Írska smjörfjallið fer allt í kálfafóður Sveinn Arnarsson skrifar 9. október 2014 07:00 Írska smjörfjallið er geymt í frystigeymslu á Akureyri sem er ekki í eigu MS mynd/auðunn níelsson Enn eru eftir um 32 tonn af írska smjörinu sem Mjólkursamsalan flutti inn til landsins fyrir jólin í fyrra vegna mögulegs skorts á smjöri. Smjörfjallið er geymt í frystigeymslu á Akureyri og mun fljótlega fara í gerð kálfafóðurs. 90 tonn af smjöri voru flutt inn til landsins fyrir jólin í fyrra í þremur gámum. „Þetta er það sem eftir er af þessu erlenda smjöri, við eigum ekki erlent smjör á lager annars staðar á landinu,“ segir Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar. Ein pakkning af Smjörva frá MS er 400 grömm að þyngd. Þrír fjórðu hlutar smjörvans er hreint smjör en fjórðungur er óhert vítamínbætt rapsolía. Því hefðu þessar írsku umframbirgðir af smjöri geta nýst í rúmar 106 þúsund pakkningar af Smjörva. Til samanburðar eru um 80 þúsund fjölskyldur í landinu og írska smjörfjallið hefði því geta nýst á hvert heimili í landinu. Um 60 tonn voru notuð af írska smjörinu í ostagerð fyrir jólin í fyrra. Sögðu forsvarsmenn MS á þeim tíma að vegna aukinnar sölu á rjóma og smjöri hefði þurft að grípa til þessa ráðs að flytja inn erlent smjör til íblöndunar svo ekki yrði skortur á smjöri fyrir jólin. Var írska smjörið notað í rifinn Mozzarella ost og einnig nokkrar tegundir af bræðsluostum. Þetta smjör verður ekki notað til manneldis, heldur mun það fara í gerð kálfafóðurs. Samt sem áður uppfyllti erlenda smjörið allar þær kröfur sem gerðar eru og engan bragðmun mátti finna á íslensku smjöri og því írska. „Þetta smjör er orðið of gamalt til að við getum notað það í innlenda matarframleiðslu. Þannig að við verðum að bregða á það ráð á næstu mánuðum að nota þetta smjör sem íblöndunarefni í kálfafóður, þá er þessari sögu írska smjörsins lokið.“ segir Egill. Mjólkursamsalan hefur verið harðlega gagnrýnd upp á síðkastið. Fyrirtækið er í einokunarstöðu á markaði og stýrir um 99 prósent af öllum markaði með mjólkurafurðir. Lagði Samkeppniseftirlitið 370 milljóna króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið fyrir að fara á svig við 11. grein samkeppnislaga. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Enn eru eftir um 32 tonn af írska smjörinu sem Mjólkursamsalan flutti inn til landsins fyrir jólin í fyrra vegna mögulegs skorts á smjöri. Smjörfjallið er geymt í frystigeymslu á Akureyri og mun fljótlega fara í gerð kálfafóðurs. 90 tonn af smjöri voru flutt inn til landsins fyrir jólin í fyrra í þremur gámum. „Þetta er það sem eftir er af þessu erlenda smjöri, við eigum ekki erlent smjör á lager annars staðar á landinu,“ segir Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar. Ein pakkning af Smjörva frá MS er 400 grömm að þyngd. Þrír fjórðu hlutar smjörvans er hreint smjör en fjórðungur er óhert vítamínbætt rapsolía. Því hefðu þessar írsku umframbirgðir af smjöri geta nýst í rúmar 106 þúsund pakkningar af Smjörva. Til samanburðar eru um 80 þúsund fjölskyldur í landinu og írska smjörfjallið hefði því geta nýst á hvert heimili í landinu. Um 60 tonn voru notuð af írska smjörinu í ostagerð fyrir jólin í fyrra. Sögðu forsvarsmenn MS á þeim tíma að vegna aukinnar sölu á rjóma og smjöri hefði þurft að grípa til þessa ráðs að flytja inn erlent smjör til íblöndunar svo ekki yrði skortur á smjöri fyrir jólin. Var írska smjörið notað í rifinn Mozzarella ost og einnig nokkrar tegundir af bræðsluostum. Þetta smjör verður ekki notað til manneldis, heldur mun það fara í gerð kálfafóðurs. Samt sem áður uppfyllti erlenda smjörið allar þær kröfur sem gerðar eru og engan bragðmun mátti finna á íslensku smjöri og því írska. „Þetta smjör er orðið of gamalt til að við getum notað það í innlenda matarframleiðslu. Þannig að við verðum að bregða á það ráð á næstu mánuðum að nota þetta smjör sem íblöndunarefni í kálfafóður, þá er þessari sögu írska smjörsins lokið.“ segir Egill. Mjólkursamsalan hefur verið harðlega gagnrýnd upp á síðkastið. Fyrirtækið er í einokunarstöðu á markaði og stýrir um 99 prósent af öllum markaði með mjólkurafurðir. Lagði Samkeppniseftirlitið 370 milljóna króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið fyrir að fara á svig við 11. grein samkeppnislaga.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira