Innlent

Verður að flytja nýja tillögu

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Birgir Ármannson er formaður utanríkismálanefndar.
Birgir Ármannson er formaður utanríkismálanefndar.
„Utanríkismálanefnd hefur ekki fjallað um slitatillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra frá því í vor,“ segir Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar.

Utanríkisráðherra lagði fram umdeilda þingsályktunartillögu sína um slit á viðræðum við Evrópusambandið í febrúar. Eftir umræður í þinginu var tillagan send utanríkismálanefnd Alþingis til umfjöllunar um miðjan mars og þar dagaði hana uppi.

„Ég geri ekki ráð fyrir að þetta mál komi á dagskrá hjá nefndinni nema tillagan verði endurflutt í haust annaðhvort óbreytt eða í breyttri mynd,“ segir Birgir. Hann segir að ekki liggi fyrir hvaða skref verði stigin næst í málinu.

Gunnar Bragi gaf sér ekki tíma til að svara fyrirspurn um málið í gær. Aðstoðarmaður ráðherra sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort önnur tillaga yrði lögð fram um formleg slit á viðræðum við Evrópusambandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×