað maður sér af leikjum og getur fylgst með leikmönnum. En ég er með ágætis mynd í huganum af því hvernig styrkleikinn er.“ Dean Martin, sem var aðstoðarmaður Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, verður að öllum líkindum ekki Jóhannesi til aðstoðar. Hann segist ekki vera byrjaður að skoða aðstoðarþjálfara. „Nei, ekki beint. Við erum að skoða það og sjá hvað er í boði og hvernig við leysum það. Við byrjum á leikmannamálunum áður en við skoðum eitthvað annað.“ Spennandi að koma heim Jóhannes hefur dvalið lengi úti sem fyrr segir og það var ekkert sjálfsagt að koma heim eftir allan þennan tíma. Verkefnið hjá ÍBV var þó of spennandi til að hafna. „Það hefur blundað í manni í nokkur ár að flytja heim. Við erum náttúrulega búin að vera úti í 13-14 ár og búin að vera það lengi að það var ekkert sjálfgefið að flytja heim með þrjár stelpur. Þær eru náttúrulega orðnar rótgrónar þar sem við bjuggum,“ sagði hann. „En þetta var það spennandi að okkur langaði að láta reyna á þetta þannig að vonandi endist þetta jafnlengi og samningurinn segir til um,“ sagði Jóhannes Harðarson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson var ráðinn þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla í fótbolta í gær, en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Eyjamenn. Hann verður fimmti þjálfari ÍBV á jafnmörgum árum. „Með ráðningu Jóhannesar er lagt af stað í þriggja ára verkefni sem miðar að því að festa ÍBV í sessi sem Pepsi-deildarlið og byggja upp lið sem hefur það markmið að ná betri árangri en undanfarin ár,“ segir í fréttatilkynningu Eyjamanna, sem voru aðeins tveimur stigum frá því að falla úr efstu deild í sumar. Jóhannes kemur til Eyjamanna frá Flöy í Noregi þar sem hann hefur þjálfað í C-deildinni í Noregi undanfarin fimm ár. Hann á að baki farsælan feril sem leikmaður, en hann vann tvo Íslandsmeistaratitla með ÍA árin 1995 og 1996. Hann hélt utan í atvinnumennsku árið 2000 og hefur verið úti síðan.Leikmannamálin fyrst „Það er kannski rúm vika síðan við töluðum fyrst saman, en síðan þá hefur þetta gengið hratt og örugglega fyrir sig,“ sagði Jóhannes við íþróttadeild 365 eftir undirskriftina í gær, og leikmannamálin eru það fyrsta sem hann mun fara yfir. „Fyrst þarf að fara vel yfir leikmannamálin og ganga frá lausum endum í sambandi við þá leikmenn sem eru hér, eru á förum og hugsanlega að koma,“ sagði hann og bætti við: „Ég þarf að fá eins góða mynd af því og hægt er. Eins þarf ég að skoða leikmenn og leiki frá því í sumar sem gefur mér mynd af því hvernig liðið hefur verið og hvernig það hefur verið skipað. Það er mikilvægast núna að fá það á hreint.“ Aðeins fylgst meðFór út árið 2000 Jóhannes hefur ekki komið að íslenskum fótbolta síðan hann fór út til Hollands sem atvinnumaður árið 2000, en hann segist hafa fylgst eins vel og mögulegt var með boltanum hér heima. „Eins vel og ég hef haft tök á. Ég hef reynt að fylgjast vel með, en það er takmarkað hvað maður sér af leikjum og getur fylgst með leikmönnum. En ég er með ágætis mynd í huganum af því hvernig styrkleikinn er.“ Dean Martin, sem var aðstoðarmaður Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, verður að öllum líkindum ekki Jóhannesi til aðstoðar. Hann segist ekki vera byrjaður að skoða aðstoðarþjálfara. „Nei, ekki beint. Við erum að skoða það og sjá hvað er í boði og hvernig við leysum það. Við byrjum á leikmannamálunum áður en við skoðum eitthvað annað.“ Spennandi að koma heim Jóhannes hefur dvalið lengi úti sem fyrr segir og það var ekkert sjálfsagt að koma heim eftir allan þennan tíma. Verkefnið hjá ÍBV var þó of spennandi til að hafna. „Það hefur blundað í manni í nokkur ár að flytja heim. Við erum náttúrulega búin að vera úti í 13-14 ár og búin að vera það lengi að það var ekkert sjálfgefið að flytja heim með þrjár stelpur. Þær eru náttúrulega orðnar rótgrónar þar sem við bjuggum,“ sagði hann. „En þetta var það spennandi að okkur langaði að láta reyna á þetta þannig að vonandi endist þetta jafnlengi og samningurinn segir til um,“ sagði Jóhannes Harðarson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira