Svona er reynt að svindla á Íslendingum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 14. ágúst 2014 00:01 Ef tíðindi, sem eru of góð til að trúa þeim, berast frá óþekktum aðila, jafnvel á tölvuþýddri íslensku, þá ber heldur ekki að trúa þeim. Eins getur verið gott að gjalda varhug við hjálparákalli þótt það komi frá kunnuglegu netfangi. fréttablaðið/vilhelm Ófáir Íslendingar hafa fengið tölvupóst, símaskilaboð eða jafnvel símhringingu þar sem þeim eru boðin hagstæð lán, kaup eða þeim tjáð þau tíðindi að þeim hafi hlotnast gríðarlegir fjármunir. Undantekningalaust hangir ljótur leikur á spýtunni svo best er að hunsa öll erindi af þessari gerð, segir upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en því miður hafa málefni nokkurra sem bitu á agnið lent þar. Oftast er þó ógjörningur að ná fé sem eitt sinn hefur verið sent á reikning erlendis. Svikahrapparnir beita ýmsum brögðum og hér verða tekin saman þau algengustu. Það nýjasta gæti verið nokkuð sannfærandi ef ekki væri fyrir textann sem svo oft er greinilega unninn af þýðingamaskínu Google. Hér að neðan má sjá sjö algengustu bellibrögðin í bókinni.Vísir/Valli1. Lottó eða happdrættisvinningur Viðtakanda er tilkynnt að hann hafi unnið fyrsta vinning sem sé himinhá fjárhæð. Sendandinn segist nú þurfa upplýsingar til að koma peningunum til viðtakandans. Þannig komast óprúttnir yfir mikilvægar upplýsingar. Stundum er einnig farið fram á greiðslu sem sé nauðsynleg til að losa um vinninginn.2. Aðstoð við tölvuvírusa Með því að bjóða vírusvörn og þjónustu henni tengda geta óprúttnir komist yfir kortanúmer og auðvitað er vírusvörnin spuni frá rótum.3. Arfur Viðtakandi fær þær fregnir að fjarskyldur ættingi, sem ber jafnvel sama föðurnafn og hann, hafi látist. Nú verði viðtakandinn að gefa upplýsingar til að geta tekið við arfinum sem hans bíði og jafnvel reiða fram fé til að losa um hann.4. Leiga á íbúðum Flottar íbúðir eru boðnar til leigu á hlægilega lágu verði. Þegar búið er að borga staðfestingargjald kemur í ljós að þær voru aldrei til leigu.5. Lán á kjarakjörum Sömuleiðis getur viðtakanda borist auglýsing um lán á afar hagstæðum kjörum. Þegar hinn óprúttni hefur fengið fé og upplýsingar kemur svo í ljós að lánið stóð aldrei til boða.6. Bíll til sölu Sendandinn beitir allri sinni skáldagáfu til að prjóna ástæður fyrir því að hann geti ekki sýnt bílinn sem sé til sölu á afar hagstæðu verði. Sendandinn er vissulega erlendis svo það þarf að senda honum peninginn.7. Nýjasta bellibragðið. Nýverið hefur borið á því, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að þrjótar brjótist inn í tölvur og sendi frá netfangi tölvueigandans póst á alla þá sem vistaðir eru í tenglaskránni. Pósturinn er oftast ákall um hjálp þar sem eigandi netfangsins segist hafa verið rændur og sé því strandaglópur á erlendum flugvelli. Hann þarf því aur til að komast heim. Viðtakandinn fær sem sagt póst frá einhverjum sem hann þekkir, með falskri hjálparbeiðni þar sem hann er beðinn að senda pening á ákveðinn reikning sem síðan er í eigu svikahrappsins sem braust inn í tölvuna. Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira
Ófáir Íslendingar hafa fengið tölvupóst, símaskilaboð eða jafnvel símhringingu þar sem þeim eru boðin hagstæð lán, kaup eða þeim tjáð þau tíðindi að þeim hafi hlotnast gríðarlegir fjármunir. Undantekningalaust hangir ljótur leikur á spýtunni svo best er að hunsa öll erindi af þessari gerð, segir upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en því miður hafa málefni nokkurra sem bitu á agnið lent þar. Oftast er þó ógjörningur að ná fé sem eitt sinn hefur verið sent á reikning erlendis. Svikahrapparnir beita ýmsum brögðum og hér verða tekin saman þau algengustu. Það nýjasta gæti verið nokkuð sannfærandi ef ekki væri fyrir textann sem svo oft er greinilega unninn af þýðingamaskínu Google. Hér að neðan má sjá sjö algengustu bellibrögðin í bókinni.Vísir/Valli1. Lottó eða happdrættisvinningur Viðtakanda er tilkynnt að hann hafi unnið fyrsta vinning sem sé himinhá fjárhæð. Sendandinn segist nú þurfa upplýsingar til að koma peningunum til viðtakandans. Þannig komast óprúttnir yfir mikilvægar upplýsingar. Stundum er einnig farið fram á greiðslu sem sé nauðsynleg til að losa um vinninginn.2. Aðstoð við tölvuvírusa Með því að bjóða vírusvörn og þjónustu henni tengda geta óprúttnir komist yfir kortanúmer og auðvitað er vírusvörnin spuni frá rótum.3. Arfur Viðtakandi fær þær fregnir að fjarskyldur ættingi, sem ber jafnvel sama föðurnafn og hann, hafi látist. Nú verði viðtakandinn að gefa upplýsingar til að geta tekið við arfinum sem hans bíði og jafnvel reiða fram fé til að losa um hann.4. Leiga á íbúðum Flottar íbúðir eru boðnar til leigu á hlægilega lágu verði. Þegar búið er að borga staðfestingargjald kemur í ljós að þær voru aldrei til leigu.5. Lán á kjarakjörum Sömuleiðis getur viðtakanda borist auglýsing um lán á afar hagstæðum kjörum. Þegar hinn óprúttni hefur fengið fé og upplýsingar kemur svo í ljós að lánið stóð aldrei til boða.6. Bíll til sölu Sendandinn beitir allri sinni skáldagáfu til að prjóna ástæður fyrir því að hann geti ekki sýnt bílinn sem sé til sölu á afar hagstæðu verði. Sendandinn er vissulega erlendis svo það þarf að senda honum peninginn.7. Nýjasta bellibragðið. Nýverið hefur borið á því, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að þrjótar brjótist inn í tölvur og sendi frá netfangi tölvueigandans póst á alla þá sem vistaðir eru í tenglaskránni. Pósturinn er oftast ákall um hjálp þar sem eigandi netfangsins segist hafa verið rændur og sé því strandaglópur á erlendum flugvelli. Hann þarf því aur til að komast heim. Viðtakandinn fær sem sagt póst frá einhverjum sem hann þekkir, með falskri hjálparbeiðni þar sem hann er beðinn að senda pening á ákveðinn reikning sem síðan er í eigu svikahrappsins sem braust inn í tölvuna.
Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira