Innlent

Þær yngstu mæta verst í skoðun vegna leghálskrabbameins

Þjóðmenningarhúsið verður lýst bleiku ljósi í október vegna átaks Krabbameinsfélagsins.
Þjóðmenningarhúsið verður lýst bleiku ljósi í október vegna átaks Krabbameinsfélagsins. vísir/ernir
 „Það mætir ekki nema tæplega helmingur þeirra kvenna sem eru boðaðar í leit að leghálskrabbameini,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands.

Félagið auglýsir nú eftir þeim konum sem ekki hafa látið sjá sig í tilefni af árlegu árveknis- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands, kenndu við Bleiku slaufuna.

„Það má segja að allir aldursflokkar mæti illa en verst þessar yngstu. Við gerðum könnun til þess að reyna að skoða hvers vegna konur koma ekki. Aðalástæðan var framtaksleysi og frestunarárátta,“ segir Ragnheiður en allar konur á aldrinum 23 til 65 ára eru boðaðar í skoðun á þriggja ára fresti.

Ragnheiður telur leitina afar mikilvæga. „Það greinast 1.800 frumsýni með frumubreytingum en um tvær konur látast á hverju ári úr þessum sjúkdómi. Það er talið að það bjargist um tuttugu konur á ári vegna leitarinnar,“ segir Ragnheiður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×