Ferðamönnunum brugðið og fengu áfallahjálp Hanna Ruth Ólafsdóttir skrifar 27. september 2014 09:00 Mikill viðbúnaður Mikill viðbúnaður var á vettvangi en meðal þeirra sem komu að var Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, björgunarsveitir á svæðinu auk Landhelgisgæslu.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Konan sem slasaðist við Þríhnúkagíga í gær er höfuðkúpubrotin og er haldið sofandi eftir að hafa gengist undir aðgerð á Landspítalanum. Konan, sem er leiðsögumaður á fimmtugsaldri, féll sjö metra ofan í sprungu við gönguleið á milli Þríhnjúka og Bláfjalla ásamt Bandaríkjamanni á sjötugsaldri sem var staddur þar með hópi ferðamanna. Maðurinn hlaut einnig áverka á höfði en er þó ekki talinn vera alvarlega slasaður. Honum var þó haldið undir eftirliti á sjúkrahúsi í nótt. Maðurinn var í hópnum ásamt bandarískri konu sinni. Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri 3H Travel sem sá um leiðsögn hópsins, segir að unnið sé að því að skoða verkferla og athuga hvort bæta þurfi öryggi á staðnum. Enn er óljóst um tildrög slyssins. „Þegar svona gerist er að sjálfsögðu farið yfir alla okkar verkferla. Þarna virðist bara eiga sér stað hörmulegt slys og erfitt að átta sig á því nákvæmlega hvað gerist, Það virðist sem leiðsögumaðurinn frá okkur hafi staðið við sprunguna og verið að segja hópnum frá einhverju á meðan hópurinn var að ganga yfir brúna. Hún hafi runnið til í bleytu og misst fótanna. Af hverju maðurinn dettur er óljóst en vitni töldu að um tvö aðskilin atvik hefði verið að ræða. Það er erfitt að segja á þessari stundu þar sem hann var ekki að fullu áttaður eftir slysið og hún meðvitundarlaus. Það er verið að skoða þetta og ræða við fólkið sem var á staðnum,“ segir Björn. Að sögn Björns voru aðstæður á svæðinu góðar þegar slysið átti sér stað. „Það er búið að rigna mikið en stígurinn er malarborinn. Aðstæður voru að öðru leyti góðar, ágætis veður, gott skyggni og allt slíkt. Að sjálfsögðu munum við skoða hvað gæti mögulega verið gert betur, en hingað til hafa aðstæður þarna verið taldar mjög góðar og mun betri en á mörgum öðrum stöðum sem ferðamenn sækja.“ Hinum ferðamönnunum í hópnum var talsvert brugðið eftir atvikið og fengu áfallahjálp. Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, virðist ekki sem öryggi á svæðinu sé ábótavant en lögreglan rannsakar nú tildrög slyssins. Aðgerðir á slysstað voru umfangsmiklar en hátt í 40 manns frá björgunarsveitum, Landhelgisgæslu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglu tóku þátt í þeim. Auk þess flutti þyrla frá Norðurflugi björgunarfólk og búnað á staðinn. Tengdar fréttir Haldið sofandi á gjörgæslu eftir slys í Bláfjöllum Íslensk leiðsögukona hlaut alvarlegan höfuðáverka þegar hún og bandarískur ferðamaður féllu niður um sprungu í Bláfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins. 26. september 2014 20:24 Slysið við Þríhnúkagíg: Konan sem slasaðist er leiðsögumaður Framkvæmdastjóri 3H Travel segir það óljóst hvernig sjö metra fall konunnar bar að. 26. september 2014 14:26 Féllu í sprungu við Þríhnúkagíg 26. september 2014 12:08 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira
Konan sem slasaðist við Þríhnúkagíga í gær er höfuðkúpubrotin og er haldið sofandi eftir að hafa gengist undir aðgerð á Landspítalanum. Konan, sem er leiðsögumaður á fimmtugsaldri, féll sjö metra ofan í sprungu við gönguleið á milli Þríhnjúka og Bláfjalla ásamt Bandaríkjamanni á sjötugsaldri sem var staddur þar með hópi ferðamanna. Maðurinn hlaut einnig áverka á höfði en er þó ekki talinn vera alvarlega slasaður. Honum var þó haldið undir eftirliti á sjúkrahúsi í nótt. Maðurinn var í hópnum ásamt bandarískri konu sinni. Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri 3H Travel sem sá um leiðsögn hópsins, segir að unnið sé að því að skoða verkferla og athuga hvort bæta þurfi öryggi á staðnum. Enn er óljóst um tildrög slyssins. „Þegar svona gerist er að sjálfsögðu farið yfir alla okkar verkferla. Þarna virðist bara eiga sér stað hörmulegt slys og erfitt að átta sig á því nákvæmlega hvað gerist, Það virðist sem leiðsögumaðurinn frá okkur hafi staðið við sprunguna og verið að segja hópnum frá einhverju á meðan hópurinn var að ganga yfir brúna. Hún hafi runnið til í bleytu og misst fótanna. Af hverju maðurinn dettur er óljóst en vitni töldu að um tvö aðskilin atvik hefði verið að ræða. Það er erfitt að segja á þessari stundu þar sem hann var ekki að fullu áttaður eftir slysið og hún meðvitundarlaus. Það er verið að skoða þetta og ræða við fólkið sem var á staðnum,“ segir Björn. Að sögn Björns voru aðstæður á svæðinu góðar þegar slysið átti sér stað. „Það er búið að rigna mikið en stígurinn er malarborinn. Aðstæður voru að öðru leyti góðar, ágætis veður, gott skyggni og allt slíkt. Að sjálfsögðu munum við skoða hvað gæti mögulega verið gert betur, en hingað til hafa aðstæður þarna verið taldar mjög góðar og mun betri en á mörgum öðrum stöðum sem ferðamenn sækja.“ Hinum ferðamönnunum í hópnum var talsvert brugðið eftir atvikið og fengu áfallahjálp. Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, virðist ekki sem öryggi á svæðinu sé ábótavant en lögreglan rannsakar nú tildrög slyssins. Aðgerðir á slysstað voru umfangsmiklar en hátt í 40 manns frá björgunarsveitum, Landhelgisgæslu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglu tóku þátt í þeim. Auk þess flutti þyrla frá Norðurflugi björgunarfólk og búnað á staðinn.
Tengdar fréttir Haldið sofandi á gjörgæslu eftir slys í Bláfjöllum Íslensk leiðsögukona hlaut alvarlegan höfuðáverka þegar hún og bandarískur ferðamaður féllu niður um sprungu í Bláfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins. 26. september 2014 20:24 Slysið við Þríhnúkagíg: Konan sem slasaðist er leiðsögumaður Framkvæmdastjóri 3H Travel segir það óljóst hvernig sjö metra fall konunnar bar að. 26. september 2014 14:26 Féllu í sprungu við Þríhnúkagíg 26. september 2014 12:08 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira
Haldið sofandi á gjörgæslu eftir slys í Bláfjöllum Íslensk leiðsögukona hlaut alvarlegan höfuðáverka þegar hún og bandarískur ferðamaður féllu niður um sprungu í Bláfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins. 26. september 2014 20:24
Slysið við Þríhnúkagíg: Konan sem slasaðist er leiðsögumaður Framkvæmdastjóri 3H Travel segir það óljóst hvernig sjö metra fall konunnar bar að. 26. september 2014 14:26