Menning

Skemmtileg sýning og margslungin

Fótspor á Vetrarbraut eftir Þórdísi Öldu Sigurðardóttur.
Fótspor á Vetrarbraut eftir Þórdísi Öldu Sigurðardóttur.
Inga Jónsdóttir.

„Gestir hafa sagt sýninguna vera bæði skemmtilega og margslungna enda hefur þeim gefist tækifæri til að taka þátt í sumum verkanna.“

Þetta segir Inga Jónsdóttir, safnstjóri Listasafns Árnesinga að Austurmörk 21 í Hveragerði, um sýninguna Snertipunkta sem samanstendur af verkum sjö íslenskra myndlistarmanna.

Þeir eru Anna Eyjólfsdóttir, Birgir Snæbjörn Birgisson, Helga Hjaltalín Eyjólfsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Ragnhildur Stefánsdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir og Þuríður Sigurðardóttir.


 „Allir listamennirnir eiga það sameiginlegt að hafa verið virkir í íslensku listalífi og jafnframt skapað sér vettvang erlendis,“ segir Inga.

Dr. Margrét Elísabet Ólafsdóttir, list-og fagurfræðingur,  er sýningarstjóri Snertipunkta. Hún mun ræða við gesti um verkin þar á sunnudaginn, 31. ágúst, klukkan 15 en sýningin stendur til 14. september.

Listasafn Árnesinga er opið alla daga milli klukkan 12 og 18.
Aðgangur er ókeypis og góð aðstaða er fyrir börn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.