Lífið

Benni Erlings betri en Robert de Niro

Baldvin Þormóðsson skrifar
Vísir/Heiða Helgadóttir
Í spænska blaðinu Icult birtist í síðustu viku gagnrýni um tvær bíómyndir sem nú eru sýndar á Spáni.

Önnur var myndin El Encargo, eða The Bag Man, sem skartar leikurum á borð við Robert De Niro, Joan Cusack og Rebecca Da Costa. Hin var nýjasta kvikmynd Benedikts Erlingssonar Hross í oss sem sem kallast á spænsku De caballos y hombres.

Fór það svo að spænska gagnrýnandanum fannst mynd Roberts De Niro harla léleg og fékk hún eina stjörnu af fjórum mögulegum.

Hins vegar var sá hinn sami svo hrifinn af mynd Benedikts að hann gaf henni fullt hús stiga, fjórar stjörnur. Það má því með sanni segja að Benedikt sé orðinn vinsæll í Barcelona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×