Níu milljónir frá hrunárinu í bústað sem Orkuveitan ætlar nú að rífa Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. september 2014 07:00 Endurbætur á sumarhúsi OR við Þingvallavatn hafa kostað tæpar níu milljónir króna frá og með hrunárinu 2008. Ekki liggur fyrir kostnaður við niðurrif hússins en brunabótamat þess og meðfylgjandi bátaskýlis er 14,6 milljónir króna. Fréttablaðið/Pjetur Orkuveita Reykjavíkur notaði 8,9 milljónir króna frá og með hrunárinu 2008 til og með árinu í ár í svokallaðan forstjórabústað í Riðvík við Þingvallavatn. Ákveðið hefur verið að rífa bústaðinn með vísan í vatnsverndarsjónarmið. „Þar víkja litlir hagsmunir fyrir stórum,“ segir í svari Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitunnar, til Fréttablaðsins. Meðal kostnaðar eru nýir gluggar og klæðning. Síðustu skráðu útgjöldin eru 44 þúsund krónur á þessu ári í útigrill. „Mér var ókunnugt um kaupin og frétti fyrst af nefndu grilli í fréttum Stöðvar 2,“ segir forstjórinn og bætir við að Nesjavallavirkjun annist bústaðinn.Átti að afnema sérréttindiÍ grein Bjarna sem birtist í Fréttablaðinu 10. september síðastliðinn sagði hann það hafa verið ákvörðun þeirrar stjórnar sem tók við í Orkuveitunni eftir sveitarstjórnarkosningar 2010 og forstjóra, sem þá tók við tímabundið, að afnema öll sérréttindi stjórnenda í fyrirtækinu. „Einkaafnot eða forgangur að húseignum Orkuveitunnar heyrði þar undir“, skrifaði forstjórinn sem nú hefur svarað fyrirspurn Fréttablaðsins um hvernig þetta samræmist notkun hans sjálfs og annarra á bústaðnum við Þingvallavatn síðan þá. Bjarni rifjar upp það sem áður hefur komið fram að hann hafi dvalið nokkrar nætur í bústaðnum til að fá næði til að setja sig inn í málefni Orkuveitunnar eftir að hann tók við sem forstjóri. Hann hafi ekki litið á það sem einhver sérréttindi.Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar.Ekki góð tilfinning í bústaðnum „Reyndar fylgdi því ekki góð tilfinning að vera þarna og því hætti ég að nota bústaðinn,“ segir Bjarni, en tekur þó fram að tvær undantekningar séu á því. „Í júlímánuði 2012 bauð ég erlendum gesti Orkuveitunnar í bústaðinn og svo í ágúst sama ár en þá fór ég til berja. Fyrri ferðin er vegna vinnunnar en sú síðari fer í bága við stranga skilgreiningu á afnámi sérréttinda,“ segir forstjórinn í svari sínu. „Eftir á að hyggja hefði ég átt að setja skýrari reglur um notkun bústaðarins,“ segir Bjarni, sem kveður notkun á bústaðnum ekki hafa verið skráða. Framkvæmdastjórar hafi getað sótt lykla að honum til ritara. „Ég hef spurst fyrir um notkun hans og mér sýnist að telja megi gistinætur í honum á fingrum sér frá því að ég tók við starfi. Rétt hefði þó verið að loka honum alveg,“ svarar Bjarni og bætir við að notkun bústaðarins hafi nú einmitt verið að fullu hætt. „Skortur á reglum um notkun hans og ákvörðun um framtíð hans skrifast á mína ábyrgð.“ Tengdar fréttir Orkuveitan vill losna við Þingvallabústaði Stjórn Orkuveitunnar er hætt við sölu gamalla sumarhúsalóða í landi Nesjavalla við Þingvallavatn og vill bústaðina burt. Mikilvægt sé fyrir Nesjavallavirkjun að OR eigi strandlengjuna. Sumarhúsaeigendur eru ósáttir en hafa tapað kærumáli. 3. september 2014 07:00 Stjórnarmaður í Orkuveitunni býst við skýringum á notkun á Þingvallabústað Stjórnarmaður í Orkuveitunni segist hafa talið að bústaður fyrirtækisins við Þingvallvatn væri á forræði starfsmannafélagsins og að húsið væri ónothæft. Nú sé annað komið upp úr dúrnum og hann búist við skýringum á stjórnarfundi. 9. september 2014 07:15 Orkuveituforstjóri hefur bústað við Þingvallavatn til umráða Þótt Orkuveitan hafi í kjölfar hrunsins keppst við að grynnka á skuldum með því að selja eignir sem ekki tengjast rekstrinum er sumarhús við Þingvallavatn sem ætlað er forstjóranum ekki á söluskrá. Húsið er sagt lítið notað sökum ástands en lítur samt óað 5. september 2014 07:00 "Forstjórabústaður“ Orkuveitunnar og umhverfismál Nesjavallavirkjunar Fréttablaðið og Stöð 2 hafa undanfarna daga fjallað um svokallaðan forstjórabústað Orkuveitu Reykjavíkur við Þingvallavatn og um þá ákvörðun stjórnar Orkuveitunnar, sem tekin var í lok júní síðastliðnum, "að leita leiða til að ljúka nýtingu landsins undir sumarhús“ eins og segir orðrétt í fundargerð. 10. september 2014 07:00 Segir ritarann með lykilinn Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist ekki vita hver noti sumarhús við Þingvallavatn sem upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir forstjórann hafa ráðstöfunarrétt yfir. 6. september 2014 07:00 Forstjórinn ætlar að láta rífa bústaðinn "Það mun taka nokkurn tíma að ná endanlegu markmiði,“ segir forstjóri Orkuveitunnar um viðræður um brotthvarf sumarhúsa af leigulóðum fyrirtækisins við Þingvallavatn í landi Nesjavalla. Örlög forstjórarbústaðarins við vatnið eru ráðin. 10. september 2014 07:00 Hefur ekki komið í bústaðinn í tvö ár Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar segir að bústaðurinn hafi lítið sem ekkert verið notaður undanfarin ár vegna þess hversu slæmu ástandi hann er í. 5. september 2014 19:30 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur notaði 8,9 milljónir króna frá og með hrunárinu 2008 til og með árinu í ár í svokallaðan forstjórabústað í Riðvík við Þingvallavatn. Ákveðið hefur verið að rífa bústaðinn með vísan í vatnsverndarsjónarmið. „Þar víkja litlir hagsmunir fyrir stórum,“ segir í svari Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitunnar, til Fréttablaðsins. Meðal kostnaðar eru nýir gluggar og klæðning. Síðustu skráðu útgjöldin eru 44 þúsund krónur á þessu ári í útigrill. „Mér var ókunnugt um kaupin og frétti fyrst af nefndu grilli í fréttum Stöðvar 2,“ segir forstjórinn og bætir við að Nesjavallavirkjun annist bústaðinn.Átti að afnema sérréttindiÍ grein Bjarna sem birtist í Fréttablaðinu 10. september síðastliðinn sagði hann það hafa verið ákvörðun þeirrar stjórnar sem tók við í Orkuveitunni eftir sveitarstjórnarkosningar 2010 og forstjóra, sem þá tók við tímabundið, að afnema öll sérréttindi stjórnenda í fyrirtækinu. „Einkaafnot eða forgangur að húseignum Orkuveitunnar heyrði þar undir“, skrifaði forstjórinn sem nú hefur svarað fyrirspurn Fréttablaðsins um hvernig þetta samræmist notkun hans sjálfs og annarra á bústaðnum við Þingvallavatn síðan þá. Bjarni rifjar upp það sem áður hefur komið fram að hann hafi dvalið nokkrar nætur í bústaðnum til að fá næði til að setja sig inn í málefni Orkuveitunnar eftir að hann tók við sem forstjóri. Hann hafi ekki litið á það sem einhver sérréttindi.Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar.Ekki góð tilfinning í bústaðnum „Reyndar fylgdi því ekki góð tilfinning að vera þarna og því hætti ég að nota bústaðinn,“ segir Bjarni, en tekur þó fram að tvær undantekningar séu á því. „Í júlímánuði 2012 bauð ég erlendum gesti Orkuveitunnar í bústaðinn og svo í ágúst sama ár en þá fór ég til berja. Fyrri ferðin er vegna vinnunnar en sú síðari fer í bága við stranga skilgreiningu á afnámi sérréttinda,“ segir forstjórinn í svari sínu. „Eftir á að hyggja hefði ég átt að setja skýrari reglur um notkun bústaðarins,“ segir Bjarni, sem kveður notkun á bústaðnum ekki hafa verið skráða. Framkvæmdastjórar hafi getað sótt lykla að honum til ritara. „Ég hef spurst fyrir um notkun hans og mér sýnist að telja megi gistinætur í honum á fingrum sér frá því að ég tók við starfi. Rétt hefði þó verið að loka honum alveg,“ svarar Bjarni og bætir við að notkun bústaðarins hafi nú einmitt verið að fullu hætt. „Skortur á reglum um notkun hans og ákvörðun um framtíð hans skrifast á mína ábyrgð.“
