Komast fyrr í augnaðgerð ef borgað er úr eigin vasa Viktoría Hermannsdóttir skrifar 20. október 2014 07:00 Biðlistinn eftir að komast í aðgerð á augasteini er langur. Um 1.500 manns eru á biðlista eftir aðgerðum til þess að fjarlægja ský af augasteini. Um eins og hálfs árs bið er eftir aðgerðum sem borgaðar eru af Sjúkratryggingum en vilji fólk borga sjálft fyrir aðgerðina þá er aðeins nokkurra vikna bið. Aðgerðin kostar á bilinu 175 þúsund til 400 þúsund borgi fólk sjálft fyrir hana á einkastofu og fer verðið þá eftir því hvort gerð er aðgerð á öðru auganu eða báðum. „Það er nokkuð algengt að fólk ákveði að greiða fyrir aðgerðina sjálft. Þá er aðgerðin yfirleitt gerð innan nokkurra daga eða vikna,“ segir Óskar Jónsson augnlæknir hjá Sjónlagi. Aðgerðir sem kostaðar eru af Sjúkratryggingum Íslands til þess að fjarlægja ský af augasteini eru gerðar á augndeild Landspítalans og tveimur einkastofum. Á Landspítala eru gerðar eins margar aðgerðir og deildin ræður við að sögn Einars Stefánssonar, prófessors í augnlækningum og yfirlæknis augnlæknadeildar Landspítala. Þær hafa verið um 1.000 á ári en sú tala hefur farið lækkandi undanfarin ár að sögn Einars vegna þess að dregið hefur úr fjármagni til deildarinnar auk þess sem starfsfólki hefur fækkað. Til þess að mæta þessu hafa tvær einkastofur einnig gert þessar aðgerðir en viss kvóti er á aðgerðunum sem stofunum er skylt að skipta niður jafnt yfir árið. Töluvert meiri þörf er á aðgerðum en kvótinn gerir ráð fyrir og því býðst sjúklingum einnig að borga sjálfum fyrir aðgerðir. Hvor einkastofan um sig fær kvóta upp á 400 aðgerðir á ári.Einar Stefánsson„Það er þó ekki þannig að þú komist fram fyrir á biðlistanum heldur fara þeir sem sjálfir borga út af biðlistanum og komast þannig að fyrr,“ segir Eiríkur Þorgeirsson, augnlæknir hjá Lasersjón. „Það er mikil þörf á þessum aðgerðum og biðtíminn er orðinn eitt og hálft ár. Það sem er kannski verst við þessa löngu bið er að oft kemur í ljós þegar að aðgerðinni kemur að það er eitthvað allt annað að sem hefði átt að grípa inn í fyrr. Fólk veit að það er með ský á auga og þess vegna eðlilegt að sjón versni út af því. Þeir Óskar og Eiríkur eru sammála um að það sé miður að Sjúkratryggingar stækki ekki kvótann fyrir þessar aðgerðir þar sem þetta séu þær augnaðgerðir sem bæti hvað mest lífsgæði eldra fólks, sem er í meirihluta þeirra sem fara í aðgerðirnar. Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum og yfirlæknir augnlæknadeildar Landspítala, tekur undir það. „Það er stórkostlega meingölluð niðurstaða í okkar ríkisrekstri að við skulum neita þessu gamla fólki um þessi ódýru lífsgæði eins og við sóum fé í annað sem er minna brýnt,“ segir Einar. „Þessar aðgerðir bæta sennilega lífsgæði fólks einna mest af öllum aðgerðum. Þetta eru einna árangursríkustu aðgerðirnar hvað varðar lengd þeirra, kostnað og svo ávinninginn af þeim,“ segir Óskar. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Um 1.500 manns eru á biðlista eftir aðgerðum til þess að fjarlægja ský af augasteini. Um eins og hálfs árs bið er eftir aðgerðum sem borgaðar eru af Sjúkratryggingum en vilji fólk borga sjálft fyrir aðgerðina þá er aðeins nokkurra vikna bið. Aðgerðin kostar á bilinu 175 þúsund til 400 þúsund borgi fólk sjálft fyrir hana á einkastofu og fer verðið þá eftir því hvort gerð er aðgerð á öðru auganu eða báðum. „Það er nokkuð algengt að fólk ákveði að greiða fyrir aðgerðina sjálft. Þá er aðgerðin yfirleitt gerð innan nokkurra daga eða vikna,“ segir Óskar Jónsson augnlæknir hjá Sjónlagi. Aðgerðir sem kostaðar eru af Sjúkratryggingum Íslands til þess að fjarlægja ský af augasteini eru gerðar á augndeild Landspítalans og tveimur einkastofum. Á Landspítala eru gerðar eins margar aðgerðir og deildin ræður við að sögn Einars Stefánssonar, prófessors í augnlækningum og yfirlæknis augnlæknadeildar Landspítala. Þær hafa verið um 1.000 á ári en sú tala hefur farið lækkandi undanfarin ár að sögn Einars vegna þess að dregið hefur úr fjármagni til deildarinnar auk þess sem starfsfólki hefur fækkað. Til þess að mæta þessu hafa tvær einkastofur einnig gert þessar aðgerðir en viss kvóti er á aðgerðunum sem stofunum er skylt að skipta niður jafnt yfir árið. Töluvert meiri þörf er á aðgerðum en kvótinn gerir ráð fyrir og því býðst sjúklingum einnig að borga sjálfum fyrir aðgerðir. Hvor einkastofan um sig fær kvóta upp á 400 aðgerðir á ári.Einar Stefánsson„Það er þó ekki þannig að þú komist fram fyrir á biðlistanum heldur fara þeir sem sjálfir borga út af biðlistanum og komast þannig að fyrr,“ segir Eiríkur Þorgeirsson, augnlæknir hjá Lasersjón. „Það er mikil þörf á þessum aðgerðum og biðtíminn er orðinn eitt og hálft ár. Það sem er kannski verst við þessa löngu bið er að oft kemur í ljós þegar að aðgerðinni kemur að það er eitthvað allt annað að sem hefði átt að grípa inn í fyrr. Fólk veit að það er með ský á auga og þess vegna eðlilegt að sjón versni út af því. Þeir Óskar og Eiríkur eru sammála um að það sé miður að Sjúkratryggingar stækki ekki kvótann fyrir þessar aðgerðir þar sem þetta séu þær augnaðgerðir sem bæti hvað mest lífsgæði eldra fólks, sem er í meirihluta þeirra sem fara í aðgerðirnar. Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum og yfirlæknir augnlæknadeildar Landspítala, tekur undir það. „Það er stórkostlega meingölluð niðurstaða í okkar ríkisrekstri að við skulum neita þessu gamla fólki um þessi ódýru lífsgæði eins og við sóum fé í annað sem er minna brýnt,“ segir Einar. „Þessar aðgerðir bæta sennilega lífsgæði fólks einna mest af öllum aðgerðum. Þetta eru einna árangursríkustu aðgerðirnar hvað varðar lengd þeirra, kostnað og svo ávinninginn af þeim,“ segir Óskar.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira