Ástríður tilnefnd til evrópskra verðlauna Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. september 2014 11:30 Ilmur Kristjánsdóttir leikkona. Vísir/Valli „Ég þekki þessi verðlaun ekki mikið en þetta hlýtur að vera mjög mikill heiður,“ segir leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir sem leikur Ástríði en önnur þáttaröðin um Ástríði er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna, Prix Europa, sem er stærsta hátíð sinnar tegundar í Evrópu. „Ég veit svo sem ekki hvernig þetta er valið og svona en þykir ótrúlega gaman að fólk skuli vera að horfa á þetta í Evrópu og þykja þetta eitt besta sjónvarpsefnið.“ Þáttaröðin sem sýnd var síðastliðið haust hefur vakið mikla lukku og fékk til að mynda fjórar tilnefningar til Edduverðlauna árið 2014 og hlaut verðlaunin í flokknum leikið efni ársins. Ilmur Kristjánsdóttir leikur ekki einungis titilhlutverk þáttanna því hún er einnig einn handritshöfunda ásamt Hannesi Páli Pálssyni, Maríu Reyndal og Sigurjóni Kjartanssyni en Silja Hauksdóttir var leikstjóri. „Það er mjög gaman að leika hana og gera hana klaufska og svona. Það byggist svolítið á því að maður hafi skrifað hana og sé með þetta allt í hausnum,“ bætir Ilmur við en hún er einnig meðframleiðandi. Pressa 3 fékk tilnefningu til sömu verðlauna á síðasta ári og er það til marks um að íslenskt leikið efni fyrir sjónvarp nýtur athygli og viðurkenningar í Evrópu. Óhætt er að fullyrða að mikil gróska sé í þróun og framleiðslu á leiknum þáttaröðum hér á landi. Ilmur er nú að leika í fimmtu seríunni af Stelpunum og er einnig að undirbúa sig fyrir nýja þáttaröð sem kallast Ófærð og verður tekin upp í vetur. Ekki liggur fyrir hvort þriðja serían af Ástríði fer í framleiðslu á næstunni. Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Sjá meira
„Ég þekki þessi verðlaun ekki mikið en þetta hlýtur að vera mjög mikill heiður,“ segir leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir sem leikur Ástríði en önnur þáttaröðin um Ástríði er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna, Prix Europa, sem er stærsta hátíð sinnar tegundar í Evrópu. „Ég veit svo sem ekki hvernig þetta er valið og svona en þykir ótrúlega gaman að fólk skuli vera að horfa á þetta í Evrópu og þykja þetta eitt besta sjónvarpsefnið.“ Þáttaröðin sem sýnd var síðastliðið haust hefur vakið mikla lukku og fékk til að mynda fjórar tilnefningar til Edduverðlauna árið 2014 og hlaut verðlaunin í flokknum leikið efni ársins. Ilmur Kristjánsdóttir leikur ekki einungis titilhlutverk þáttanna því hún er einnig einn handritshöfunda ásamt Hannesi Páli Pálssyni, Maríu Reyndal og Sigurjóni Kjartanssyni en Silja Hauksdóttir var leikstjóri. „Það er mjög gaman að leika hana og gera hana klaufska og svona. Það byggist svolítið á því að maður hafi skrifað hana og sé með þetta allt í hausnum,“ bætir Ilmur við en hún er einnig meðframleiðandi. Pressa 3 fékk tilnefningu til sömu verðlauna á síðasta ári og er það til marks um að íslenskt leikið efni fyrir sjónvarp nýtur athygli og viðurkenningar í Evrópu. Óhætt er að fullyrða að mikil gróska sé í þróun og framleiðslu á leiknum þáttaröðum hér á landi. Ilmur er nú að leika í fimmtu seríunni af Stelpunum og er einnig að undirbúa sig fyrir nýja þáttaröð sem kallast Ófærð og verður tekin upp í vetur. Ekki liggur fyrir hvort þriðja serían af Ástríði fer í framleiðslu á næstunni.
Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Sjá meira