Tengdar fréttir Orkuveitan vill losna við Þingvallabústaði Stjórn Orkuveitunnar er hætt við sölu gamalla sumarhúsalóða í landi Nesjavalla við Þingvallavatn og vill bústaðina burt. Mikilvægt sé fyrir Nesjavallavirkjun að OR eigi strandlengjuna. Sumarhúsaeigendur eru ósáttir en hafa tapað kærumáli. 3. september 2014 07:00 Stjórnarmaður í Orkuveitunni býst við skýringum á notkun á Þingvallabústað Stjórnarmaður í Orkuveitunni segist hafa talið að bústaður fyrirtækisins við Þingvallvatn væri á forræði starfsmannafélagsins og að húsið væri ónothæft. Nú sé annað komið upp úr dúrnum og hann búist við skýringum á stjórnarfundi. 9. september 2014 07:15 Orkuveituforstjóri hefur bústað við Þingvallavatn til umráða Þótt Orkuveitan hafi í kjölfar hrunsins keppst við að grynnka á skuldum með því að selja eignir sem ekki tengjast rekstrinum er sumarhús við Þingvallavatn sem ætlað er forstjóranum ekki á söluskrá. Húsið er sagt lítið notað sökum ástands en lítur samt óað 5. september 2014 07:00 "Forstjórabústaður“ Orkuveitunnar og umhverfismál Nesjavallavirkjunar Fréttablaðið og Stöð 2 hafa undanfarna daga fjallað um svokallaðan forstjórabústað Orkuveitu Reykjavíkur við Þingvallavatn og um þá ákvörðun stjórnar Orkuveitunnar, sem tekin var í lok júní síðastliðnum, "að leita leiða til að ljúka nýtingu landsins undir sumarhús“ eins og segir orðrétt í fundargerð. 10. september 2014 07:00 Segir ritarann með lykilinn Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist ekki vita hver noti sumarhús við Þingvallavatn sem upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir forstjórann hafa ráðstöfunarrétt yfir. 6. september 2014 07:00 Forstjórinn ætlar að láta rífa bústaðinn "Það mun taka nokkurn tíma að ná endanlegu markmiði,“ segir forstjóri Orkuveitunnar um viðræður um brotthvarf sumarhúsa af leigulóðum fyrirtækisins við Þingvallavatn í landi Nesjavalla. Örlög forstjórarbústaðarins við vatnið eru ráðin. 10. september 2014 07:00 Hefur ekki komið í bústaðinn í tvö ár Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar segir að bústaðurinn hafi lítið sem ekkert verið notaður undanfarin ár vegna þess hversu slæmu ástandi hann er í. 5. september 2014 19:30 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Orkuveitan vill losna við Þingvallabústaði Stjórn Orkuveitunnar er hætt við sölu gamalla sumarhúsalóða í landi Nesjavalla við Þingvallavatn og vill bústaðina burt. Mikilvægt sé fyrir Nesjavallavirkjun að OR eigi strandlengjuna. Sumarhúsaeigendur eru ósáttir en hafa tapað kærumáli. 3. september 2014 07:00
Stjórnarmaður í Orkuveitunni býst við skýringum á notkun á Þingvallabústað Stjórnarmaður í Orkuveitunni segist hafa talið að bústaður fyrirtækisins við Þingvallvatn væri á forræði starfsmannafélagsins og að húsið væri ónothæft. Nú sé annað komið upp úr dúrnum og hann búist við skýringum á stjórnarfundi. 9. september 2014 07:15
Orkuveituforstjóri hefur bústað við Þingvallavatn til umráða Þótt Orkuveitan hafi í kjölfar hrunsins keppst við að grynnka á skuldum með því að selja eignir sem ekki tengjast rekstrinum er sumarhús við Þingvallavatn sem ætlað er forstjóranum ekki á söluskrá. Húsið er sagt lítið notað sökum ástands en lítur samt óað 5. september 2014 07:00
"Forstjórabústaður“ Orkuveitunnar og umhverfismál Nesjavallavirkjunar Fréttablaðið og Stöð 2 hafa undanfarna daga fjallað um svokallaðan forstjórabústað Orkuveitu Reykjavíkur við Þingvallavatn og um þá ákvörðun stjórnar Orkuveitunnar, sem tekin var í lok júní síðastliðnum, "að leita leiða til að ljúka nýtingu landsins undir sumarhús“ eins og segir orðrétt í fundargerð. 10. september 2014 07:00
Segir ritarann með lykilinn Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist ekki vita hver noti sumarhús við Þingvallavatn sem upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir forstjórann hafa ráðstöfunarrétt yfir. 6. september 2014 07:00
Forstjórinn ætlar að láta rífa bústaðinn "Það mun taka nokkurn tíma að ná endanlegu markmiði,“ segir forstjóri Orkuveitunnar um viðræður um brotthvarf sumarhúsa af leigulóðum fyrirtækisins við Þingvallavatn í landi Nesjavalla. Örlög forstjórarbústaðarins við vatnið eru ráðin. 10. september 2014 07:00
Hefur ekki komið í bústaðinn í tvö ár Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar segir að bústaðurinn hafi lítið sem ekkert verið notaður undanfarin ár vegna þess hversu slæmu ástandi hann er í. 5. september 2014 19:30