Kúga kærustur með grófri myndbirtingu Snærós Sindradóttir skrifar 25. júní 2014 00:01 Sigþrúður segir að hótanir um myndbirtingu geti haft mikil áhrif jafnvel þótt konan sé flutt frá ofbeldismanninum og byrjuð að byggja líf sitt upp að nýju. VÍSIR/Getty Það er orðið mjög algengt að menn í ofbeldissamböndum hóti fórnarlömbum sínum dreifingu á óþægilegu og grófu myndefni af þeim. „Þetta kemur í veg fyrir að konurnar þori yfirhöfuð að fara frá manninum,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. „Þetta er þó frekar á meðal yngri kvenna en eldri.“ Sigþrúður segir að þessi þróun hafi orðið á löngum tíma. „Almennt hefur þetta þau áhrif að hann stjórnar áfram lífi hennar og heftir frelsi hennar. Þrátt fyrir að konan sé búin að koma sér undan líkamlegu valdi hans þá hefur hann vopn í hendinni.“ Hún segir að oft láti ofbeldismaðurinn ekki til skarar skríða. „Við þekkjum mörg dæmi um að þeir hafi ekki gert það. Í flestum tilfellum sem við höfum heyrt af þá eru þetta innantómar hótanir og ekki byggðar á neinum rökum.“ Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að reynt sé að hafa samband við konur sem verða fyrir grófri myndbirtingu. „Lögreglan er í sjálfu sér ekki með mikið frumkvæðiseftirlit á netinu en það koma vissulega ábendingar til okkar um myndir og annað slíkt. Ef það er hægt að þekkja þá sem eru á myndum og myndirnar eru þess eðlis þá er haft samband við viðkomandi.“ Erfitt geti þó reynst að sanna hver dreifði myndefninu. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, þekkir mörg dæmi þess að konur sem koma úr ofbeldissamböndum hafi myndbirtingu sveimandi yfir sér. „Í nútímakynlífi og með nútímatækni er oft til myndefni sem er kannski framleitt af báðum en síðan er hægt að nota það sem vopn gegn henni, eflaust líka karlinum en ég hef bara engin dæmi um það.“ Hún segir myndbirtinguna auka vigt ofbeldisins. „Það að það sé til gróft myndefni af þér sem þú hefur enga stjórn á er svona ný vídd í ofbeldisheiminum.“Senda myndirnar á vinnuveitendur„Við þekkjum dæmi þess að myndir hafi ýmist verið settar á netið eða sendar í tölvupósti til ákveðinna aðila, til dæmis vinnuveitenda, samstarfsfólks eða kunningja,“ segir Sigþrúður.„Ég man eftir dæmum þar sem hótað er að senda foreldrum eða börnum viðkomandi myndirnar. Eins og almennt á við í ofbeldissamböndum þá er hoggið þar sem sárast er.“ Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Það er orðið mjög algengt að menn í ofbeldissamböndum hóti fórnarlömbum sínum dreifingu á óþægilegu og grófu myndefni af þeim. „Þetta kemur í veg fyrir að konurnar þori yfirhöfuð að fara frá manninum,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. „Þetta er þó frekar á meðal yngri kvenna en eldri.“ Sigþrúður segir að þessi þróun hafi orðið á löngum tíma. „Almennt hefur þetta þau áhrif að hann stjórnar áfram lífi hennar og heftir frelsi hennar. Þrátt fyrir að konan sé búin að koma sér undan líkamlegu valdi hans þá hefur hann vopn í hendinni.“ Hún segir að oft láti ofbeldismaðurinn ekki til skarar skríða. „Við þekkjum mörg dæmi um að þeir hafi ekki gert það. Í flestum tilfellum sem við höfum heyrt af þá eru þetta innantómar hótanir og ekki byggðar á neinum rökum.“ Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að reynt sé að hafa samband við konur sem verða fyrir grófri myndbirtingu. „Lögreglan er í sjálfu sér ekki með mikið frumkvæðiseftirlit á netinu en það koma vissulega ábendingar til okkar um myndir og annað slíkt. Ef það er hægt að þekkja þá sem eru á myndum og myndirnar eru þess eðlis þá er haft samband við viðkomandi.“ Erfitt geti þó reynst að sanna hver dreifði myndefninu. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, þekkir mörg dæmi þess að konur sem koma úr ofbeldissamböndum hafi myndbirtingu sveimandi yfir sér. „Í nútímakynlífi og með nútímatækni er oft til myndefni sem er kannski framleitt af báðum en síðan er hægt að nota það sem vopn gegn henni, eflaust líka karlinum en ég hef bara engin dæmi um það.“ Hún segir myndbirtinguna auka vigt ofbeldisins. „Það að það sé til gróft myndefni af þér sem þú hefur enga stjórn á er svona ný vídd í ofbeldisheiminum.“Senda myndirnar á vinnuveitendur„Við þekkjum dæmi þess að myndir hafi ýmist verið settar á netið eða sendar í tölvupósti til ákveðinna aðila, til dæmis vinnuveitenda, samstarfsfólks eða kunningja,“ segir Sigþrúður.„Ég man eftir dæmum þar sem hótað er að senda foreldrum eða börnum viðkomandi myndirnar. Eins og almennt á við í ofbeldissamböndum þá er hoggið þar sem sárast er.“
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira