Varar heyrnarskerta við ódýrum heyrnartækjum Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. október 2014 07:00 Tæki sem Heyrnar- og talmeinastöðin selur geta kostað hundruð þúsunda. fréttablaðið/Vilhelm Heyrnar- og talmeinastöð Íslands (HTÍ) varar heyrnarskerta við því að kaupa heyrnartæki án ráðgjafar frá fagaðilum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kristján Sverrisson, forstjóri HTÍ, sendi fjölmiðla í gær. Kristján segir að borið hafi á því að einstaklingar auglýsi stíft til aldraðra heyrnartæki til sölu. Auglýsingum hefur verið komið fyrir í sambýlum aldraðra, bornar út í póstkassa á elliheimilum, dvalarheimilum og víðar. Kristján segir að þau tæki sem HTÍ hafi fengið að skoða séu kínversk framleiðsla og í þeim séu einfaldir hljóðmagnarar sem settir eru inn í hlustir viðkomandi. Tækin sé ekki hægt að aðlaga sérstaklega að heyrnarskerðingu viðkomandi einstaklings. „Þetta er einfaldur magnari sem bara hækkar öll hljóð inn í hlust, en þegar þú tapar heyrn þá gagnast það lítið,“ segir Kristján í samtali við Fréttablaðið. „Ég efast um að þetta henti mjög mörgum sem lausn,“ segir Kristján. Þessi umræddu heyrnartæki sem HTÍ varar við kosta innan við 30 þúsund krónur. Þau tæki sem HTÍ býður til sölu geta hins vegar kostað yfir 300 þúsund krónur, eða tífalt meira en þessi heyrnartæki sem Kristján varar við. Kristján segir í samtali við Fréttablaðið að auglýsingum um þessi kínversku tæki hafi verið dreift um nokkurt skeið. „Það kom inn fatlaður maður og eiginkona hans í gær og höfðu fengið auglýsingar um helgina þannig að hann heldur áfram markaðsstarfsemi,“ segir Kristján. Fréttablaðið náði tali af Þóri Gunnlaugssyni, sem flytur umrædd tæki inn. Hann líkir innflutningi og sölu á tækjunum við sölu á ódýrum gleraugum í versluninni Tiger. Þórir segir athugasemdir HTÍ byggðar á misskilningi. „Þeir vilja ekki að það komi neinn inn á þennan bisness þeirra, enda skiljanlegt,“ segir Þórir. Hann segist lána fólki tækið í eina viku gegn 2.000 króna greiðslu. „Síðan tekur fólk ákvörðun um það hvort það hefur not fyrir það eða ekki,“ segir hann. Í reglugerð um sölu heyrnartækja segir að til sölu þeirra þurfi rekstrarleyfi ráðherra. Áður en ráðherra veitir rekstrarleyfi skuli hann óska eftir umsögn landlæknis um það annars vegar hvort þau heyrnartæki, sem rekstrarleyfishafi hyggst selja, og önnur lækningatæki, sem hann hyggst nota, uppfylli kröfur samkvæmt lögum um lækningatæki og hins vegar hvort umsækjandi sé fær um að veita nauðsynlega fagþjónustu. Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands (HTÍ) varar heyrnarskerta við því að kaupa heyrnartæki án ráðgjafar frá fagaðilum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kristján Sverrisson, forstjóri HTÍ, sendi fjölmiðla í gær. Kristján segir að borið hafi á því að einstaklingar auglýsi stíft til aldraðra heyrnartæki til sölu. Auglýsingum hefur verið komið fyrir í sambýlum aldraðra, bornar út í póstkassa á elliheimilum, dvalarheimilum og víðar. Kristján segir að þau tæki sem HTÍ hafi fengið að skoða séu kínversk framleiðsla og í þeim séu einfaldir hljóðmagnarar sem settir eru inn í hlustir viðkomandi. Tækin sé ekki hægt að aðlaga sérstaklega að heyrnarskerðingu viðkomandi einstaklings. „Þetta er einfaldur magnari sem bara hækkar öll hljóð inn í hlust, en þegar þú tapar heyrn þá gagnast það lítið,“ segir Kristján í samtali við Fréttablaðið. „Ég efast um að þetta henti mjög mörgum sem lausn,“ segir Kristján. Þessi umræddu heyrnartæki sem HTÍ varar við kosta innan við 30 þúsund krónur. Þau tæki sem HTÍ býður til sölu geta hins vegar kostað yfir 300 þúsund krónur, eða tífalt meira en þessi heyrnartæki sem Kristján varar við. Kristján segir í samtali við Fréttablaðið að auglýsingum um þessi kínversku tæki hafi verið dreift um nokkurt skeið. „Það kom inn fatlaður maður og eiginkona hans í gær og höfðu fengið auglýsingar um helgina þannig að hann heldur áfram markaðsstarfsemi,“ segir Kristján. Fréttablaðið náði tali af Þóri Gunnlaugssyni, sem flytur umrædd tæki inn. Hann líkir innflutningi og sölu á tækjunum við sölu á ódýrum gleraugum í versluninni Tiger. Þórir segir athugasemdir HTÍ byggðar á misskilningi. „Þeir vilja ekki að það komi neinn inn á þennan bisness þeirra, enda skiljanlegt,“ segir Þórir. Hann segist lána fólki tækið í eina viku gegn 2.000 króna greiðslu. „Síðan tekur fólk ákvörðun um það hvort það hefur not fyrir það eða ekki,“ segir hann. Í reglugerð um sölu heyrnartækja segir að til sölu þeirra þurfi rekstrarleyfi ráðherra. Áður en ráðherra veitir rekstrarleyfi skuli hann óska eftir umsögn landlæknis um það annars vegar hvort þau heyrnartæki, sem rekstrarleyfishafi hyggst selja, og önnur lækningatæki, sem hann hyggst nota, uppfylli kröfur samkvæmt lögum um lækningatæki og hins vegar hvort umsækjandi sé fær um að veita nauðsynlega fagþjónustu.
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira