Innlent

Tíðni sjálfsvíga á Íslandi með því hæsta í Evrópu

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Sjálfsvíg eru önnur helsta dánarorsök fólks á alrinum 15-29 ára í heiminum.
Sjálfsvíg eru önnur helsta dánarorsök fólks á alrinum 15-29 ára í heiminum. vísir/getty
Sjálfsvígstíðni á Íslandi er með því hærra í heiminum eða 15 á hverja hundrað þúsund íbúa árið 2012. Alls 49 frömdu sjálfsvíg á Íslandi þetta ár, 12 konur og 37 karlar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.

Í skýrslunni eru lönd flokkuð eftir sjálfsvígstíðni og í allflestum vestrænum ríkjum er tíðnin 10 eða færri sjálfsvíg á hverja hundrað þúsund íbúa. Ísland er aftur á móti ofarlega í flokkinum 10-15 á hverja hundrað þúsund íbúa ásamt Finnlandi, Írlandi, Frakklandi og Noregi.

Sjálfsvígstíðnin hefur þó lækkað töluvert á Íslandi frá árinu 2000, en árin 1999 og 2000 varð mikil sjálfsvígsbylgja á landinu og sérstaklega meðal ungra karlmanna.

Flestir á aldrinum 30 til 49 ára frömdu sjálfsvíg á Íslandi árið 2012 og næst stærsti hópurinn var á aldrinum 50 til 69 ára. Aftur á móti eru sjálfsvíg talin vera önnur helsta dánarorsök ungs fólks á aldrinum 15-29 ára. 

Í skýrslunni kemur fram að um 804 þúsund sjálfsvíg hafi verið skráð í heiminum árið 2012, en að öllum líkindum séu þau fleiri vegna vanskráningar, og talið er að fyrir hvern einstakling sem fellur fyrir eigin hendi geri tuttugu aðrir tilraun til slíks.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.