Skáldsagan Burial Rites kemur út á íslensku í haust Friðrika Benónýsdóttir skrifar 31. júlí 2014 13:30 Hannah Kent Var skiptinemi á Íslandi. MYND/Nordicphotos/Getty Þótt skáldsagan Burial Rites sé ættuð frá Ástralíu, höfundurinn er Hannah Kent, þá er yrkisefnið rammíslenskt, saga Agnesar Magnúsdóttur, síðustu konunnar sem tekin var af lífi af yfirvöldum á Íslandi. Sagan, sem er margverðlaunuð og hefur farið hina frægu sigurför um heiminn, er nú væntanleg frá Forlaginu í íslenskri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar og er útgáfa fyrirhuguð snemma í september. Sagan lýsir dvöl Agnesar í varðhaldi eftir dauðadóminn og í henni rekur hún sögu sína smátt og smátt fyrir aðstoðarprestinum Tóta sem falið hefur verið að sjá um andlegan undirbúning hennar fyrir dauðann. Agnes var, eins og frægt er, hálshöggvin í Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu þann 12. janúar 1830 ásamt félaga sínum Friðriki Sigurðssyni, fyrir morðið á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni. Hannah, sem er 28 ára, kom sem skiptinemi til Íslands á unglingsárum og hreifst svo af dramatískri sögu Agnesar að þegar hún hóf skriftir á sinni fyrstu bók kom engin önnur til greina, að hennar sögn. Í samræmi við sigurgöngu bókarinnar er nú einnig í undirbúningi kvikmynd eftir sögunni þar sem Jennifer Lawrence fer með hlutverk Agnesar. Menning Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þótt skáldsagan Burial Rites sé ættuð frá Ástralíu, höfundurinn er Hannah Kent, þá er yrkisefnið rammíslenskt, saga Agnesar Magnúsdóttur, síðustu konunnar sem tekin var af lífi af yfirvöldum á Íslandi. Sagan, sem er margverðlaunuð og hefur farið hina frægu sigurför um heiminn, er nú væntanleg frá Forlaginu í íslenskri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar og er útgáfa fyrirhuguð snemma í september. Sagan lýsir dvöl Agnesar í varðhaldi eftir dauðadóminn og í henni rekur hún sögu sína smátt og smátt fyrir aðstoðarprestinum Tóta sem falið hefur verið að sjá um andlegan undirbúning hennar fyrir dauðann. Agnes var, eins og frægt er, hálshöggvin í Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu þann 12. janúar 1830 ásamt félaga sínum Friðriki Sigurðssyni, fyrir morðið á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni. Hannah, sem er 28 ára, kom sem skiptinemi til Íslands á unglingsárum og hreifst svo af dramatískri sögu Agnesar að þegar hún hóf skriftir á sinni fyrstu bók kom engin önnur til greina, að hennar sögn. Í samræmi við sigurgöngu bókarinnar er nú einnig í undirbúningi kvikmynd eftir sögunni þar sem Jennifer Lawrence fer með hlutverk Agnesar.
Menning Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira