Friðlýsa á Akurey til að vernda fuglalífið ingvar haraldsson skrifar 15. september 2014 07:00 Mikið fuglalíf er í Akurey en nítján fuglategundir hafa fundist á eyjunni. Mynd/Jóhann Óli Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt beiðni Fuglaverndar um að hefja friðlýsingarferli vegna Akureyjar í Kollafirði. Fuglavernd fór einnig fram á friðlýsingu Lundeyjar en mikið fuglalíf er á eyjunum. „Þar er lundavarpið mikilvægast en bæði Akurey og Lundey eru stór vörp á landsvísu og fer varp þar vaxandi,“ ritar Snorri Sigurðsson, líffræðingur og starfsmaður Umhverfis- og skipulagssviðs, í umsögn um friðlýsinguna til Umhverfis- og skipulagsráðs.Snorri Sigurðsson mælir með því að Akurey verði friðlýst enda sé þar mikilvægt lundavarp„Lundinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár á Suður- og Vesturlandi. Lundavarpið á þessum eyjum er mikilvægt í þessum landshluta,“ segir Snorri en árið 2004 var talið að 19 þúsund lundavarpholur væru í Akurey og 8.500 lundavarpholur í Lundey. „Það var reyndar smá uppsveifla í sumar vegna sandsílagöngu í Faxaflóa en það var bara eitt sumar,“ segir Snorri. Umhverfis- og skipulagsráð vísaði á ríkið varðandi friðlýsingu Lundeyjar þar sem ríkið á eyjuna. Þó er mælt með því að Reykjavíkurborg hvetji til friðlýsingar Lundeyjar. Það væri að mörg leyti skynsamlegt að friðlýsa báðar eyjurnar samtímis samkvæmt umsögn Snorra sem Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti. Fuglavernd mun fara fram á friðlýsingu Lundeyjar við ríkið að sögn Hólmfríður Arnardóttir, framkvæmdastjóra Fuglaverndar. Æðadúntaka hefur verið stunduð á Akurey og lundaveiði í Lundey. Ljóst er að lundaveiði verður bönnuð á eyjunum ef til friðlýsingar kemur. Æðadúntakan þarf hins vegar ekki endilega að leggjast af að sögn Hjálmars Sveinssonar, formanns Umhverfis- og skipulagsráðs. „Friðlýsing þarf ekki að þýða að allar mannaferðir á eyjunni verði bannaðar,“ segir Hjálmar. Reykjavíkurborg mun á næstu dögum hefja samstarf við Umhverfisstofnun að því hvaða leið eigi að fara við friðlýsingu. „Það mun taka tíma. Það þarf að safna gögnum og meta friðlýsingakosti. Það þarf ekki að vera að öll eyjan verði friðlýst,“ segir Snorri.Magnús Kr. Guðmundsson, flotastjóri Sérferða er ánægður með að friðlýsa eigi Akurey.„Mér líst alveg ofboðslega vel á að friðlýsa Akurey. Við höfum talað fyrir þessu lengi,“ segir Magnús Kr. Guðmundsson, flotaforingi Sérferða sem hafa boðið upp á skoðunarferðir umhverfis Akurey frá árinu 1996. „Við höfum farið með tugi þúsunda ferðamanna að Akurey að skoða lunda og okkur líst rosalega vel á ef það á að vernda eyjuna fyrir ágangi.“ Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt beiðni Fuglaverndar um að hefja friðlýsingarferli vegna Akureyjar í Kollafirði. Fuglavernd fór einnig fram á friðlýsingu Lundeyjar en mikið fuglalíf er á eyjunum. „Þar er lundavarpið mikilvægast en bæði Akurey og Lundey eru stór vörp á landsvísu og fer varp þar vaxandi,“ ritar Snorri Sigurðsson, líffræðingur og starfsmaður Umhverfis- og skipulagssviðs, í umsögn um friðlýsinguna til Umhverfis- og skipulagsráðs.Snorri Sigurðsson mælir með því að Akurey verði friðlýst enda sé þar mikilvægt lundavarp„Lundinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár á Suður- og Vesturlandi. Lundavarpið á þessum eyjum er mikilvægt í þessum landshluta,“ segir Snorri en árið 2004 var talið að 19 þúsund lundavarpholur væru í Akurey og 8.500 lundavarpholur í Lundey. „Það var reyndar smá uppsveifla í sumar vegna sandsílagöngu í Faxaflóa en það var bara eitt sumar,“ segir Snorri. Umhverfis- og skipulagsráð vísaði á ríkið varðandi friðlýsingu Lundeyjar þar sem ríkið á eyjuna. Þó er mælt með því að Reykjavíkurborg hvetji til friðlýsingar Lundeyjar. Það væri að mörg leyti skynsamlegt að friðlýsa báðar eyjurnar samtímis samkvæmt umsögn Snorra sem Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti. Fuglavernd mun fara fram á friðlýsingu Lundeyjar við ríkið að sögn Hólmfríður Arnardóttir, framkvæmdastjóra Fuglaverndar. Æðadúntaka hefur verið stunduð á Akurey og lundaveiði í Lundey. Ljóst er að lundaveiði verður bönnuð á eyjunum ef til friðlýsingar kemur. Æðadúntakan þarf hins vegar ekki endilega að leggjast af að sögn Hjálmars Sveinssonar, formanns Umhverfis- og skipulagsráðs. „Friðlýsing þarf ekki að þýða að allar mannaferðir á eyjunni verði bannaðar,“ segir Hjálmar. Reykjavíkurborg mun á næstu dögum hefja samstarf við Umhverfisstofnun að því hvaða leið eigi að fara við friðlýsingu. „Það mun taka tíma. Það þarf að safna gögnum og meta friðlýsingakosti. Það þarf ekki að vera að öll eyjan verði friðlýst,“ segir Snorri.Magnús Kr. Guðmundsson, flotastjóri Sérferða er ánægður með að friðlýsa eigi Akurey.„Mér líst alveg ofboðslega vel á að friðlýsa Akurey. Við höfum talað fyrir þessu lengi,“ segir Magnús Kr. Guðmundsson, flotaforingi Sérferða sem hafa boðið upp á skoðunarferðir umhverfis Akurey frá árinu 1996. „Við höfum farið með tugi þúsunda ferðamanna að Akurey að skoða lunda og okkur líst rosalega vel á ef það á að vernda eyjuna fyrir ágangi.“
Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira