Vilja loka landinu fyrir ferðamönnum 18. júlí 2014 08:00 Gjaldtakan í landi Reykjahlíðar hefur verið bönnuð Fréttablaðið/Völundur Sýslumaðurinn á Húsavík samþykkti í gær lögbannsbeiðni á gjaldtöku við Kröflu og við hverina austan Námaskarðs. Gjaldtaka hófst þann 18. júní síðastliðinn og var starfrækt af Landeigendum Reykjahlíðar ehf. Gerðarbeiðendur eru alls sjö og eru allir landeigendur í Reykjahlíð. Lögbannið tekur gildi þegar gerðarbeiðendur hafa lagt fram 40 milljónir króna í tryggingu. Frestur er veittur til hádegis, miðvikudaginn 23. júlí Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður gjaldtöku Landeigenda Reykjahlíðar, telur gerðarbeiðendur aðeins hugsa um eigin hag í stað þess að hugsa um hag náttúrunnar í eigin landi. „Við búum í svolítið sérkennilegu þjóðfélagi, þar sem landeigendur setja lögbann á sjálfa sig. Það segir manni svolítið um það á hvaða forsendum þeir gera það. Þeir eru ekki að hugsa um verndun náttúrunnar og lands síns, heldur aðeins um eigin hag og að missa ekki spón úr aski sínum við að selja gistingu og annað slíkt,“ segir Ólafur. Ólafur segir að nú þurfi meirihluti landeigenda að grípa til annarra aðferða til að vernda náttúruna í landi sínu. „Það er alveg ljóst að við munum halda gjaldtöku áfram þangað til lögbannið verður staðfest, nú ef það verður svo staðfest þá grípum við til þeirra aðgerða að loka landinu fyrir ferðafólki til að tryggja vernd náttúrunnar á svæðinu.“ „Almannaréttur löngu horfinn“Ólafur telur þann almannarétt sem ferðaþjónustuaðilar og ferðamenn vitni til, ekki vera lengur til staðar í sínu landi. „Allmannarétturinn er gjörsamlega horfinn þegar fyrirtæki eins og Iceland Rravel skipuleggja og selja ferðir inn á annarra manna land og taka hagnað af ferðunum. Hinsvegar fær landeiegandinn ekkert í sinn snúð og tekur ekkert fyrir að eiga landið. Þar situr hann eftir með sárt ennið, situr eftir með ónýtt land og kúk og piss úti um alla móa. Þetta er staðreyndin í dag og ég held að þessi niðurstaða hafi ekki verið ánægjuleg fyrir þá sem hófu lögbannsbeiðnina. Nú förum við í það bað ð loka landinu. Ólafur telur það vera sinn rétt að taka gjald af ferðamönnum sem koma í hans landareign. "Við erum eina landið í heiminum sem býður upp á svona náttúruperlur, líkt og við eigum hér á Íslandi, þar sem ferðamenn borga ekki krónu fyrir það. Þeessir peningar skila sér ekki á svæðin í gegnum ríkisvaldið. Við höfum séð þetta oft og mörgum sinnum að ríkið, og allar þessar nefndir sem starfa fyrir ríkisvaldið, haga vinnu sinni þannig að því lengra sem þú ferð út fyrir Reykjavík, þeim mun erfiðara virðist það vera fyrir þá að veita peningum á svæðin. Kemur ekki á óvartRagnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, telur þurfa breiða sátt um niðurstöðu í uppbyggingu ferðamannastaða. „Þessi niðurstaða kom mér ekki á óvart miðað við fordæmið af sambærilegu mál við Geysi í Haukadal fyrr í sumar. Þar var ekki heldur eining meðal landeigenda um að hefja gjaldtöku inn á svæðið. Niðurstaðan styrkir mig í þeirri trú að það þurfi að ná breiðri sátt um lausn í þessum málum líkt og ég hef áður talað fyrir. Gjaldtaka er ekki markmið í sjálfu sér heldur það að tryggja fjármögnun til uppbyggingar og verndun náttúrunnar – „vörunnar“ sem um 80% erlendra ferðamanna koma hingað til upplifa“, segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, innt eftir viðbrögðum við lögbanni á gjaldtöku í landi Reykjahlíðar í Mývatnssveit. Uppbyging verði að vera á réttum forsendumHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir skipta mestu máli að horfa til heildarhagsmuna hvað varðar uppbyggingu ferðamannastaða. „Við höfum alltaf talað fyrir því að ná heildarlausn í málum er varðar gjaldtöku við ferðamannastaði. SAF hefur ætíð bent á að versta mögulega leiðin sé sú að vera með gjaldtöku við hverja náttúruperlu. Sú leið er í hróplegu ósamræmi við þá ásýnd sem Ísland sem ákjósanlegur ferðamannastaður stendur fyrir.“ Helga segir gjaldtökumálin hafa mikið verið rædd innan SAF og að samtökin hafi haft miklar áhyggjur af þeim, bæði í landi Reykjahlíðar, við Geysi og á öðrum stöðum. Lögbannið komi ekki á óvart og sé í línu við það sem gerðist við Geysi. Hins vegar skilji hún og tekur undir með forsvarsmönnum gjaldtöku í Reykjahlíð um mikilvægi verndunar íslenskrar náttúru. „Við teljum mikilvægt að horft sé til heildarlausna í þessu máli. Hún felst hins vegar alls ekki í því að reisa gjaldtökuhlið við hverja náttúruperlu. Til langs tíma litið getur ekki verið farsælt að hafa þann háttinn á. Hins vegar tökum við undir með meirihluta landeiganda um hversu mikilvægt það sé að þessi takmarkaða auðlind haldist í góðu ásigkomulagi til komandi kynslóða. Við teljum mjög mikilvægt að ráðist sé í uppbyggingu. Hún verður hins vegar að vera á réttum forsendum“ segir Helga. Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Sýslumaðurinn á Húsavík samþykkti í gær lögbannsbeiðni á gjaldtöku við Kröflu og við hverina austan Námaskarðs. Gjaldtaka hófst þann 18. júní síðastliðinn og var starfrækt af Landeigendum Reykjahlíðar ehf. Gerðarbeiðendur eru alls sjö og eru allir landeigendur í Reykjahlíð. Lögbannið tekur gildi þegar gerðarbeiðendur hafa lagt fram 40 milljónir króna í tryggingu. Frestur er veittur til hádegis, miðvikudaginn 23. júlí Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður gjaldtöku Landeigenda Reykjahlíðar, telur gerðarbeiðendur aðeins hugsa um eigin hag í stað þess að hugsa um hag náttúrunnar í eigin landi. „Við búum í svolítið sérkennilegu þjóðfélagi, þar sem landeigendur setja lögbann á sjálfa sig. Það segir manni svolítið um það á hvaða forsendum þeir gera það. Þeir eru ekki að hugsa um verndun náttúrunnar og lands síns, heldur aðeins um eigin hag og að missa ekki spón úr aski sínum við að selja gistingu og annað slíkt,“ segir Ólafur. Ólafur segir að nú þurfi meirihluti landeigenda að grípa til annarra aðferða til að vernda náttúruna í landi sínu. „Það er alveg ljóst að við munum halda gjaldtöku áfram þangað til lögbannið verður staðfest, nú ef það verður svo staðfest þá grípum við til þeirra aðgerða að loka landinu fyrir ferðafólki til að tryggja vernd náttúrunnar á svæðinu.“ „Almannaréttur löngu horfinn“Ólafur telur þann almannarétt sem ferðaþjónustuaðilar og ferðamenn vitni til, ekki vera lengur til staðar í sínu landi. „Allmannarétturinn er gjörsamlega horfinn þegar fyrirtæki eins og Iceland Rravel skipuleggja og selja ferðir inn á annarra manna land og taka hagnað af ferðunum. Hinsvegar fær landeiegandinn ekkert í sinn snúð og tekur ekkert fyrir að eiga landið. Þar situr hann eftir með sárt ennið, situr eftir með ónýtt land og kúk og piss úti um alla móa. Þetta er staðreyndin í dag og ég held að þessi niðurstaða hafi ekki verið ánægjuleg fyrir þá sem hófu lögbannsbeiðnina. Nú förum við í það bað ð loka landinu. Ólafur telur það vera sinn rétt að taka gjald af ferðamönnum sem koma í hans landareign. "Við erum eina landið í heiminum sem býður upp á svona náttúruperlur, líkt og við eigum hér á Íslandi, þar sem ferðamenn borga ekki krónu fyrir það. Þeessir peningar skila sér ekki á svæðin í gegnum ríkisvaldið. Við höfum séð þetta oft og mörgum sinnum að ríkið, og allar þessar nefndir sem starfa fyrir ríkisvaldið, haga vinnu sinni þannig að því lengra sem þú ferð út fyrir Reykjavík, þeim mun erfiðara virðist það vera fyrir þá að veita peningum á svæðin. Kemur ekki á óvartRagnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, telur þurfa breiða sátt um niðurstöðu í uppbyggingu ferðamannastaða. „Þessi niðurstaða kom mér ekki á óvart miðað við fordæmið af sambærilegu mál við Geysi í Haukadal fyrr í sumar. Þar var ekki heldur eining meðal landeigenda um að hefja gjaldtöku inn á svæðið. Niðurstaðan styrkir mig í þeirri trú að það þurfi að ná breiðri sátt um lausn í þessum málum líkt og ég hef áður talað fyrir. Gjaldtaka er ekki markmið í sjálfu sér heldur það að tryggja fjármögnun til uppbyggingar og verndun náttúrunnar – „vörunnar“ sem um 80% erlendra ferðamanna koma hingað til upplifa“, segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, innt eftir viðbrögðum við lögbanni á gjaldtöku í landi Reykjahlíðar í Mývatnssveit. Uppbyging verði að vera á réttum forsendumHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir skipta mestu máli að horfa til heildarhagsmuna hvað varðar uppbyggingu ferðamannastaða. „Við höfum alltaf talað fyrir því að ná heildarlausn í málum er varðar gjaldtöku við ferðamannastaði. SAF hefur ætíð bent á að versta mögulega leiðin sé sú að vera með gjaldtöku við hverja náttúruperlu. Sú leið er í hróplegu ósamræmi við þá ásýnd sem Ísland sem ákjósanlegur ferðamannastaður stendur fyrir.“ Helga segir gjaldtökumálin hafa mikið verið rædd innan SAF og að samtökin hafi haft miklar áhyggjur af þeim, bæði í landi Reykjahlíðar, við Geysi og á öðrum stöðum. Lögbannið komi ekki á óvart og sé í línu við það sem gerðist við Geysi. Hins vegar skilji hún og tekur undir með forsvarsmönnum gjaldtöku í Reykjahlíð um mikilvægi verndunar íslenskrar náttúru. „Við teljum mikilvægt að horft sé til heildarlausna í þessu máli. Hún felst hins vegar alls ekki í því að reisa gjaldtökuhlið við hverja náttúruperlu. Til langs tíma litið getur ekki verið farsælt að hafa þann háttinn á. Hins vegar tökum við undir með meirihluta landeiganda um hversu mikilvægt það sé að þessi takmarkaða auðlind haldist í góðu ásigkomulagi til komandi kynslóða. Við teljum mjög mikilvægt að ráðist sé í uppbyggingu. Hún verður hins vegar að vera á réttum forsendum“ segir Helga.
Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira