Engin gögn um að Omos sé faðir barns Evelyn Joseph Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. desember 2014 08:30 Lögmaðurinn Stefán Karl Kristjánsson lagði engin gögn fram í Héraðsdómi Reykjavíkur sem sýna að Omos sé faðir barnsins. fréttablaðið/vilhelm lEngin gögn voru lögð fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um að hælisleitandinn Tony Omos væri faðir barns Evelyn Joseph sem fæddist hér á landi, líkt og hann sagði sjálfur að hann kynni að vera. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Útlendingastofnun og íslenska ríkið af kröfu Tony Omos. Hann hafði krafist þess að felld yrði úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að neita því að taka til meðferðar hælisumsókn hans. Jafnframt yrði felldur úr gildi úrskurður innanríkisráðuneytisins, þar sem ákvörðunin er staðfest. Að óbreyttu þýðir niðurstaðan að Tony Omos mun ekki fá hæli á Íslandi. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi hans, útilokar þó ekki að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Omos kom hingað til lands í október árið 2011 og framvísaði kanadísku vegabréfi annars manns. Síðar sótti hann um hæli hér en á grundvelli svokallaðrar Dyflinnarreglugerðar var ákveðið að taka ekki þá umsókn til efnislegrar meðferðar. Í máli sínu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur byggði verjandi Omos meðal annars á því að hann hafi haft sérstök tengsl við landið í skilningi ákvæðis í 46. greinar Útlendingalaga. Í dómnum segir að ekki verði séð að við meðferð málsins hjá Útlendingastofnun og síðan innanríkisráðuneytinu hafi Omos byggt á sömu rökum. Kom það og fram hjá honum sjálfum í umsókn hans um hælisvist við komuna til landsins og viðtali hjá Útlendingastofnun í apríl 2012 að slíkum tengslum væri ekki til að dreifa. Í dómnum kemur jafnframt fram að í bréfi til innanríkisráðuneytisins frá 15. október 2013, hafi Omos tekið fram að staða hans á landinu hefði gjörbreyst á þeim tveimur árum sem meðferð málsins hefði þá tekið. Hann ætti í sambandi við íslenska konu en áður hefði hann verið í sambandi aðra konu, sem hefði stöðu hælisleitanda og ætti von á barni. Væri hann hugsanlega faðir barnsins og vildi fá að vera viðstaddur fæðingu þess. „Konan kom fyrir dóminn og sagði stefnanda vera föður barns hennar sem hefði fæðst 3. febrúar 2014. Engin gögn liggja þó fyrir í málinu er staðfesta faðerni barnsins,“ segir í niðurstöðu dómsins. Lekamálið Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
lEngin gögn voru lögð fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um að hælisleitandinn Tony Omos væri faðir barns Evelyn Joseph sem fæddist hér á landi, líkt og hann sagði sjálfur að hann kynni að vera. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Útlendingastofnun og íslenska ríkið af kröfu Tony Omos. Hann hafði krafist þess að felld yrði úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að neita því að taka til meðferðar hælisumsókn hans. Jafnframt yrði felldur úr gildi úrskurður innanríkisráðuneytisins, þar sem ákvörðunin er staðfest. Að óbreyttu þýðir niðurstaðan að Tony Omos mun ekki fá hæli á Íslandi. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi hans, útilokar þó ekki að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Omos kom hingað til lands í október árið 2011 og framvísaði kanadísku vegabréfi annars manns. Síðar sótti hann um hæli hér en á grundvelli svokallaðrar Dyflinnarreglugerðar var ákveðið að taka ekki þá umsókn til efnislegrar meðferðar. Í máli sínu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur byggði verjandi Omos meðal annars á því að hann hafi haft sérstök tengsl við landið í skilningi ákvæðis í 46. greinar Útlendingalaga. Í dómnum segir að ekki verði séð að við meðferð málsins hjá Útlendingastofnun og síðan innanríkisráðuneytinu hafi Omos byggt á sömu rökum. Kom það og fram hjá honum sjálfum í umsókn hans um hælisvist við komuna til landsins og viðtali hjá Útlendingastofnun í apríl 2012 að slíkum tengslum væri ekki til að dreifa. Í dómnum kemur jafnframt fram að í bréfi til innanríkisráðuneytisins frá 15. október 2013, hafi Omos tekið fram að staða hans á landinu hefði gjörbreyst á þeim tveimur árum sem meðferð málsins hefði þá tekið. Hann ætti í sambandi við íslenska konu en áður hefði hann verið í sambandi aðra konu, sem hefði stöðu hælisleitanda og ætti von á barni. Væri hann hugsanlega faðir barnsins og vildi fá að vera viðstaddur fæðingu þess. „Konan kom fyrir dóminn og sagði stefnanda vera föður barns hennar sem hefði fæðst 3. febrúar 2014. Engin gögn liggja þó fyrir í málinu er staðfesta faðerni barnsins,“ segir í niðurstöðu dómsins.
Lekamálið Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira