Lífið

Eldrautt og bráðhollt

Miðjarðahafsþeytingur og C-Vítamínþruma.
Miðjarðahafsþeytingur og C-Vítamínþruma.

Meinhollir þeytingar úr íslensku grænmeti sem bæta og kæta heilsuna.

Miðjarðarhafsþeytingur

4 vel þroskaðir tómatar
3 stilkar sellerí með laufunum
75 gr. fjallaspínat eða annað íslenskt spínat (tvær góðar handfyllir)
1 handfylli íslenskt klettasalat
1 avókadó (má sleppa)
½ bolli fersk basilíka
Safi úr einni sítrónu
4 dl vatn

Allt sett í blandara og blandað vel.
 

C-vítamínþruma

2 paprikur (rauðar, gular eða appelsínugular)
1 handfylli kirsuberjatómatar
½ gúrka
Safi úr ½ sítrónu
3 dl kalt vatn

Allt sett í blandara og blandað vel.

Heimild: islenskt.isAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.