Innlent

Fleiri á sjúkrahús vegna sjálfsskaða

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Konur eru í miklum meirihluta þeirra sem eru lagðir inn vegna sjálfsskaða.
Konur eru í miklum meirihluta þeirra sem eru lagðir inn vegna sjálfsskaða. vísir/pjetur
Árið 2013 voru 276 sjúklingar greindir með sjálfsskaða á sjúkrahúsum landsins. Sjálfsskaði felur í sér vísvitandi eitrun eða áverka af eigin völdum, þar á meðal tilraun til sjálfsvígs.

Þetta kemur fram í fréttabréfi landlæknis um heilbrigðisupplýsingar.

Talsverð aukning hefur orðið á milli ára en tekið er fram í fréttabréfinu að varasamt sé að spá nokkuð um þróunina vegna tilviljanakenndra árssveiflna.

Konur eru rúm 68 prósent þeirra sem lagðir eru inn lengur en sólarhring vegna sjálfsskaða og tilvikin eru hlutfallslega flest meðal einstaklinga á aldrinum 20-29 ára.

Tveir af hverjum þremur sem koma á sjúkrahús vegna sjálfsskaða, án þess að vera lagðir inn, eru á aldrinum 10-29 ára.

Heildarfjöldi sjálfsvíga hér á landi er á fjórða tug árlega. Talið er að fyrir hvern einstakling sem fremur sjálfsvíg geri tuttugu tilraun til slíks og full kirkja situr eftir í sárri sorg. 


Tengdar fréttir

Þöggunin skaðar

Gleðiefni er að samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) fækkaði sjálfsvígum hér á landi um fimmtung frá aldamótum og fram til ársins 2012. Engu að síður er tíðni sjálfsvíga hér á landi með því hæsta sem gerist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×