Ástríður tilnefnd til evrópskra verðlauna Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. september 2014 11:30 Ilmur Kristjánsdóttir leikkona. Vísir/Valli „Ég þekki þessi verðlaun ekki mikið en þetta hlýtur að vera mjög mikill heiður,“ segir leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir sem leikur Ástríði en önnur þáttaröðin um Ástríði er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna, Prix Europa, sem er stærsta hátíð sinnar tegundar í Evrópu. „Ég veit svo sem ekki hvernig þetta er valið og svona en þykir ótrúlega gaman að fólk skuli vera að horfa á þetta í Evrópu og þykja þetta eitt besta sjónvarpsefnið.“ Þáttaröðin sem sýnd var síðastliðið haust hefur vakið mikla lukku og fékk til að mynda fjórar tilnefningar til Edduverðlauna árið 2014 og hlaut verðlaunin í flokknum leikið efni ársins. Ilmur Kristjánsdóttir leikur ekki einungis titilhlutverk þáttanna því hún er einnig einn handritshöfunda ásamt Hannesi Páli Pálssyni, Maríu Reyndal og Sigurjóni Kjartanssyni en Silja Hauksdóttir var leikstjóri. „Það er mjög gaman að leika hana og gera hana klaufska og svona. Það byggist svolítið á því að maður hafi skrifað hana og sé með þetta allt í hausnum,“ bætir Ilmur við en hún er einnig meðframleiðandi. Pressa 3 fékk tilnefningu til sömu verðlauna á síðasta ári og er það til marks um að íslenskt leikið efni fyrir sjónvarp nýtur athygli og viðurkenningar í Evrópu. Óhætt er að fullyrða að mikil gróska sé í þróun og framleiðslu á leiknum þáttaröðum hér á landi. Ilmur er nú að leika í fimmtu seríunni af Stelpunum og er einnig að undirbúa sig fyrir nýja þáttaröð sem kallast Ófærð og verður tekin upp í vetur. Ekki liggur fyrir hvort þriðja serían af Ástríði fer í framleiðslu á næstunni. Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
„Ég þekki þessi verðlaun ekki mikið en þetta hlýtur að vera mjög mikill heiður,“ segir leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir sem leikur Ástríði en önnur þáttaröðin um Ástríði er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna, Prix Europa, sem er stærsta hátíð sinnar tegundar í Evrópu. „Ég veit svo sem ekki hvernig þetta er valið og svona en þykir ótrúlega gaman að fólk skuli vera að horfa á þetta í Evrópu og þykja þetta eitt besta sjónvarpsefnið.“ Þáttaröðin sem sýnd var síðastliðið haust hefur vakið mikla lukku og fékk til að mynda fjórar tilnefningar til Edduverðlauna árið 2014 og hlaut verðlaunin í flokknum leikið efni ársins. Ilmur Kristjánsdóttir leikur ekki einungis titilhlutverk þáttanna því hún er einnig einn handritshöfunda ásamt Hannesi Páli Pálssyni, Maríu Reyndal og Sigurjóni Kjartanssyni en Silja Hauksdóttir var leikstjóri. „Það er mjög gaman að leika hana og gera hana klaufska og svona. Það byggist svolítið á því að maður hafi skrifað hana og sé með þetta allt í hausnum,“ bætir Ilmur við en hún er einnig meðframleiðandi. Pressa 3 fékk tilnefningu til sömu verðlauna á síðasta ári og er það til marks um að íslenskt leikið efni fyrir sjónvarp nýtur athygli og viðurkenningar í Evrópu. Óhætt er að fullyrða að mikil gróska sé í þróun og framleiðslu á leiknum þáttaröðum hér á landi. Ilmur er nú að leika í fimmtu seríunni af Stelpunum og er einnig að undirbúa sig fyrir nýja þáttaröð sem kallast Ófærð og verður tekin upp í vetur. Ekki liggur fyrir hvort þriðja serían af Ástríði fer í framleiðslu á næstunni.
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira