Lífið

Neil Young yfir sig hrifinn af Sollu

Eyþór, Neil Young og Solla
Eyþór, Neil Young og Solla MYND/Úr einkasafni
„Við Eyþór elduðum fyrir hann allan daginn – sáum alveg um hann frá morgni til kvölds,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló, en hún sá um að elda ofan í Neil Young ásamt Eyþóri Rúnarssyni, yfirkokki á Gló, á meðan á dvöl hans stóð á Íslandi.

Neil Young er grænmetisæta.

„Hann byrjaði daginn á grænum djús og hollum morgunmat, við gáfum honum meðal annars chiagraut og hörfræolíu sem hann var að fíla,“ segir Solla og bætir við að hann hafi verið í mat hjá þeim frá föstudegi til þriðjudags.

„Við gáfum honum mismunandi grænmetis- og raw-rétti – bara það sem við erum með á matseðlinum hérna á Gló. Hann elskaði þetta allt!“ segir Solla, létt í bragði.

„Í morgun kom hann og kvaddi okkur og þakkaði fyrir sig. Aðstoðarmaðurinn hans sagði að það eina sem þeir gætu fundið að væri að nú hefði standardinn farið svo langt upp úr öllu valdi hvað bragð og gæði varðaði að erfitt væri að fylgja þessu eftir,“ segir hún og hlær.

Eyþór sá einnig um að elda kjöt og fisk ofan í hljómsveitina Crazy Horse sem fylgdi söngvaranum og vakti gríðarlega lukku.

„Þeir höfðu ekki búist við þessu á Íslandi af öllum stöðum!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×