Ástríður tilnefnd til evrópskra verðlauna Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. september 2014 11:30 Ilmur Kristjánsdóttir leikkona. Vísir/Valli „Ég þekki þessi verðlaun ekki mikið en þetta hlýtur að vera mjög mikill heiður,“ segir leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir sem leikur Ástríði en önnur þáttaröðin um Ástríði er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna, Prix Europa, sem er stærsta hátíð sinnar tegundar í Evrópu. „Ég veit svo sem ekki hvernig þetta er valið og svona en þykir ótrúlega gaman að fólk skuli vera að horfa á þetta í Evrópu og þykja þetta eitt besta sjónvarpsefnið.“ Þáttaröðin sem sýnd var síðastliðið haust hefur vakið mikla lukku og fékk til að mynda fjórar tilnefningar til Edduverðlauna árið 2014 og hlaut verðlaunin í flokknum leikið efni ársins. Ilmur Kristjánsdóttir leikur ekki einungis titilhlutverk þáttanna því hún er einnig einn handritshöfunda ásamt Hannesi Páli Pálssyni, Maríu Reyndal og Sigurjóni Kjartanssyni en Silja Hauksdóttir var leikstjóri. „Það er mjög gaman að leika hana og gera hana klaufska og svona. Það byggist svolítið á því að maður hafi skrifað hana og sé með þetta allt í hausnum,“ bætir Ilmur við en hún er einnig meðframleiðandi. Pressa 3 fékk tilnefningu til sömu verðlauna á síðasta ári og er það til marks um að íslenskt leikið efni fyrir sjónvarp nýtur athygli og viðurkenningar í Evrópu. Óhætt er að fullyrða að mikil gróska sé í þróun og framleiðslu á leiknum þáttaröðum hér á landi. Ilmur er nú að leika í fimmtu seríunni af Stelpunum og er einnig að undirbúa sig fyrir nýja þáttaröð sem kallast Ófærð og verður tekin upp í vetur. Ekki liggur fyrir hvort þriðja serían af Ástríði fer í framleiðslu á næstunni. Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
„Ég þekki þessi verðlaun ekki mikið en þetta hlýtur að vera mjög mikill heiður,“ segir leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir sem leikur Ástríði en önnur þáttaröðin um Ástríði er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna, Prix Europa, sem er stærsta hátíð sinnar tegundar í Evrópu. „Ég veit svo sem ekki hvernig þetta er valið og svona en þykir ótrúlega gaman að fólk skuli vera að horfa á þetta í Evrópu og þykja þetta eitt besta sjónvarpsefnið.“ Þáttaröðin sem sýnd var síðastliðið haust hefur vakið mikla lukku og fékk til að mynda fjórar tilnefningar til Edduverðlauna árið 2014 og hlaut verðlaunin í flokknum leikið efni ársins. Ilmur Kristjánsdóttir leikur ekki einungis titilhlutverk þáttanna því hún er einnig einn handritshöfunda ásamt Hannesi Páli Pálssyni, Maríu Reyndal og Sigurjóni Kjartanssyni en Silja Hauksdóttir var leikstjóri. „Það er mjög gaman að leika hana og gera hana klaufska og svona. Það byggist svolítið á því að maður hafi skrifað hana og sé með þetta allt í hausnum,“ bætir Ilmur við en hún er einnig meðframleiðandi. Pressa 3 fékk tilnefningu til sömu verðlauna á síðasta ári og er það til marks um að íslenskt leikið efni fyrir sjónvarp nýtur athygli og viðurkenningar í Evrópu. Óhætt er að fullyrða að mikil gróska sé í þróun og framleiðslu á leiknum þáttaröðum hér á landi. Ilmur er nú að leika í fimmtu seríunni af Stelpunum og er einnig að undirbúa sig fyrir nýja þáttaröð sem kallast Ófærð og verður tekin upp í vetur. Ekki liggur fyrir hvort þriðja serían af Ástríði fer í framleiðslu á næstunni.
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira