Það eru margir intersex án þess að hafa hugmynd um það 7. ágúst 2014 12:00 Sigga Dögg Ég sá ótrúlega áhugaverða heimildarmynd um intersex í boði Hinsegin daga. Myndin heitir Intersexion og rekur sögu nokkurra intersex-einstaklinga, bæði persónulega og læknisfræðilega. Hjartað mitt kramdist oft og mörgum sinnum er einstaklingar greindu frá alls konar tilraunastarfsemi skurðlækna og útskúfun samfélagsins. Foreldrarnir treystu og trúðu læknunum sem horfðu á gullfallegt nýfætt barn en í stað þess að sjá kraftaverk, fullkomnun og fegurð, sáu bara eitthvað sem þurfti að laga. Eitthvað var öðruvísi en þeirra læknisfræðilega fyrirfram skilgreinda mót. Barn með „óþægileg“ kynfæri er best að skera, teygja, sauma, dæla í hormónum og lyfjum, segja foreldrunum hvernig skuli ala það upp og gera barnið svo að ævilöngum spítalagesti. Kynfærin voru endurhönnuð til að falla í „eðlilegt“ mót. Annað gæti verið hættulegt, jafnvel leitt af sér stríðni, eða það sem ekki má segja og er með öllu óhugsandi, kynlífsleysi því enginn vill stunda kynlíf með ljótum hálfkláruðum kynfærum. Ég steingleymdi að segja þér hvað intersex er. Einstaklingar sem fæðast með kynfæri sem eru tvíræð í útliti teljast sem intersex. En það er ekki alveg svo auðvelt því kynfærin geta litið „venjulega“ út utan á en eru það mögulega ekki að innan. Það kemur þá ekki í ljós fyrr en um kynþroska þegar hann lætur á sér standa eða seinna þegar fólki gengur erfiðlega að geta barn. Það er áætlað að um 1,7% einstaklinga séu intersex en aðeins brot af þeim einstaklingum sé með tvíræð kynfæri og því eru margir intersex án þess að vita af því. Færustu sérfræðingar og heilbrigðissamtök hvetja foreldra til þess að láta ekki barnið undir skurðarhnífinn heldur bíða og sjá hvað barnið vill gera þegar það hefur aldur og vit til. Sumir vilja láta breyta kynfærunum og aðrir láta þau ósnert. Hér gildir val. Það var svo augljóst í heimildarmyndinni að við þurfum að átta okkur á fjölbreytileika mannslíkamans og hætta að halda að kynlífi snúi að samförum lims og legganga. Kynlíf snýst um unað og þar er stærð kynfæranna ekki lykilatriði heldur einstaklingurinn og hversu vel honum líður í eigin skinni. Í kynfæramyndatökunni hjá mér um daginn töluðu margir þátttakendur um kynfæraskömm. Hversu erfitt það var að vera á einhvern hátt öðru vísi. Það er svo merkilegt að við skulum flokka eitthvað sem öðru vísi þegar það er ekki til neitt viðmið, það er ekki til nein fullkomnun nema fjölbreytileikinn. Það er mikilvægt að við förum að átta okkur á því. Við erum einstaklingar en ekki klofið á okkur. Klof mitt segir hvorki til um hver uppáhaldsliturinn minn sé né hvernig kynlíf ég stunda. Nýlega voru stofnuð intersex-samtök á Íslandi, sem betur fer. Nú er nefnilega komið nóg og við skulum segja stopp við tilraunastarfsemi. Við ætlum að fagna fjölbreytileikanum og hvert öðru. Gleðilega Hinsegin daga. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Sjá meira
Ég sá ótrúlega áhugaverða heimildarmynd um intersex í boði Hinsegin daga. Myndin heitir Intersexion og rekur sögu nokkurra intersex-einstaklinga, bæði persónulega og læknisfræðilega. Hjartað mitt kramdist oft og mörgum sinnum er einstaklingar greindu frá alls konar tilraunastarfsemi skurðlækna og útskúfun samfélagsins. Foreldrarnir treystu og trúðu læknunum sem horfðu á gullfallegt nýfætt barn en í stað þess að sjá kraftaverk, fullkomnun og fegurð, sáu bara eitthvað sem þurfti að laga. Eitthvað var öðruvísi en þeirra læknisfræðilega fyrirfram skilgreinda mót. Barn með „óþægileg“ kynfæri er best að skera, teygja, sauma, dæla í hormónum og lyfjum, segja foreldrunum hvernig skuli ala það upp og gera barnið svo að ævilöngum spítalagesti. Kynfærin voru endurhönnuð til að falla í „eðlilegt“ mót. Annað gæti verið hættulegt, jafnvel leitt af sér stríðni, eða það sem ekki má segja og er með öllu óhugsandi, kynlífsleysi því enginn vill stunda kynlíf með ljótum hálfkláruðum kynfærum. Ég steingleymdi að segja þér hvað intersex er. Einstaklingar sem fæðast með kynfæri sem eru tvíræð í útliti teljast sem intersex. En það er ekki alveg svo auðvelt því kynfærin geta litið „venjulega“ út utan á en eru það mögulega ekki að innan. Það kemur þá ekki í ljós fyrr en um kynþroska þegar hann lætur á sér standa eða seinna þegar fólki gengur erfiðlega að geta barn. Það er áætlað að um 1,7% einstaklinga séu intersex en aðeins brot af þeim einstaklingum sé með tvíræð kynfæri og því eru margir intersex án þess að vita af því. Færustu sérfræðingar og heilbrigðissamtök hvetja foreldra til þess að láta ekki barnið undir skurðarhnífinn heldur bíða og sjá hvað barnið vill gera þegar það hefur aldur og vit til. Sumir vilja láta breyta kynfærunum og aðrir láta þau ósnert. Hér gildir val. Það var svo augljóst í heimildarmyndinni að við þurfum að átta okkur á fjölbreytileika mannslíkamans og hætta að halda að kynlífi snúi að samförum lims og legganga. Kynlíf snýst um unað og þar er stærð kynfæranna ekki lykilatriði heldur einstaklingurinn og hversu vel honum líður í eigin skinni. Í kynfæramyndatökunni hjá mér um daginn töluðu margir þátttakendur um kynfæraskömm. Hversu erfitt það var að vera á einhvern hátt öðru vísi. Það er svo merkilegt að við skulum flokka eitthvað sem öðru vísi þegar það er ekki til neitt viðmið, það er ekki til nein fullkomnun nema fjölbreytileikinn. Það er mikilvægt að við förum að átta okkur á því. Við erum einstaklingar en ekki klofið á okkur. Klof mitt segir hvorki til um hver uppáhaldsliturinn minn sé né hvernig kynlíf ég stunda. Nýlega voru stofnuð intersex-samtök á Íslandi, sem betur fer. Nú er nefnilega komið nóg og við skulum segja stopp við tilraunastarfsemi. Við ætlum að fagna fjölbreytileikanum og hvert öðru. Gleðilega Hinsegin daga.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Sjá meira