Nemendur uppgötvi hæfileika sína Freyr Bjarnason skrifar 14. ágúst 2014 07:00 Finninn heldur fyrirlestur á Hilton Nordica Hóteli í dag. Fréttablaðið/Vilhelm Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári. Af því tilefni hófst í gær á Hilton Nordica Hóteli tveggja daga ráðstefna um starfsþróun kennara frá leikskóla til háskóla. Einn þriggja aðalfyrirlesaranna, Pasi Sahlberg, skólamaður frá Harvard-háskóla, stígur í pontu í dag. Hann er höfundur bókarinnar Finnish Lessons, sem hefur notið vinsælda bæði hjá stjórnmálamönnum og fólki innan skólakerfisins. Námsárangur finnskra skólabarna hefur vakið athygli og hafa alþjóðlegar mælingar sýnt fram á að menntakerfið þar í landi virki vel. „Nemendur hafa staðið sig vel á mörgum sviðum og kennurum líður almennt mjög vel í starfi sínu,“ segir Sahlberg. „Margir halda að Finnland sé einhver kraftaverkastaður og það er að vissu leyti rétt en við glímum samt við okkar vandamál.“Valdið er mikilvægt Niðurstöður alþjóðlegrar PISA-rannsóknar sýndu í fyrra að Ísland og Svíþjóð voru með lakasta árangur allra Norðurlandanna og að íslenskum nemendum hefði farið aftur í stærðfræðikunnáttu, lesskilningi og náttúrulæsi. Spurður hvort hann telji að kennsluaðferðunum sé um að kenna segir Sahlberg að þær eigi vafalítið einhvern þátt í niðurstöðunum. Frekar eigi samt að horfa til skipulagsins innan skólanna. „Finnsku kennsluaðferðirnar eru ekkert endilega árangursríkari en til dæmis í Svíþjóð og á Íslandi. Ég held að það sem er frábrugðið sé að við höfum enn þá stefnu í finnsku skólunum að skólastjórarnir hafa vald yfir kennurunum og geta skipað þeim að gera eitthvað ef þeim sýnist svo. Í skólastofunum gegna kennararnir sama hlutverki. Það er litið á kennarana sem leiðtoga sem hafa vald til að segja hvernig hlutirnir eiga að vera,“ greinir Sahlberg frá. „Í sumum löndum innan Skandinavíu sem ég hef heimsótt segjast skólastjórarnir ekki hafa þetta vald. Þeir geta ekki farið til kennaranna og sagt þeim hvað þeir eiga að gera og í mörgum löndum geta kennararnir ekki sýnt vald sitt yfir nemendunum af því að það er ekkert hlustað á þá.“Þarf fólk sem hugsar öðruvísi Hvað ætli sé það mikilvægasta þegar kemur að menntun í dag? „Það er að skilja hvert markmið menntunar er. Robin Williams, sem lést fyrr í vikunni, lék aðalhlutverkið í Dead Poets Society, sem er ein besta mynd sem gerð hefur verið um kennslu. Þar sagði hann að það mikilvægasta í námi væri að læra að hugsa sjálfstætt,“ segir hann. „Maður heyrir svo víða að vegna alþjóðlegrar samkeppni og fleira þurfi að mennta alla eins. Þetta er röng aðferð að mínu mati. Ég tel að megintilgangur kennslu sé að mennta alla þannig að þeir verði öðruvísi en náunginn við hliðina. Í Finnlandi hef ég talað fyrir því að við fylgjum ekki þessum alþjóðlega straumi. Við þurfum að virkja þessa mismunandi hæfileika sem fólk hefur í stað þess að fella alla í sama mót. Lítil lönd eins og Finnland, Ísland og hin Norðurlöndin þurfa á fólki að halda sem hugsar öðruvísi,“ bætir hann við. „Mér finnst að í kennslu eigi að hjálpa nemendum að uppgötva eigin hæfileika, eigin sköpunargáfu og eigin ástríðu. Við þurfum á því að halda að fleiri nemendur sem ljúka við skóla viti í hverju þeir eru góðir og geti notað það til að breyta lífi sínu og þjóð sinni. Í stað þess að menn metist um hvor sé betri í vísindum vil ég hjálpa öllum að vera eins og þeir vilja vera í raun og veru.“ Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári. Af því tilefni hófst í gær á Hilton Nordica Hóteli tveggja daga ráðstefna um starfsþróun kennara frá leikskóla til háskóla. Einn þriggja aðalfyrirlesaranna, Pasi Sahlberg, skólamaður frá Harvard-háskóla, stígur í pontu í dag. Hann er höfundur bókarinnar Finnish Lessons, sem hefur notið vinsælda bæði hjá stjórnmálamönnum og fólki innan skólakerfisins. Námsárangur finnskra skólabarna hefur vakið athygli og hafa alþjóðlegar mælingar sýnt fram á að menntakerfið þar í landi virki vel. „Nemendur hafa staðið sig vel á mörgum sviðum og kennurum líður almennt mjög vel í starfi sínu,“ segir Sahlberg. „Margir halda að Finnland sé einhver kraftaverkastaður og það er að vissu leyti rétt en við glímum samt við okkar vandamál.“Valdið er mikilvægt Niðurstöður alþjóðlegrar PISA-rannsóknar sýndu í fyrra að Ísland og Svíþjóð voru með lakasta árangur allra Norðurlandanna og að íslenskum nemendum hefði farið aftur í stærðfræðikunnáttu, lesskilningi og náttúrulæsi. Spurður hvort hann telji að kennsluaðferðunum sé um að kenna segir Sahlberg að þær eigi vafalítið einhvern þátt í niðurstöðunum. Frekar eigi samt að horfa til skipulagsins innan skólanna. „Finnsku kennsluaðferðirnar eru ekkert endilega árangursríkari en til dæmis í Svíþjóð og á Íslandi. Ég held að það sem er frábrugðið sé að við höfum enn þá stefnu í finnsku skólunum að skólastjórarnir hafa vald yfir kennurunum og geta skipað þeim að gera eitthvað ef þeim sýnist svo. Í skólastofunum gegna kennararnir sama hlutverki. Það er litið á kennarana sem leiðtoga sem hafa vald til að segja hvernig hlutirnir eiga að vera,“ greinir Sahlberg frá. „Í sumum löndum innan Skandinavíu sem ég hef heimsótt segjast skólastjórarnir ekki hafa þetta vald. Þeir geta ekki farið til kennaranna og sagt þeim hvað þeir eiga að gera og í mörgum löndum geta kennararnir ekki sýnt vald sitt yfir nemendunum af því að það er ekkert hlustað á þá.“Þarf fólk sem hugsar öðruvísi Hvað ætli sé það mikilvægasta þegar kemur að menntun í dag? „Það er að skilja hvert markmið menntunar er. Robin Williams, sem lést fyrr í vikunni, lék aðalhlutverkið í Dead Poets Society, sem er ein besta mynd sem gerð hefur verið um kennslu. Þar sagði hann að það mikilvægasta í námi væri að læra að hugsa sjálfstætt,“ segir hann. „Maður heyrir svo víða að vegna alþjóðlegrar samkeppni og fleira þurfi að mennta alla eins. Þetta er röng aðferð að mínu mati. Ég tel að megintilgangur kennslu sé að mennta alla þannig að þeir verði öðruvísi en náunginn við hliðina. Í Finnlandi hef ég talað fyrir því að við fylgjum ekki þessum alþjóðlega straumi. Við þurfum að virkja þessa mismunandi hæfileika sem fólk hefur í stað þess að fella alla í sama mót. Lítil lönd eins og Finnland, Ísland og hin Norðurlöndin þurfa á fólki að halda sem hugsar öðruvísi,“ bætir hann við. „Mér finnst að í kennslu eigi að hjálpa nemendum að uppgötva eigin hæfileika, eigin sköpunargáfu og eigin ástríðu. Við þurfum á því að halda að fleiri nemendur sem ljúka við skóla viti í hverju þeir eru góðir og geti notað það til að breyta lífi sínu og þjóð sinni. Í stað þess að menn metist um hvor sé betri í vísindum vil ég hjálpa öllum að vera eins og þeir vilja vera í raun og veru.“
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira