Skáldsagan Burial Rites kemur út á íslensku í haust Friðrika Benónýsdóttir skrifar 31. júlí 2014 13:30 Hannah Kent Var skiptinemi á Íslandi. MYND/Nordicphotos/Getty Þótt skáldsagan Burial Rites sé ættuð frá Ástralíu, höfundurinn er Hannah Kent, þá er yrkisefnið rammíslenskt, saga Agnesar Magnúsdóttur, síðustu konunnar sem tekin var af lífi af yfirvöldum á Íslandi. Sagan, sem er margverðlaunuð og hefur farið hina frægu sigurför um heiminn, er nú væntanleg frá Forlaginu í íslenskri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar og er útgáfa fyrirhuguð snemma í september. Sagan lýsir dvöl Agnesar í varðhaldi eftir dauðadóminn og í henni rekur hún sögu sína smátt og smátt fyrir aðstoðarprestinum Tóta sem falið hefur verið að sjá um andlegan undirbúning hennar fyrir dauðann. Agnes var, eins og frægt er, hálshöggvin í Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu þann 12. janúar 1830 ásamt félaga sínum Friðriki Sigurðssyni, fyrir morðið á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni. Hannah, sem er 28 ára, kom sem skiptinemi til Íslands á unglingsárum og hreifst svo af dramatískri sögu Agnesar að þegar hún hóf skriftir á sinni fyrstu bók kom engin önnur til greina, að hennar sögn. Í samræmi við sigurgöngu bókarinnar er nú einnig í undirbúningi kvikmynd eftir sögunni þar sem Jennifer Lawrence fer með hlutverk Agnesar. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þótt skáldsagan Burial Rites sé ættuð frá Ástralíu, höfundurinn er Hannah Kent, þá er yrkisefnið rammíslenskt, saga Agnesar Magnúsdóttur, síðustu konunnar sem tekin var af lífi af yfirvöldum á Íslandi. Sagan, sem er margverðlaunuð og hefur farið hina frægu sigurför um heiminn, er nú væntanleg frá Forlaginu í íslenskri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar og er útgáfa fyrirhuguð snemma í september. Sagan lýsir dvöl Agnesar í varðhaldi eftir dauðadóminn og í henni rekur hún sögu sína smátt og smátt fyrir aðstoðarprestinum Tóta sem falið hefur verið að sjá um andlegan undirbúning hennar fyrir dauðann. Agnes var, eins og frægt er, hálshöggvin í Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu þann 12. janúar 1830 ásamt félaga sínum Friðriki Sigurðssyni, fyrir morðið á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni. Hannah, sem er 28 ára, kom sem skiptinemi til Íslands á unglingsárum og hreifst svo af dramatískri sögu Agnesar að þegar hún hóf skriftir á sinni fyrstu bók kom engin önnur til greina, að hennar sögn. Í samræmi við sigurgöngu bókarinnar er nú einnig í undirbúningi kvikmynd eftir sögunni þar sem Jennifer Lawrence fer með hlutverk Agnesar.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira