Innlent

Rjúpu fjölgar mikið en nær ekki fyrri hæðum

Freyr Bjarnason skrifar
Meðalfjölgun rjúpna var 41 prósent á milli áranna 2014 til 2014.
Meðalfjölgun rjúpna var 41 prósent á milli áranna 2014 til 2014.
Rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2014 sýna fjölgun víða um land. Meðalfjölgun rjúpna á öllum talningarsvæðum var 41 prósent á milli áranna 2013 og 2014.

Samkvæmt tilkynningu frá Náttúrufræðistofnun eru þessar niðurstöður í samræmi við niðurstöðu rjúpnatalninga vorið 2013. Þær sýndu að fækkunarskeiði sem hófst 2009 til 2010 lauk eftir aðeins tvö til þrjú ár. Þetta er óvanalegt þar sem fyrri fækkunarskeið hafa varað í fimm til átta ár og samkvæmt því átti næsta lágmark að vera á árunum 2015 til 2018.

Ekki mikið í sögulegu samhengi

„Í sögulegu samhengi er þetta ekkert mikið. Þótt aukningin sé veruleg á milli ára hefur stofninn ekki náð neinum hæðum,“ segir Ólafur Karl Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, aðspurður. „Ef uppsveiflan heldur áfram, sem við skulum vona, þarf hann að vaxa í tvö til þrjú ár svo að hann verði kominn í þann fjölda sem mest hefur verið síðustu 30 til 40 árin.“

Vöxtur rjúpnastofnsins 2013 til 2014 er mismikill eftir landshlutum og á Suðurlandi og Norðvesturlandi er kyrrstaða eða fækkun. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins og nánari greining á ástæðum fjölgunar mun liggja fyrir í ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×